Dvöl - 19.05.1935, Side 12
12
D V
Ö L
19. maí 1935
Einnig hefir verið bent á það,
og um það deilt, hvort lávarða-
deildin eða efrimálstofan teljist
húsi þessu, sem andstæðu ellefta
húss. Eldri stjörnuspekingar
halda því einnig fram, að sendi-
herrar teljist húsi þessú.
Sjöttahús: — Heilbrigði
almennings og sjúkleiki. Landher
og sjóher. Þjónar allir og þjón-
ustufólk, starfandi bæði hjá ein-
staklingum og í opinberri þjón-
ustu. Verkamenn og vinnuþiggj-
endur yfir höfuð.
S j ö u n d a h ú s: — Utanrík-
ismál, samband við aðrar þjóðir,
hvort það er gott eða óheillavæn-
legt, stjórnmálalegs eðlis og við-
skipta. Giftingar, hjónaskilnaðir,
konur.
Áttunda hús: — Dauðsföll
og hverskonar menn muni deyja.
Fjárhagssamband við aðrar þjóð-
ir. Leyndarráðið.
Níunda hús: — Siglingar,
sjóferðir og löng ferðalög, eink-
um í sambandi við ferðamenn og
verzlun. Sæsímar og loftskeyti.
Tníarbrögð, kirkjur og kenni-
menn. Dómstólar og dómarar.
Háskólar og prófessorar. Heim-
speki og vísindastörf og bókaút-
gáfur í sambandi við fræði-
mennsku.
T í u n d a h ú s: — Konungur-
inn eða forseti, stjórnin og
valdsmenn yfir höfuð. — Kon-
ungsættin, hátt settir menn og
frægir. Verzlun þjóðarinnar. Álit
þjóðarinnar, lánstraust og áhrif.
Ellefta hús: — Löggjafar-
þingið, einkum neðri málstofan.
Bæja, og sveitastjórnir. — Vinir
þjóðarinnar. Löggjöfin.
Tólfta hús: — Betrunar-
hús, hegningarhús, sakamál,
njósnir, leyndir óvinir þjóðarinn-
ar heima og heiman. Spítalar,
hæli, letigarðar, vinnuhæli og
góðgerðastarfsemi. Leynifélög og
dultrúarfélög. —
i
Námsgreinarnar.
Stjörnuspekin skiftist í eftir-
taldar námsgreinir eða viðfangs-
efni. Leggja sumir stund á þær
allar, en aðrir ef til vill aðeins á
eina þeirra.
1. Stjörnuspár, er varða ein-
staklinga og lýsing á þeim.
2. Fyrirspurnir um ýms atriði
og atvik.
3. Þjóðstjórnarspeki.
4. Lækningastjörnuspeki.
5. Veðurathuganastjörnuspeki.
6. Stjörnuspekí, er fjallar um
hið mnra og sálræna líf manna
(Esoterisk Astrologi).
7. Dulræn stjörnuspeki (Okkult
Astrologi).
Frumnámið, að læra að leggja
eða gera stundsjá, er nauðsyn-
legur undanfari þess að skilyrði
fyrir því að geta fengizt við hin
verkefnin og er undirstöðuatriði
þeirra allra. Einnig er nauðsyn-
lega að hafa kynnst allrækilega
fyrstu námsgreininni að kunna
aðferðina að því að lesa almenna
stundsjá og lýsa henni eftir þeim