Dvöl - 10.02.1935, Page 14

Dvöl - 10.02.1935, Page 14
14 D V Ö L 10. febr. 1935 annara fornsagna um útlaga í Hallmundarhrauni á ofanverðri tí- undu öld. Tvo bræður, Þórarin og Auðun, nefnir Landnáma ogsegir þá hafa verðið úr Borgarfirði. Að öðru leyti er þeirra að litlu eða engu getið, nema að annar þeirra, Auðun, var brendur inni á Þor- - varðsstöðum. — í annan stað er í sama riti getið um Torfa Val- brandsson af ætt örlygs gamla, sem ásamt fleirum höfðingjum var á Hellisfitjum, þá er þar voru drepnir 18 Hellismenn. í Harðar sögu og Hólmverja er skýrt frá vígum Þorgeirs gyrðilskeggja og félaga hans, sem voru í sveit Ilólmverja, en flýðu upp á Arnarvatnsheiði og lögðust í helli, að Fitjum, sem vafalítið er annað nafn á Surlshelli. Hellis- fytjar heita ennþá eyrar þar skamt frá við Norðlingafljót. Þorgeir safn- aði að sér liði og hafðist þar við, þar til héraðsmenn stökktu honum á burtu. í Bárðar sögu Snæfellsáss, sem ekki er áreiðanleg, er einnig minnst á dráp 18 Hellismanna, og þar með mun að mestu lokið þeim heimildum, sem um Hellis- menn fjalla, að undanskilinni þó Hellismannasögu, sem prentuö var og útgefin af prentfélagi Heims- kringlu í Winnipeg 1889 eftir hand- riti, skrifuðu eftir frumriti Sighvats Grímssonar Borgfirðings. En um sannindi þeirrar sögu er víst nokk- ur vafi. Eggert Ólafsson gekk í Surtshelli 1750, en gat lítt komið við rann- sóknum sökum ljósleysis og áhalda. Seinna mældu þeir félagar hellinn ofan frá milli fjarstu opa. Segja þeir að sú trú hafi þá legið á, að illfært væri í hellinn fyrir aftur- göngum og foryujum. Andarlöngu látinna illvirkja áttu að sveima þar um dimmt djúp hins hola hrauns. örskammt norðan við þetta forna útilegumannabæli er annar hellir, geipistór og hið mesta völundarhús. Það er Stefánsheliir, fundinn fyrir fáum árum af öðrum þeirra Kal- manstungubræðra, sem hellirinn er síðan kenndur við. Er hann nær einlægir afhellar og íllratandi um hann ókunnugum, jafnvel þótt með Ijósum sé farið. En þurrara er þar, gólfið miklu sléttara og staðurinn allur vistlegri en sá nyrðri. Það má og raunar furðu gegna, ef menn hafa getað haldist við um langt skeið í Surtshelli, vegna kulda og raka, en hafi útlagarnir átt bandamenn í byggð, eins og skilja má á Landnámu, þar sem þeim var víst athvarf, gat þarna verið lífvænt tíma og tíma I senn. Nafn hellisins hafa sumir viljað setja í samband við fornan átrúnað. Það sé Surtur Jötunn norrænnar goðafræði, sá er varp eldi um heim allan og brendi jörðina, er lands- menn ætluðu bústað í hellinum. Og svo virðist sero sú trú hafi legið á, að þar væri'Jróstaður jötna. Segir Landnáma frá manni, Þor- valdi holbarka Þórðarsyni. Pór

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.