Dvöl - 31.03.1935, Blaðsíða 16

Dvöl - 31.03.1935, Blaðsíða 16
16 D V Ö L 31. marz 1935 ég treysti því, iað þau mundu ekki þora að ráðast á mig, sem nýverið liafði bjargast á svo und- ursamlegan hátt. Mig logverkjaði í fæturnar morguninn eftir, 8. maí, þegar ég reis upp áður en bjart var orðið. „Ef til vill liggur vegur inni í skóginum“ datt mér í hug og hélt í þá áttina. En ég hafði skammt gengið þegar trén urðu gisnari og hurfu síðan alveg, en framundan mér lá gulleitt og ægilegt sand- hafið. Því hafði ég þegar kynnst allt of vel og flýtti mér aftur til árinnar. Meðan heitast var um daginn hvíldist ég í forsælu við poplartré og svo hélt ég enn af stað. Gekk ég nú eftir austur- bakka fljótsins og þegar komið var undir sólarlag, stansaði ég snögglega, því merkileg sýn hafði orðið á vegi mínum! Það voru alveg ný spor eftir tvo berfætta menn, sem höfðu rekið undan sér fjóra asna norður eftir. Það hefði verið þýðingarlaust að reyna að ná í þessa ferðamenn, svo í þess stað rakti ég slóðina í gagnstæða átt og gekk venju fremur hratt. Kvöldið var kyrrt og hljótt. Rökkrið breiddist yfir skóginn. Á dálitlum tanga þóttist ég heyra annarlegt hljóð og staldraði við til að hlusta með ondina í hálsinum. En allt virtist hljótt í skóginum. „Það hefir sjálfsagt verið skógarþröstur", hugsaði ég með mér og hélt áfram. Rétt á eftir staðnæmdist ég á ný og nú heyrði ég greini- lega mannsrödd og kýröskur. Það brá snöggvast fyrir eins og hjarð- mánnasöng. Ég 7 setti í snatri á mig rök stígvélin og flýtti mér inn í skóginn. I rjóðri einu var fjárhópur á beit og smali stóð yptr. Hann varð fyrst höggdofa, þegar hann sá mig, en svo sner- ist hann á hæli og hvarf í skóg- inn. Að vörmu spori kom hann aftur með eldri fjárhirði og nú sagði ég' þeim frá æfintýrum mín- um og bað þá um brauð. Þeir voru í vafa, hverju trúa skyldi, en fóru með mig í kofa sinn og buðu mér brauð og sauðamjólk. Hjá þeim dvaldi ég síðan í 15 daga til að hvíla mig. Ég hélt til i laufskála og leið vel á allan hátt. En hið gleðilegasta, sem mér bar að höndum þessa eftirminnilegu daga var samt það, að þrír kaup- menn komu ríðandi að kofa mín- um og' sögðust hafa fundið að- framkominn mann og hvítan úlf- alda á fljótsbakkanum, fyrir nokkrum dögum. Það var Islam Baj og daginn eftir kom hann ásamt Kasim í kofa minn. Það varð fagnaðarfundur, en við hörmuðum félaga okkar og úlfald- ana, sem höfðu farizt úr þorsta á eyðimörkinni. J. Ey. þýddi. (Kaflar þessir eru þýddir úr bók S. Hedins: „Fra Pol til Pol“> sem er safn af ferðaþáttum og æfin* týrum hans sjálfs og ýmsra annara, sem lent hafa í svaðilförum).

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.