Dvöl - 09.06.1935, Side 14
10
D V
Ö L
9. júní 1933
Framhald af 7. siðu.
tvö þúsund og- þrjú hurdruð
frankar. En þar eð þessi frásögn
mín hefir verið ykkur mjög ó-
geðsleg, þá væri ef til vill bezt að
gefa fátækum þessa peninga.
Hjónin litu nú bæði á mig, gagn-
tekin af undru.n. Ég tók pening-
ana upp, þeir voru óálitlegt sam-
safn allra mynta og þjóða, bæði
gull og eir. Þá spurði ég: „Hvað
viljið þið gera“? Frú Chouquet
svaraði fyrst: „Jæja, úr því þetta
er síðasta bón þessarar konu, þá
álít ég að við getum varla neitað
því“. — Maður hennar mælti
skömmustulegur: „Við getum
alltaf keypt eitthvað fyrir það
handa börnunum“. — „Þið um
það“, svaraði ég þurlega. Þá
rr.ælti Chouquet aftur: „Jæja, við
slculum hirða peningana", og þar
eð hún bað yður fyrir að afhenda
okkur þá, þá höfum við alltaf ráð
með að verja þeim í góðum til-
gangi“.
Ég afhenti peningana, kvaddi
og fór. í bíti morguninn eftir
kom Chouquet til mín og mælti
fruntalega: „Þessi kona lét líka
eftir sig vagn. Ilvað ætlar þú að
gera við hann“
„Ekkert“, mælti ég. „Takið
hann ef yður þóknast".
„Það er fyrirtak. Það er ein-
mitt hann sem mig vantaði. Ég
ætla að búa úr honum skjólgirð-
ingu utan um húsagarð minn“.
Hann var að leggja af stað þeg-
ar ég kallaði til hans: „Hún lét
líka eftir sig hest og tvo hunda,
er yður ekki nauðsyn að fá þá
einnig“ ?
Hann hugsaði sig um undrandi
og mælti loks: „0, nei, — nei,
auðvitað ekki. Hvað ætti ég að
gjöra með þá? Þér skuluð ráð-
stafa þeim“, og hann skríkti og
kvaddi mig með handabandi.
Ég tók í hönd hans, því að þegar
allt kemur til alls, þá er það ekki
gott fyrir lækni og lyfsala sama
héraðs að vera óvinir.
Ég ráðstafaði svo hundunum
og hestinum, en Chouquet notaði
vagninn í skjólgirðingu, en fyrir
peningana keypti hann fim'm
skuldabréf hjá jámbrautarfélagi
einu.
Þetta er eina dæmið, sem ég
hefi þekkt í lífi mínu um mikla
ást“. —
Læknirinn hafði nú lokið máli
sínu. Þá mælti markgreifafrúin
með- tárin í augunum: „Eflaust
eru það aðeins konumar sem
vita hvernig á að elska“.
Liðþjálfinn (við nýliðann): Til
þess að þér getið munað livað er til
vinstri og livað til hsegri, þá skuluð
þér bara setja það á yður, að á
hægri hendinni er þumalfingurinn
vinstra megin, en liægra megin á
þeirri vinstri.
Móðirin: Mikið er drengurinn
líkur föður sínum, ef maður tekur
frá líonum pelann, ætlar hann alveg
vitiaus að verða.