Dvöl - 19.05.1935, Page 9

Dvöl - 19.05.1935, Page 9
19. maí 1935 „ D V afli framan í hann, að hann hálf- blindaðist og hörundið varð logasárt. Geigur fyllti gamjalmennið í svip, en svo tók hann kjark í sig og skálmaði áfram, eitthvað. Á sínum yngri dögum hefði hann ekki kippt sér upp við svona lagað, en nú var hann orðinn þessi skelfilegi aumingi, hálffall- ið og hálfbrostið kalstrá. Hann barðist áfram í jötunmóð langa stund, en svo tóku kraftamir að þverra. Loks settist hann niður og grét, eins og bam. Ekki bætti það úr skák. Augun fylltust snjó, og hvarm- arnir urðu brennandi sárir. „Almáttugur guð hjálpaðu mér! Konan min verður líka að fá hjálp!“ Með mestu herkjum stóð hann á fætur, og með fádæma dugn- aði barðist hann áfram á hönd- um og fótum langa stund. Um að gera að gefast ekki upp. Að minnsta kosti ekki fyrr eii í fulla hnefana. En kraftarnir þrutu ... Um leið og hann hneig niður, rak hann sig á eitthvað hart, og í næsta vetfangi var hann kom- inn í skjól. Eftir nokkur augna- blik var dagvitund hans.svæfð, þrátt fyrir ámstur lífsáhyggj- anna. Þannig var bardagi Tómthúss- Bjössa á þeim degi, seni menn- irnir halda helgan, til minningar um krossfestingu mesta manns- Ö L 9 ins, sem fæðst hefir á þessari syndum seldu jörð, Jesú Krists. Morguninn eftir, þegar prestur rak snjáldrið út úr bæjardyrun- um, var komið bezta veður. Guðs- maðurinn tók duglega í nefið og byrjaði svo á signingunni: „... gefi mér góðan dag (ein- hverjir eru nú skaflarnir) í nafni guðs föður (allt í kafi) sonar og (skárra var það nú Páskahretið) heilags anda, (hver fjandinn er þetta hjá kirkjunni). Amen“. Séra Tórnas hafði komið auga á eitthvað athyglisvert undir kirkjuhliðinni. Hann gekk þang- að hröðum skrefum, og sópaði snjónum burtu frá einhverri þústu. Allt í einu rak hann upp óp, og bað guð að hjálpa sér. En hvernig í ósköpunum stóð á því að maðurinn gerði það? Líklega ekki af því, að þarna lá stein- dauður og stokkfrosinn skrokk- urinn hans Tómthúss-Bjössa? Fylgdarma ð’u r i n n: Við nálgumst nú hinn mikla foss. Ef dömurnar vilja þagna augnablik, þá heyrum við hinn ógurlega hávaða í honum. Kon an (á lögreglustöðinni): Já, þetta er maðurinn, sem stal frá mér töskunni, það þori ég að sverja, aðeins var hann töluvert hærri og þreknari þá.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.