Dvöl - 09.06.1935, Qupperneq 11

Dvöl - 09.06.1935, Qupperneq 11
9. júní 1935 D V Ö L 7 hjálpa henni, þótt hún byði þau með mestu ákefð. Þannig- leið líf hennar. Hún gerði við stólana, og hana dreymdi um Chouquet. Árlega sá hún hann gegn um glugga lyfjabúðarinnar. Hún fór nú að kaupa meðöl af honum í smáum stíl, með því móti gat hún komið nálægt honum, talað við hann og gefið honum meiri pen- inga. Eins og ég sagði í byrjun sögu minnar, þá dó hún núna í vor. Þegar hún hafði lokið hinni sorglegu æfisögu sinni, bað hún mig að afhenda honum, sem hún hafði alltaf elskað, allt það spari- íe, sem hún lét eftir sig, þv að hún hafði alltaf unnið fyrir hann, sagði hún, jafnvel hafði hún dregið af mat við sig til þess að geta lagt fyrir, svo hún væri viss um að hann hlyti að hugsa um hana, að minnsta kosti einu sinni, þegar hún væri dáin. Þannig af- henti hún mér tvö þúsund, þrjú- hundruð tuttugu og sjö franka. Þegar hún var skilin við, af- henti ég prestinum tuttugu og sjö franka, vegna jarðarfararinn- ar, en fór með hitt samkvæmt boði hennar. Haginn eftir fór ég til Chou- huets lyfsala. Höfðu þau hjón nýlokið hádegisverði, er ég kom', og sátu andspænis hvort öðru spikfeit, rauð, og sjálfum sér bk, ánægð og ilmandi af vörum lyf j abúðarinnar. Þau buðu mér sæti og „Cherry- brandy“, sem ég þáði. Þvínæst byrjaði ég frásögn mína með hrærðri rödd og bjóst ég full- komlega við því að þaú myndu ekki geta tára bundizt. Jafnskjótt og hann heyrði, að hann hefði verið elskaður af þessum flæking, af þessari stóla- kerlingu, af þessari dóttur götunn- ar, þá þrútnaði Chouquet af reiði, alveg eins og hún hefði stolið frá honum mannorði hans, virðingu og heiðri eða einhverju því, sem betra var og dýrmætara en lífið sjálft. Kona hans, bálreið eins og hann endurtók aðeins í sífellu: „Þessi betlari, þessi betlarakerl- ing“. Chouquet spratt upp, æddi fram og aftur um stofuna, með kollhúfuna skáhalla á höfði sér. Hann stundi loks upp: „Getið þér skilið þetta læknir. Þetta er eitt af því hræðilega sem kemur fyrir menn“. Hvað getur maður gert ? Ef ég hefði bara vitað þetta meðan hún lifði, þá hefði ég látið lögregluna hirða hana og setja hana í fangelsi, þannig að henni hefði ekki verið sleppt út framar, slíkt hefði ég ábyrgst. Ég varð meira en lítið hissa, að svona skyldu áhrifin verða af þessari viðkvæmu sögu. Ég vissi ekkert, hvað ég átti að gera eða ségja, en erindi mínu varð ég þó að ljúka, svo ég sagði: Hún bað mig að afhenda yður allt þáð fé,. sem hún lét eftir sig, en það voru Frh. á bls. 10.

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.