Dvöl - 20.01.1935, Page 13

Dvöl - 20.01.1935, Page 13
20. jan. 1935 D V 0 L 13 inum hafði eitt sinn riðið þar hjá á nóttu, sem þessi nótt líktist injög. Hann hafði komið við hjá lækninum og tekið ungu konuna hans upp á söðulbogann hjá sér og horfið á brott. Sú nótt hún var löngu liðin, en þó —------- — Jæja, þú verður að hraða þér af stað, drengur minn. Skinnklæddi Finninn snaraðist út úr dyrunum. Hurðin féll að stöfum. Bör Enason ók á hreini sínum í tunglsljósi og stjörnubirtu og harðafrosti, sem leið lá, fram eftir dalbotninum og síðan inn og upp á heiðar. Oravídd heiðageimsins ijómaði umhverfis. Skriðsnjórinn beit á kinnarnar er hann fuðraði upp með sleðanefjunum og til baka í andlit honum. Áður en næsta sól rynni af himni undir Seljaás yrði hann að vera kominn í áfanga stað, Sandra hans lá í lungnabólgu og þetta var sjöunda dægrið — úrslitadægrið. Perðin sóttist vel inn eftir fjöll- unura. Hreinninn var hvíldur. Hrísangarnir er stóðu upp úr snjónum voru klakaðir og það giingraði við er járnklæddir meið- ar skriðu yfir. Bör Enason fór að athuga 8tjörnurnar og eftir afstöðu sjöstirnisins taldist honum til að hann ætti að ná Seljaásrana um hádegi næsta dags. Hann lét smella í stýristaumunum og kvakk- aði. Snjóbreiðan glitraði í dauða- kyrrð næturinnar. í dögun var hann kominn inn

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.