Dvöl - 19.05.1935, Blaðsíða 6
6
D V
Ö L
19. maí 1935
Tómthúss-Bjössi var ekki ai-
veg á því að gefast upp við svo
búið.
,Við höfum sparað, eins mikið
og okkur var mögulegt", sagði
hann og það var ekki nándar-
nærri eins mikil auðmýkt í rómh-
um og áður.
„Það var ekki mikið, sem við
fengum, prestur sæll, það getið
þér séð sjálfui', ef þú villt líta
rétt á málið. Heldurðu kannske
að tveir kindarskrokkar, hálfur
mjölpoki, nokkrar saltgrásleppur,
kartöfluóvera og kaffilús gangi
aldrei til þúrðar? Og það máttu
vita, að ekki væri ég kominn
hingað til að knékrjúpa fyrir yð-
ur, ef aðkallandi, brýn nauðsyn
ræki mig ekki af stað, nauðugan
viljugan.
Og ekkert er hægara fyrir yð-
ui' en að greiða fram úr þessurn
vandræðum ?“
„Þú lítur einhliða á málið,
Björn minn góður. Reyndu nú að
setja þig í mín spor. — Sjáðu til.
Iíreppurinn er fátækur og verður
að spara af fremsta megni. Flest-
ir, ef ekki allir gjaldendur hér,
berjast í bökkum með að greiða
útgjöld sín til álmennra þarfa.
Þess vegna er það ofúr eðlilegr,
að menn krefjist þess af mér, að
ég sói ekki fé í óþarfa, það er að
segja: ekki nema í það bráð-
nauðsynlegasta. Mér er það alveg
óskiljanlegt, að þið skuluð vera
búin með allt, sem þið fenguð.
— Það er ófyrirgefanlegt bruðl!
Ég á ekki þá peninga, sem ég er
settur yfir, og sjálfur hefi ég
ekki nerna tæplega til hnífs og
skeiðar ...“
Þegar hér var komið í lestrin-
um rak Bjössi upp háan og stutt-
an kuldahlátur. Hann var búinn
að fá nóg af svo góðu.
„Nei, þér hafið tæplega til
hnífs og skeiðar“, sagði hann
hæðnisfullur. „En hvað kemúr
]?að málinu við, að segja hrepp-
inn fátækan? Það er ekki svo
au.ðvelt að tyg'gja í mig blekking-
ar. Spursmálið er aðeins hvort
þið ætlið að sýna þá mannslund,
að láta okkur fá eitthvað fyrir
hátiðina ...“
„Varstu ekki að segja rétt áð-
an, að konan kastaði öllu upp,
sem færi inn fyrir varir hennar;
svo ekki er það hún, sem þarfn-
ast matar“, skaut prestur inn í
og kýmdi ofurlítið út í annað
munnvikið. —
„Dragið þér dár að mér“, æpti
Tómthúss-Bjössi æfareiður, þreif
til húfunnar, sem hann var ný-
búinn að leggja á stólinn í ein-
hverju ráðaleysi, smellti henni á
höfuðið og tróð henni niður fyrir
eyru. „Ef þið drepið Ragnheiði
með því að neita henni um lækn-
ishjálp, og mig á eftir úr sulti,
þá mun guðsdómur koma yfir
ykkur fyr eða síðar. Og yfir þig
líka, prestur minn!“
Að svo mæltu gekk hann út og
skellti hurðinni á eftir sér. Séra
Tómas rak höfuðið út í gættina