Dvöl - 09.06.1935, Blaðsíða 20
It>
D V
O L.
9. júni 19155
gaf þeim annan vínbelg, en við
slíkar birgðir drukku þeir svo, að
þeir urðu ósjálfbjarga og svefn-
höfgi kom yfir þá, svo þeir
sofnuðu brátt. Eigandi vínsins
beið nú þar til dimmt var orðið af
nóttu, þá tók hann lík bróður
síns, en áður en hann færi, þá
skar hann allt skegg hægra meg-
in af andlitum hermannanna,
þeim til háðungar. Hann fór því
næst heim með lík bróður síns.
Þegar konungur heyrði, að lík-
inu hefði verið stolið, varð hann
ákaflega gramur. Hann ákvað að
ná í mann þann, er hefði leikið
sig svona grátt, hvað sem það
kostaði, og greip því til þess ör-
þrifaráðs (svo sagði presturinn)
sem ég get varla trúað.
Hann tilkynnti, að hann myndi
gefa dóttur sína þeim manni, sem
gæti sagt henni bezta sögu um
það snjallasta og versta bragð,
sem hann hefði gert sjálfur. Ef
einhver svaraði þessu tilboði með
því að segja henni söguna um
hinn bíræfna þjóf, þá átti hún
að grípa hann.
Kóngsdóttir samþykkti þetta,
en þjófurinn, sem skildi, hvað
bak við lá af hálfu kóngs, fékk
nú sterka löngun að verða honum
meiri í slægð og kænsku.
Þess vegna gjörði hann það,
sem ihér fer á eftir:
Hann fékk sér annan arminn
af nýdánum míanni og bjó hann
þannig út undir klæðum sér, að
svo leit út fyrir að það væri
hans eigin handleggur og hönd.
Þvínæst gekk hann til kóngsdótt-
ur. Þegar hún lagði fyrir hann
eins og aðra hinar ákveðnu
spurningar, þá svaraði hann, að
]>að ljótasta sem hann hefði
nokkru sinni gjört væri það að
hafa tekið höfuðið af bróður sín-
um, þegar hann var fastur í
gildru kóngsins í fjárhirzlunni,
en það snjallasta hefði verið að
fylla varðmennina og ná líkinu.
Þegar hann sagði þetta greip
kóngsdóttirin í hann, en þar eð
hann hafði haldið fram hinni
lausu hönd, greip hún í hana, en
þjófurinn tók sprettinn út úr
dyrum og var brátt horfinn út í
kvöldmyrkrið.
Þegar konungur heyrði þessar
fréttir, um heppni þjófsins, varð
hann forviða af skarpleik og
dirfsku þessa manns, sendi sendi-
boða til allra borga í ríki sínu,
sem auglýstu náðun fyrir þjófinn
og loforð um mikil verðlaun ef
hann kæmi og gæfi sig fram.
Þjófurinn greip tækifærið og
gekk djarflega fyrir konung, en
Rhampsinitus dáðist að honum1,
og leit á hann sem mestan þegna
sinna, og gaf ihonum dóttur sína
cg mælti:
„Egyptar eru ágætari öllum
öðrum þjóðum að vizku og þessi
maður er fremri öllum öðrum
Egyptum".
Prcntsm. Acta.