Dvöl - 09.06.1935, Síða 18

Dvöl - 09.06.1935, Síða 18
14 D V Ö L 9. júnl 1935 Rhampsinitus og þjófurinn Hérodotos, sem kallaður er „faðir sagnfræðinnar", var grísk- ur að þjóðerni, og skrifaði bækur sínar á árunum 484—424 f. K. Rit hans eru níu bindi, er fjalla um sögu Grikkja og Persa og fleiri austurlandaþjóða. Saga sú er hér birtist, er 121. kapitulinn í annari sagnabók hans. i Það er sagt, að Rhampsinitus Egyptakonungur hafi verið svo ríkur af fjármunum, að enginn af þjóðhöfðingjum þess tíma né eftirkomendum hans hafi getað talið sig jafningja hans í því. Hann ákvað því, að byggja gríð- arstóran hallarsal fyrir auðæfi sín, svo þau væru betur geymd, skyldi einn veggur salsins mynda útvegg hallarinnar. Byggingar- meistarinn, sem girntist fé kon- ungsins, kom því svo fyrir, að í vegg þessum var steinn einn, sem auðvelt var að taka úr hleðslunni af tveim mönnum eða jafnvel ein- um, og er byggingunni var lokið, voru auðæfi konungs flutt þangað. Tímar liðu, byggingarmeistar- inn veiktist, og þegar hann fann að af sér dró, kallaði hann tvo sonu sína til sín og sagði þeim frá leyndarmálinu á fjárhyrzlu konungs og að þeirra vegna hefði hann gjört þetta, svo þá þyrfti aldrei að skorta fé. Hann gaf þeim glögga skýringu á því, hvernig þeir skyldu notfæra sér þetta, og bað þá jafnframt að varðveita sem bezt þetta leynd- armál, en með því eina ráði gætu þeir haft ráð á hinni konunglegu fjárhirzlu svo lengi sem þeir lifðu. Ag svo mæltu dó gamli maður- inn, en bræðurnir létu ekki á sér standa og fóru þegar sama kvöld til hallarinnar og gjörðu allt eins og þeim hafði verið sagt, og tóku stóra fúlgu úr fjárhirslunni. Þegar kongur kom litlu síðar í fjárhirzluna,. sá hann að lækkað iiafði í kerum þeim, er peningarn- ir voru í. Hann skildi samt ekki hvern væri hægt að gruna, þar sem allt hafði verið vel læst og byggingin öll örugg. En eftir því sem hann kom þar oftar, því meir sá hann að tekið hafði verið af peningun- um. Þjófnaðurinn var stöðugt íraminn og fjárhirzlan rúin meir og meir. Að síðustu ákvað konungur að setja einskonar dýraboga hjá peningaílátunum. Þetta var gjört. Þjófarnir komu eins og venju- lega í fjárhirzluna, annar bræðr- anna fór inn, gegnurn vegginn, rak leitt að kerunum og áður en hann gætti að, sat hann fastur. Þar eð hann sá að hann var dauðans matur, kallaði hann á bróður sinn og sagði honum hvað komið hefði fyrir og grátbað hann að taka af sér höfuðið, svo hann

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.