Dvöl - 19.05.1935, Side 7
19. maí 1935
D V
Ö L
7
á eftir honum, og kallaði: „Ef
þú villt fá einhverja glefsu, þá
komdu aftur á morgun. Maður
ætti að hafa frið á helgidögum".
Svo glotti hann í kampinn og
gekk inn. —
En Tómthúss-Bjössi skálmaði
hratt heimleiðis og vingsaði hand-
leggjum.
Annað veifið leit hann til
baka, eins og hann byggist við
að einhver kæmi á eftir sér.
í skapi hans var svellandi
gremja, en smátt og smátt rann
mesti vígamóðui'inn af honum,
og andlitsdrættir hans urðu
slappir og þreytulegir.
„Hann bauð mér ekki einu
sinni inn, ekki einu sinni inn!‘‘
tautaði hann klökkvafullur.
Það. var farið að skyggja.
Skotlæðingurinn &á sami og áð-
ur, og brimhljóðið yfirgnæfandi.
Ranka gamla í Sjávarkoti
hrökk við í bólinu, þegar Björn
niaður hennar gekk inn.
Hún sá strax á svip hans, að
hann hafði farið erindisleysu.
Hann kveikti steinþegjandi á
eldavélinni, hitaði kaffiskólp, og
færði konu sinni fullan bolla af
þessu'm saðsama drykk, ásamt
rúgbrauðssneið. Hún reis stynj-
andi upp í rúminu og tók á móti
þessu full af þakklæti. — Bjössi
gamli settist á stólskrifli fyrir
framan rúmið, og fól andlitið í
höndum. „Ætlar þú ekki að fá
þér neitt?“ spurði konan lágmælt.
„Ég“, sagði hann harðlega, „ég
þarf ekki neitt. Líður þér nokk-
uð betur en í morgun?“
„Ænei. Ég er hrædd um að
héðan af verði hver dagurinn
síðastur hjá mér“.
Hann kipptist til, þegar hún
sagði þetta. Eins og í leiðslu tók
hann í báðar hendur hennar, og
lu’ýsti þær fast. Fornar glæður
geta blossað uþp þegar minnst
varir. Þessar glæður þrengdu
fram kristallstærum dropum, sem
laumuðust niður hrukkóttai
kinnarnar, einn af öðrum.
„Vildi séra Tómas ekkert lið-
sinna okkur?“ spui'ði Ranka
gamla allt í einu. Hún var óstyrk
í máli.
„Prestsf jandinn!“ hreytti
Tómthúss-Bjössi út úr sér, ill-
hryssingslega. „Nei! Það var nú
eitthvað annað! Hann var reynd-
ar svo náðarfullur að lokum, að
segja mér að koma á morgun, ef
ég vildi fá eitthvað í kjaftinn".
Hann þagnar skyndilega við lang-
dregna stunu í konunni. Hún
engdist sundur og' saman af
kvölum. Fölgráa, magra andlitið
afmyndaðist af þjáningu og
varð eins og hrukkótt, gult bók-
fell, sem er að sviðna á kulnandi
glóðurn.
Þegar kastið stóð sem hæst,
laut hún fram yfir rúmstokkinn
og kastaði upp kaffisullinu og
rúgbrauðinu, svo kúgaðist hún og
kúgaðist og' að loknm spjó hún
dálitlu af grænleitu galli. Henni