Dvöl - 09.06.1935, Síða 10
6 D V
í næstu fjöjjur ár gaf hún
honum alla þá peninga, sem hún
gat dregið saman, og lét hann þá
samvizkusamlega í vasa sinn, gegn
svo og svo mörgum kossum til
hennar í staðinn. Einu sinni voru
hað þrjátíu skildingar, einu sinni
tveir frankar, einu sinni tólf
skildingar (þá grét hún af sorg,
vanmegnun og niðurlægingu, því
árið hafði verið óhagstætt) og 1
síðasta skiptið voru það fimm
frankar, — stór kringlóttur pen-
ingur, sem kom honum til að
hrópa upp af fögnuði.
Hann var orðinn hennar eina
umhugsunarefni, og hann beið
komu hennar með nokkurskonar
óþolinmæði. Hann hljóp á móti
henni, þegar hann sá hana, svo
að hún fékk hjartslátt af gleði.
Svo hvarf hann. Þeir höfðu
sent hann í skóla, eftir því sem
hún gróf upp eftir krókaleiðum.
Þá reyndi hún með ýmsum ráð-
um að fá foreldra sína til þess
að breyta ferðum sínum, og fara
þar um á helgum. Þetta tókst
henni fyrst eftir að heilt ár var
liðið. Tvö ár höfðu liðið þannig
síðan hún sá hann og hann var
svo breyttur, hár, fallegur og
tignarlegur í skykkjunni sinni
með gylltum hnöppum, svo hún
gat varla þekkt hann. Hann lézt
ekki þekkja hana og gekk snúð-
ugt fram' hjá henni. í tvo daga
grét hún, en eftir það tók hún að
líða andlegar þjáningar hvíldar-
laust. Á hverju ári kom hún á
Ö L 9. júní 1935
þessar stöðvar og gekk fram hjá
honum án þess að þora að heilsa
honum, en hann lét ekki svo lítið
að renna augum til hennar.
Hún elskaði hann hóflaust.
,.Læknir“, sagði hún við mig.
„Mér gazt ekki að neinum öðrum
manni, og í raun og veru var
enginn annar maður til í mínum
augum“.
Foreldrar hennar voru nú
dánir, en hún hélt áfram starfi
þeirra. Hún hafði tvo hunda í
staðinn fyrir einn, tvo hræðilega
hunda, sem enginn hefði þorað að
egna upp.
Dag nokkurn er hún var á leið
til þorpsins, þar sem eftirlæti
hennar var, þá sá hún ur.ga konu
koma út úr búð Chonquels, var
sú leidd af ástmegi hennar. Þetta
var konan hans; þau voru gift.
Það sama kvöld kastaði hún
sér í tjörnina á ráðhússtorginu.
Drykkjumaður einn, er varð ráf-
að þar um, dró hana upp og bar
hana til lyfjabúðarinnar. Sonur
Chouquets kom ofan af loftinu í
morgunkufli til að veita henni
hjálp, og án þess að þekkja hana
að því er virtist, losaði hann um
íöt hennar, neri hana og sagði
svo hranalega: „Þér eruð vitlaus-
ar. Þér megið ekki haga yður
svona eins og fífl“. Þetta nægði
til að lækna hana. Hann hafði
talað til hennar. Það gjörði
hana ánægða í langan tíma. Hann
vildi engin laun þiggja fyrir að