Dvöl - 19.05.1935, Side 5
19. maí 1935
D V
Ö L
5
Tignarsvipur hans rann fagur-
lega saman við hempusvört fötin,
úrkeðjuna, og kúluna framan á
maganum. Framkoman var mót-
uð annarlegum fjálgleik.
Þeir heilsuðust.
Bjössi gamli steinþagði á eftir
kveðjunni, og tvísteig sem áður.
Það kom fát á hann, þegar prest-
ur spurði um erindið.
Hann stamaði, snýtti sér og
loks byrjaði hann:
„Ja, ég kom svona til yðar í
i'áðaleysi, prestur minn. Ranka
mín er lasin, ég ætlaði að vita
hvort ekki væri hægt að fá lækn-
ishjálp á morgun?"
,,Er það nokkuð alvarlegt?"
spurði prestur hæglátlega. Mál-
íómur hans var mjúkur og við-
feldinn, en þar leyndi sér ekki
tónn valdsins. „Eigurn við ekki
að láta það bíða, og vita hvort
henni batnar ekki?“
„Ja, það veit ég ekki. Hún
kastar upp því litla, sem fer inn
fyrir varir hennar. Öðru hvoru
fær hún óþolandi kvalaköst, og
stundum gengur blóð upp úr
henni“, sagði Bjössi vandræða-
lega, og fitlaði við húfuna eins
og feiminn drengur.
Það er mikið slæmt, mikið
slæmt“, tvítók prestur og fór að
ganga um gólf. „Einu isinui
þekkti ég konu, sem hafði svip-
aða veiki eftir lýsingu þinni að
dæma; henni var ráðlagt að
drekka mikið af soðnu vatni, og
borða ofurlítinn smekk af sund-
mögum og henni bráðbatnaði. —
Ættum við ekki að reyna þetta
Björn minn og sjá svo hverju
fram vindur?“
„Getur verið. Ef til vill“, taut-
aði Bjössi áhyggjufullur, og tví-
steig enn hraðara en áður. Ber-
sýnilega kom hann sér ekki að
því, að halda talinu áfram. En
prestur leysti hann úr vandan-
u!m:
„Var það nokkuð annað, Björn
minn góður?“ sama vinsemdin,
dýpri hlýja. Tómthúss-Bjössi
gjörðist djarfari og var hressi-
legri í tali.
„Ja, þar sem þér eruð nú aðal-
maðúrinn í hreppsnefndinni,
langaði mig til að spyrja yður,
hvort við gætum ekki fengið eitt-
hvað matarkyns fyrir hátíðina;
það sem við fengum um' nýárið
er gjörsamlega búið, það var
heldur ekki svo mikið. Við höfum
ekkert núna, prestur minn, ekk-
ert“.
„Það var ekki svo mikið, sagð-
ir þú“, endurtók prestur ofurlítið
kuldalega. „Allra sízt hefði ég
búizt við svona vanþakklæti frá
þér. — Það var all® ekki svo lít-
ið, sem þið fenguð, og kalla vel
gert að vera búin með það allt.
Svei mér vel gert. — Ég hefi
ekkert vald til að láta ykkur hafa
mat nú, nema þá með leyfi hinna
hreppsnefndarmannanna“.
Ilann þagnaði, en gekk um
gólfið eins og hann væri í mikl-
um vanda staddur.