Dvöl - 20.10.1935, Side 2
2
D V
20. október 1935
Kýmnisögur.
Vinnuveitandinn: Iíafið
þér nokkur meðmæli?
Umsækjandinn: Já, ég held
nú það, hér eru meðmæli frá
þeim, sem ég var síðast hjá. Þau
hljóða þannig;
Herra John Jones var hjá okkur
við vinnu í eina vikú, og við
erum alveg ánægðir með það.
Árni kaupmaður hafði boðið inn
til sín umboðsmanni heildverzlun-
ar er hann skipti við. A meðan þeir
bíða eftir góðgerðunum vill Árni
leiða málið að bindismálum, — en
hann var góðtemplari —og segir:
— Á mitt borð kemur aldrei
dropi af áfengi
— Ég segi alveg sama fyrir
mig, svarar umboðsmaðurinn. Ef
mér býðst áfengi, þá gæti ég þess
vandlega að láta ekki einn dropa
fara til spillis af hinum ágæta
drykk.
Bíleigandinn: Ég þarf að
kaupa fernar öflugar lamir, því
ég þarf að 1 afa gaflana á bílskúrn-
um mínum á hjörum.
Járnvörukaupmaðurin n:
Hvað á það að þýða?
B í 1 e i g a n d i n n : Jú, konan
mín getur ekki alltaf stöðvað bíl-
inn þegar hún ekur inn í skúrinn.
P r ú i n (er að ráða til sín vinnu-
konu): Treystið þér yður til að
búa til mat handa gestum?
Vi n n u k.: Já, frú, á hvorn
Ö L
veginn sem er.
Frúin: Hvað eigið þér við?
Vinnuk.: Ég á við það, að
haga matnum eftir því, hvoit þér
viljið að gcstir ir komi aftur til
yðar eða ekki.
Faðirinn: Hvernig dirfist j»ér
að biðja um hörd dóttur minnar
á meðan þér hafið svona lág Lun?
Biðilinn: Jú, ég skal segja
yður, að ég vildi ekki sleppa nú-
verandi starfi mínu, fyrr en ég
væri viss um samþykki yðar.
Kyndarinn: Hvernig stóð á
því að þú skyldir vera að kyssa
kærustuna mína í myrkrinu í gær-
kvöldi?
Ilásetinn: Já, ég skil nú
eiginlega ekkert í því sjálfur, eft-
ir að ég er búinn að sjá hana í
björtu.
Seljandinn: n,g er búinn að
eiga þennan bíl í heilt ár, og er
ekki enn farinn að borga einn ein-
asta eyri fyrir viðgerðir á honum.
Kaupandinn: Já, mér var
sagt það á viðgerðarverkstæðinu.
Hr. Smith: Hvað myndir þú
segja, Jack litli, ef ég giftist henni
mömmu þinni og yrði pabbi þinn.
Jack: Nei, því skuluð þér vara
yður á, herra Smith.
Prófessorinn: Eg skal segja
yður, að þér getið ekki sofið í
kennslustund hjá mér.
Stúdentinn: Ég gæti það,
ef þér töluðuð svolítið lægra.