Dvöl - 31.05.1935, Page 12

Dvöl - 31.05.1935, Page 12
12 D V Ö L 31. maí 1935 K V E Ð J A Þú ert allt. sem ann ég heitast, yndi mitt og sólargleði. Þér vil ég öllu feginn fórna, færa allt mitt líf að veði. Þér brenna í augum eldar vorsins. Æ,skan hlær á þínum kinnum. Ég bið þér heilla í bæn og söngvum og blessa nafn þitt hundrað sinnum. Öll mín ljóð og ástarsöngvar, öll mín þrá og dulinn tregi falla þér að fótum, vina, í fögnuði á nótt og degí. Ég dái þig í draumi og vöku, drottning glæst í huga mínum Ég kysi fremur en konungsríki, koss af heitum vörum þínum. Má ég halla höfði að barmi. hlusta á léttan andardráttinn? Nema yl frá ungu brjósti, öran finna hjartasláttinn? Má ég kyssa mjúkar varir meðan rökkrið færist yfir, meðan svalir sunnanvindar signa allt á jörð, er lifir? Þó í skuggum skjótist vofur skaí þig, vina, hvergi saka. Ég skal öllu bægja burtu. Blunda þú, en ég skal vaka. Ég vef þig örmum, ef þér kólnar og um þig sveipa skykkju minni. Svo skulum við sofa saman sæl og glöð í náttkyrrðinni. Jón Helgason frá Stóra'Botni.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.