Dvöl - 31.03.1935, Blaðsíða 6

Dvöl - 31.03.1935, Blaðsíða 6
6 D V Ö L 31. marz 1935 en í fyrra, að níundi jarlinn lézt. Ég fékk þessa mynd, þegar selt var eftir hann. Það er hörmulegt, hvernig þessar gömlu og göfugu ættir fara.u Hr. Bigger stundi þungan. Herragarðseigandinn var nú orðinn hátíðlegur á svipinn, eins og hann væri í kirkju. Eftir augnabliks þögn hélt hr. Bigger áfram i öðrum rómi. „Eftir þeim myndum að dæma, sem ég hefi séð af fjórða jarlinum, hefir hann verið toginleitur og þungbúinn á svip. Það er ómögu- legt að ímynda sér hann ungan. Hann var einn af þeirn mönnum, sem alltaf iíta út fyrir að vera um fimmtugt. Það sem hann hafði mesta ánægju af, var tónlist og rómverskir forngripir. Það er til mynd af honum með flautu úr fíiabeini í annari hendinni, en hinni styður hann á leifar af rómversk- um myndskurði. Hann eyddi að minnsta kosti hálfri æfinni i ferða- lög um Ítalíu, til þess að leita að forngripum og hlusta á tónlist. Þegar hann var hálfsextugur, upp- götvaði hann allt í einu, að það var korainn tími til fyrir hann að fara að fá sér konu. Þetta var konan, sem hann valdi sér.“ Og hr. Bigger benti á myndina. „Pjár- munir hans og nafnbót hafa vegið upp á móti mörgu því, sem hon- um sjálfum var áfátt. Prú Hurt- more lítur sannarlega ekki út fyr- ir að hafa verið sólgin í rómverska forngripi, og ekki get ég heldur skilið, að hún hafi haft mikinn áhuga fyrir vísindum og tónlistar- sögu. Hún vildi ganga i fallegum fötum, vera i samkvæmum, spila fjárhættuspil, daðra við unga og fríða menn — hún vildi skemmta sér. Það virðist sem efnahagur ný- giftu hjónanna hafl heldur rýrnað. Fyrst um sinn komust þau samt hjá gjaldþroti. Þegar þau voru bú- in að vera eitt ár í hjónabandinu, ákvað jarlinn að fara enn einu sinni til Ítalíu. Þau komu til Feneyja snemma um haustið. Fyrir jarl- inn af Hurtmore var dvölin í Fen- eyjum óþrjótandi tónlist. Tónlist eftir Goluppi í Misericordia á hverj. um degi, tónlist eftir Piccini í Santa Maria, nýjar óperur í San Moise, yndislegar kantötur í fjölda mörgum kirkjum, Porpora og beztu söngvarar Evrópu, Tartini og fræg- ustu fiðlusnillingar þeirra tíma. En frú Hurtmore hugsaði um dálítið annað. Hún hugsaði um fjárhættu- spil í Ridotto, grímudansleiki, kvöldboð — allar lystisemdir mestu skemmtanahorgar heimsins. Hvort um sig var víst fyllilega ánægt með dvölina í Feneyjum. En einn góðan veðurdag fékk jarlinn þá flugu, sem aldrei skyldi verið hafa, að nú yrði hann að láta mála mynd af konunni sinni. Og honum var vísað á Giangolini sem upprennandi stjörnu meðal málara. Svo byrjaði því Hurtmore að sitja fyrir, Giangolini var ungur og glæsilegur maður og hann var eng- inn viðvaningur í ástamálum frem- ur en á sviði málaraliatarinnaf.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.