Dvöl - 19.05.1935, Blaðsíða 11

Dvöl - 19.05.1935, Blaðsíða 11
19. maí 1935 D V Ö L 11 afstaða, álit, ytri virðingar, dramb, vinnuveitendur, yfirnienn. Faðir eða móðir(sjá fjórða hús). Elleftahús: — Vinir, sam- bönd við aðra menn, félög og fé- lagar, ágóði eða tap; gleði eða örðugleikar, er á rót sína í frarn- komu annara. Tólfta hús: — Samúð, kærleiksþel og hjálp veitt eða þegin. Málefni, sem eru leynileg eða launmál. — Ef afstöðurnar eru slæmar, þá sýna þær dulda óvini, svik, fangelsun, örðugleika vegna sjúkdóma, fátæktar eða af öðrum ástæðum, leyndir örðug- leikar. í sambandi við þjóðarstjörnu- speki er skifting þessi nokkuð á annan veg og með því að ég hefi dálítið fengizt við þá grein stjörnuspekinnar, leyfi ég mér að bæta henni við í þessu sambandi. Fyrsta hús: — Landið og íbúar þess sem heild, höfuð-' ástand þess, velgengni og heil- brigði eða öfugt. Annað h ú s: — Fjárhagsá- stand þjóðarinnar, skattar, tekj- ur, allar starfsgreinar og stoðir, sem framleiða fé, svo sem bank- ar, kauphallir og verzlunin. Þ r i ð j a hús: — Ferðalög öll og flutningar innanlands og samgöngur, svo sem járnbrautir, vegir og samgöngur að vatnaleið- um, bifreiðar. Allt, sem telst fréttaflutningi og alm'ennri fræðslu, svo sem póstgöngur, símar innanlands og talsambönd; fréttablöð, tímarit og almanök. Nábúaþjóðir. Rithöfundar og bókmenntaþjóðir eiga hér heima að svo miklu leyti, sem hún er hagræns eðlis, en barnaskólar teljast fimmta húsi. Fjórða hús: Lönd, land- eignir og landeigendur og starfs- menn, sem vinna við landbúnað. Uppskera og landbúnaðarfram- leiðsla. Námur og byggingar. Al- þýðan sem andstæða þjóðhöfð- ingjans. Lýðræðið, sem andstæða einræðis. Andstaða stjórnarinnar í þinginu. Sú pláneta, sem er næststerk- asta punkti þessa lands hefir mikil áhrif á veðurfarið yfir það eftir eðli hennar. Slæm pláneta í húsi þessu getur orðið örðug stjórninni í sambandi við and- stöðu sína gegn tíunda merki. Fimmta hús: — Leikhús og skemmtistaðir allir og skemmtanir. Barnafæðingar, börn og skólar, Ieikfimi, fjár- hættuspil, sem frekar ber að skoða sem skemmtun, en öflun f j árm'una. Því er haldið fram, að hús í þessu teljist hærri stéttir manna og þjóðleg starfsemi talið að ofan frá því konunglega og niður eftir þjóðfélagsstiganum, ef til vill vegna þess skemmtana- eða gleðiblæ er 'hún veitir. Það hefir borið við, að ef Satúrn eða önnur slæm pláneta er í húsi þessu, þá bendi það á hirðsorg.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.