Dvöl - 04.11.1934, Qupperneq 17

Dvöl - 04.11.1934, Qupperneq 17
4. nóv. 1934 d v 18 jafnlega skær. Vinur vor varð fyrst blindaður og frá sér num- inn af undrun yfir þessari sjón, svo að hann gat engu orði upp komið. Þegar hann loks gat tekið til máls, spurði hann, hvað öll þessi ljós ættu að þýða. — Það eru æfiljós manna, kunningi. — Æfiljós? Og hvað er það nú? — Hver einasti maður, sem nú er lífs á jörðunni, á hér sitt kerti, sem táknar æfiskeið hans. — En sum eru löng og önnur í meðallagi og enn önnur stutt, og sum eru skær, en önnur dauf, og nokkur blakta á skari. Hvernig víkur þessu við? •— Kertin eru eins og líf mann- anna: Sumir eru að byrja lífið, aðrir eru í blóma aldurs síns, og enn aðrir eru veikburða og hrum- *r’ og sumir komnir að því að slokkna. ■ Þarna er kerti, bæði hátt og langt. Það er nýfætt barn, sem á það. Og þarna er annað, sem logar svo skært og fallega. — Það á það maður á bezta aldri. ~ Hérna er eitt, sem er að sl°kkna af feitmetisskorti. ~ Það er öldungur, sem ligg- ur í andarslitrunum. Og kertið mitt, hvar er það nú? Mér þætti gaman að sjá það. — Það er þarna rétt hjá þér. Ö L — Þetta hérna? ó, guð al- máttugur! Það er rétt $ið verða útbrunnið! Það er á leið að slokkna. — Já, þú átt ekki nema þrjá daga ólifaða. — 'Hvað segirðu? Ekki nema þrjá daga? — En úr því að ég er nú vinur þinn og þú ert húsbóndi hérna, gætirðu þá ekki látið kert- ið mitt endast dálítið lengur, — til dæmis með því að taka ofur- lítið af langa kertinu þarna við hliðina á því og bæta við það? — Þetta langa þarna við hlið- ina á þínu er lífskerti sonar þíns, og ef ég gerði eins og þú biður um, væri ég ekki lengur réttlát- ur. — Það er satt, svaraði læknir- inn og varp öndinni þungt. Og hann kom heim til sín, ráð- stafaði'eigum sínum, sendi eftir sóknarprestinumvog dó að þrem dögum liðnum eins og Dauðinn, kunningi hans, hafði sagt hon- um. Ólafur Þ. Kristjánsson, þýddi. Faðir og sonur gengu saman og lá leið þeirra framhjá mynda- styttu af sigurgyðju. — Pabbi, spurði drengúrinn, hvers vegna er kona látin tákna sigurinn? — Þú verður að bíða, drengur minn, svaraði faðirinn — þegar þú ert orðinn fullorðinn og gift- ur muntu skilja það.

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.