Dvöl - 09.06.1935, Qupperneq 9
9. júní 1935
D V
5
dreng-janna, en nú voru það for-
eldrar þeirra, sem kölluðu á þá
ruddalega:
„Viljið þið hypja ykkur heim,
svínin ykkar. Þið látið mig sjá
ykkur tala við göturæflana"!
Stundum hentu litlu strákarnir
grjóti í hana. En koparskilding-
um' þeim, sem einstöku konur
gáfu henni, hélt hún vandlega
saman.
Svo var það dag einn þegar
hún var ellefu ára, að hún hitti
Chouquet, litla drenginn, bak við
kirkj ugarðinn, grátandi af því að
leikbróðir hans hafði stolið
tveimur skildingum frá honum.
Tár þessa drengs gerðu hana sár-
hrygga af því hann var kominn
af Því fólki, sem hún hélt í ein-
feldni sinni, að væri ávalt glatt og
ánægt. Hún gekk til hans, og
þegar hún heyrði orsökina að
liryggð hans, þá lagði hún í lófa
hans alla þá aura, sem hún átti,
en það voru sjö skildingar. Dreng-
urinn tók við þeim og hætti að
gráta. Þá gerðist hún svo djörf í
gleði sinni að kyssa hann. En þar
eð hann var allur í því að skoða
peningana, þá veitti hann ekkert
viðnám, og hún, sem fann að sér
var ffvorki veitt mótstaða né
refsing fyrir þetta, byrjaði aftur,
tók hann í faðm sinn, kyssti
hann innilega, og hljóp svo í
burtu.
Hvað gerðist nú í huga litla
flækingsins? Geymdi hún minn-
ingu litla drengsins af því hún
ö L
hafði fórnað honum aurasafni
sínu eða af því að hún hafði
kysst hann fyrsta ástarkossin-
um ? Það er sami leyndardómur-
inn, hvort sem er hjá bömuni eða
fullorðna fólkinu. Mánuðum sam-
an dreymdi hana um þetta horn
kirkjugarðsins og þennan dreng.
Til þess að geta séð hann— ef
til vill, þá stalst hún frá foreldr-
um sínum stundum, eða hún
safnaði skilding og skilding af
iðn foreldranna eða af vistum
þeim, sem hún keypti. 1 slíkum1
ferðum hafði hún stundum tvo
franka í vasanum', en hún gat að-
cins komið auga á litla lyfsal-
ann, sem leit mjög snyrtilega út
fyrir innan gluggann í búð föður
síns, milli fagurrauðrar skálar og
sýnishorns af bandomii. Töfruð,
æst og hrifin af ljóma hins litaða
vatns og ljómandi spegla, elskaði
hún hann því meira. Hún varð-
veitti hina óafmáanlegu mynd
hans í hjarta sínu. Og þegar hún
hitti hann aftur nokkrum ámm‘
seinna, þar sem hann lék sér að
marmarakúlum með félögum sín-
um 'oak við skólann, þá féll hún
um háls honum og kyssti hann
svo ákaft, að hann byrjaði að
væla af ’nræðslu. Þá gaf hún hon-
um peningana sína til að friða
hann — þrjá franka og tuttugu!
centimes — 1 raiin og vem heilan
auð, sem hann horfði á með
glenntum augum'. Hann tók pen-
ingana og lofaði henni svo að
kyssa 3ig eins mikið og hún vildi.