Dvöl - 10.02.1935, Page 12

Dvöl - 10.02.1935, Page 12
12 D V Ö L 9. febr. 1935. eskju, um stærð þeirra, hæð og gildleika. Þessi mastærð, og vald það er þau hafa yfir hug okkar, fyllir okkur virðingu, bendir á aldur þeirra, æfagömla forneskju, og hrukkurnar í berki trjánna hlæja framan í tímann, og virðast segja: — Komdu, við höfum hrist þig af okkur, þig hræðumst við ekki, okkur getur þú ekkert gert. Þegar okkur verður ljóst hvað margir ættliðir hafa lifað og dáið síðan að þessi tré stungu höfðinu upp úr moldinni,og lituðumst um. Hve margir ættliðir hætta að verða til, áður en þau hníga til jarðar sökum elli, þá er þetta eilífðarnafn eðlileg orsök undrunar okkar yfir styrk þeirra og mætti. A dögum Abrahams og ísaks voru tré þessi að skjóta frjóöngum sínum upp úr moldinni. Þegar Davíð gætti fjár föður síns, í Betlehem, og spilaði á hörpu sína, voru þetta orðin álitleg tré. Ekki stórviðir að vísu, borið sam- an við það sem nú er. Og þá er Alexander, seinna kailaður „hinn mikli“, var að leita að nýjum sigr- urn, voru þetta orðin stór tré, og hirtir og elgsdýr áttu þar heirn- kynni, og veiðimóðirlndíánar hvíld- ust í skugga þeirra. Kristur fæddist og kenndi, og enn höfðu þau bætt nokkru við sig, og þúsund árum síðar, þá er Leif- ur heppni fann Vínland hið góða, voru þau enn á hraðasta vaxtar- skeiði, Enn eru þau að vaxa. Og eftir 10—20 aldir hlær hinn hrukk- ótti börkur enn mót sól og sumri, og greinar þeirra teiga geisla ljóss- ins, og flytja þá niður um bol og rætur þessara öldurmenna. Við höldum áfram. Hér og þar sjáum við tré, brennd og sviðin af skógareldi. Þau eru brunnin meira en til hálfs, en króna þeirra skartar jafn dökkgræri, jafn full af lífi og á hinum. Þarna í barkarsprungu hefir læ- virki byggt sér hreiður. Fýsi okkur þá getum við klifrað upp hlið þess- ara risa. Rákirnar og sprungurnar eru nógu djúpar til þess, að þar má festa bæði tá og fingur, fót og hendi. Þykktina, fet og þar yfir, þurfum við ekki að efa. Hún svík- ur okkur tæpast, Við göngum lengra. Þarna sjáum við veginn, sem að geymir bifreið- ina okkar. Vegurinn virðist liggja beint að einni risafurunni, likast, því sem að lægi hann í gegn um liana. Svo er líka, þá nánar er að gætt. Það hafa verið höggvin göng í gegnum tréð, svo ekki þyrfti að setja bugðu á veginn. Breiður veg- ur og hár til lofts, liggur í gegn um öldung þenna, sem blómgvast eftir sein áður, slíkt 'smáræði er honum ekki til hnekk- is. III. Við stígum upp í bifreiðina, er fiytur okkur með hraða miklum inn í menninguna. í burtu frá kyrð og veldi rauðu risaskóganna.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.