Dvöl - 19.05.1935, Page 8

Dvöl - 19.05.1935, Page 8
8 D V Ö L 19. maí 1935 virtist hægja og hún hné ör- magna niður á koddann. Blóði lituð froða vall út um1 munnvikin. Bjössi gamli þurkaði varir hennar og gaf henni vatn að drekka. Hún hresstist ofurlítið. „Æ, þú verður að ná í læknir, Björn, ég afber ekki þessar kvalir“, veinaði hún. „Þetta er þriðja kastið í dag ... þú verður að ná í læknir". Hann leit út um gluggann. Það var orðið dimmt. „Þú verður að fara til séra Tómasar", nauðaði konan. „Biddu hann að liðsinna okkúr í nafni gúðs. Farðu nú strax, Björn!“ Það var auðséð að Bjössi gamii háði harða baráttu innra með sér. Átti hann að leggjast eius og hundur fyrir framan prest- skrattann, eða átti hann að láta konuna kveljast afskiftalaust? Hann leit til hennar. Og þá var eins og leiftri slægi niður í hug hans. í einni sjónhendingu mundi hann eftir öllum þeim sælu- stundum, sem þau, þrátt fyrir allt höfðu lifað saman — og lof- orðin fögru, sem hann hafði gef- ið henni í upphafi, þau hafði hann svikið, þótt hann hefði bar- ist og barist fyrir því, að þau mættu verða að veruleika. Góðar kringumstæður, snoturt hús, bankabók með nokkrum hundr- uðum', jólakökur og kaffi, súkku- laði á hátíðisdögum og síðast en ekki sízt: mörg og efnileg börn. Þessum hugsjónum hafði hann helgað líf sitt. Og hvar var hann nú ? — Hann glotti beizklega, tók pottlokið og tróð því vel nið- ur á kollinn, setti vetlingana á hendurnar, og margvafði trefií' tuskunni um hálsinn. „Ég fer“, sagði hann lágt og einkennilega, gekk að rúmi kon- unnar og kyssti hana á vangann. „í guðs friði“. Hann gekk þegjandi út, þessi lúpulegi og beygði maður, klink- aði bænum vandlega og svo hélt hann af stað. Skaflæðingurinn var töluvert meiri en áður, og út- litið fullráðið. „Ja, það mátti nú segja að á ýmsu ylti hér í lífi! 1 annað sinn var hann, útþrælkað gamalmenn: á leið til harðstjórans til þess að knékrjúpa og beygja sig í duftið- Hefði hann kappkostað að koma sér vel á f r a m í lífinu, og skeytt hvorki um skömm ne heiður, þá væri hann líka öðru- vísi staddur nú. Hann urraði harðneskjulega, þessi hugsjónamaður, og óð á- fram eins og berserkur. En ekki var hann kominn nema miðja vegu, þegar óveðrið skall á. Það .hafði vofað yfir allan dag- inn. Vindhviðurnar voru svo snarpar, að það lá við að Bjössi gamli tækist á loft, og fyki eitt- hvað út í buskann. Allsstaðar stóð stormúrinn 1 fangið á honum, það var átta- leysa í öllum hamförunum. Skaf- strokúrnar þeyttust af svo mikiu

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.