Dvöl - 19.05.1935, Page 10

Dvöl - 19.05.1935, Page 10
10 D V Ö L 19. maí 1935 Um stjörnuspeki Eftir JÓN ÁRNASON. Eðlisáhrif húsanna. í framanskráðu hefir verið lýst eðlisáhrifum dýrahringsins, Sólar, Tungls og pláneta. Sam- svarar það að nokkru leyti hinu andlega lífi manna og sálarlífi þeirra, en svo koma einnig til greina hinar ytri eða jarðnesku kringumstæður og eru þær sýnd- ar og sundurgreindar í húsunum. Eru húsin talin frá austursjón- deildarhring til miðnæturmarks, um vestursjóndeildarhring til há- degismarks og til austursjón- deildarhrings á ný eða sólvizku- marks. — Eru þau táknuð með tölum 1 til 12. — Fýrsta hús byrjar því við austursjóndeildar- hring. 4. hús við miðveturs- mark, 7. hús við vestursjón- deildarhring og 10. hús við há- degismark. Sýna húsin þessar hliðar mannsins eða einstaklings: Fyrsta hús: — Líkams- burður manna og ásýnd og að sumu leyti aðalatriðin í skap- gerðinni, heill og hamingju. Er það markverðast og áhrifaríkast allra húsanna. Annaðhús: — Fjármunir og eignarhald. Þriðja hús: — Bræður, systur, frændfólk. Stu'tt ferðalög, bréf, ritað mál yfir höfuð, skjöl, bækur og menntun. Fjórða hús: — Dvalar- staður, íbúð, landeignir, eignar- hald á húsum og landi, heimilis- líf, foreldrar. Ágreiningur nokk- ur er um það, hvort hús þetta sýni föður eða móður. Stjömu- spekingar í Vesturlöndum telja það til föðurs, en Hindúar segja, að það sýni móðurina. — Sumir segja, að það sýni móðurina í stundsjá manns, en föðurinn í stundsjá konu. Fimmta hús: — Skemmt- anir, félög, sem hlutaðeigandi er þátttakandi í, ástamál, börn. Sjötta hús: — Þjönar, hvort sem þeir eru bundnir við heimil- ið eða atvinnurekstur. Staða, ef hlutaðeigandi er undir aðra gef- inn. — Heilbrigði eða veikindi. S j ö u n d a h ú s: — Gifting, eiginmaður eða eiginkona. At- vinnufélagar. Afstaða sú, er hlutaðeigandi hafi til annara manna, hvort sem um vini eða óvini er að ræða. Áttunda hús: — Dauði, erfðir, fé fengið frá atvinnufé- lögum eða við giftingu. N í n n d a h ú s: — Löng ferðalög til annara landa, fjarlæg lönd, trúarbrögð, heimspeki, æðri menntun, bóliaútgáfa, draumar, dulfræði, kirkjur, lög, magar og mágkonur. Tíundahús: — Atvinnu-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.