Dvöl - 19.05.1935, Blaðsíða 15

Dvöl - 19.05.1935, Blaðsíða 15
10. maí 1036 D V Ö L 16 Búðingurinn Ég þekki verzlun, sem hefir rúsínubúðinga til sölu, og veit, að það er venja þar fyrir jóíin að raða þessu sælgæti á borð. Viðskiptamennirnir mega svo velja þann búðinginn, sem þeim geðjast bezt að, og þeim er jafn- vel leyft að smakka á hinum ýmsu tegundum til þess að vita, hver þeim finnist ljúffengust. Ég hefi oft hugsað um, hvort fólk, sem alls ekki ætlar að kaupa búðing, myndi ekki stundum nota sér þetta, og einu sinni rak forvitnin mig til þess að spyrja búðarstúlkuna um það. Ég fékk að vita, að mér hafði ekki skjátl- azt. „Það er til dæmis einn gamall maður“, sagði hún, „sem kemur Ferðsöngur sveitadrengsins. Ég fagna þér þröstv/r, mig kœtir þitt kvak ég klárinn minn beisla svo stig ég d bak vid skiljvm livor annan og gatan er greið ég get þess ei núna, hvar beygt er af leið. Og nú er ég ungur og vorid er vor, vákan er draumur og misstígin spor heimurinn sólskin og leikur og Ijóð nú er lifað og sungið og dansað á glóð. Fura í Garði. hér næstum vikulega og smakk- ar á öllum búðingunum, en samt hefir hann aldrei keypt neitt og kaupir víst aldrei. Ég man líka, að hann kom í fyrra og árið þar áður. En ég lield, að liann megi koma, fyrst hann langar í þetta; ég sé ekki eftir því í hann. Og ég vona, meira að segja, að hann geti farið í margar fleiri búðir og fengið sinn skammt þar líka. Honum virðist geðjast prýðilega að því, manntetrinu, og ég held, að þá muni ekki mikið um þetta“. Hún var að ljúka við setning- una, þegar roskinn maður haltr- aði inn að borðinu og fór að rannsaka búðingana af mikilli nákvæmni. „Sko, þetta er einmitt paaður- inn, sem ég var að segja yður frá“, livíslaði búðarstúlkan. „Tak- ið þér eftir honum“. Svo sneri hún sér að honum. „Vilduð þér smakka á þeim, herra minn?“ spurði hún. „Hérna er skeið handa yður“. Gamli maðurinn var fátæklega en þokkalega til fara, eins og stendur í sögunum. Hann tók við skeiðinni og gekk svo á röðina og smakkaði á hverjum búðingnum eftir annan. Og svo ákafur var hann, að hann gaf sér naumast tíma til að þurka öðru hvoru úr rauðum augunum pieð stóra, rifna vasaklútnum, sem hann dró

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.