Dvöl - 19.05.1935, Blaðsíða 4

Dvöl - 19.05.1935, Blaðsíða 4
4 D V Ö L 19. maí 1935 prestssynimir á Felli ætlað hann lifandi að klára. Ekki ósjaldan hafði Bjössi komið Tomma til iijálpar og lækkað rostann í prests lömbunum. Hann áleit það líka skyldu sína, þar sem hann var átján árum eldri en Tómas. Nú var litli, skítugi Garðsstrák- urinn orðinn prestur á Felli, og synir gamla prestsins auðnulaus- ir drykkjuræflar í Reykjavík. — „Þannig er lífið“, tautaði Bjössi gamli og gekk aftur af stað. Sjálfur var hann orðinn elli- hrumur armingi. Sveitarlimur í sjávarkoti. Það hafði honum sann- arlega ekki komið til liugar, þegar hann batt tryggðir við Ragnheiði. Nei, þau ætluðu sér ekki að vera upp á aðra komin. Og þrot- lausa baráttu höfðu þau háð fyrir því að verða það ekki. Það væri líka öðruvísi ástatt ef kindurnar hefði ekki flætt úti á Granda hvað eftir annað, ef miltisbrandurinn hefði ekki rokið í kúna, ef skemmdin hefði ekki komið í kartöflurnar, ef bátkæn- an hefði ekki fokið. Blind örlög höfðu gert þau að öreigum. Ef til vill voru þaú fædd nndir óheillastjörnu. — Ofan á allt þetta bættist strák- urinn — strákurinn, sonur þeirra, sem endilega þurfti að stökkva frá þeim þegar hann gat gengið örna sinna hjálparlaust. Til Ameríku! Eins og þar væri ekkert annað en gull og grænir skógar! Þvílík bölvuð vitleysa. Og ekki gat hann látið svo lítið að senda þeim bréfsnepil við og við. Sei sei nei! Hann hafði víst um eitthvað annað að hugsa en foreldra sína, drengurinn sá. — Bjössi gamli þurkaði augna- hvarmana með handarbakinu, þeg- ar hann kom á Fellshlaðið; rétt eins og stúrin börn gera á morgn- ana, þegar þau vakna frá ljótum draumum. — Ilann barði þrjú högg á dyrn- ar. Vinnukona kom til dyra. Tómthúss-Bjössi heilsaði henni meg handabandi og tvísteig góða stund fyrir framan stúlkukindina. ,,Ja, eiginlega ætlaði ég að ná tali af presti, ef hann væri; viðlát- inn og ekki í mjög miklum önn- um“, sagði hann, þegar stúlkan spurði um erindið. Hún bauð honum inn í íorstof- una og hvarf, eins og engilsendi- boðarnir forðum. Bjössi tvísteig' eins og hann stæði á brennandi glóðum. Steik- arlykt lagði að vitum hans og hann fann vatn koma í munninn hvað eftir annað. Loks heyrðist þungt fótatak. Dyrnar opnuðust. Tómthúss- Bjössi stóð fyrir framan séra Tómas. Nú var hann ekki lengur skítugur og frjálslyndur strákur, sem alltaf vildi vera í áflogum, og alltaf varð undir í áflogun- um.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.