Dvöl - 20.10.1935, Page 5

Dvöl - 20.10.1935, Page 5
20. október 1935 D V Ö L 5 lega samtengdar, umloknar pur- Puralitri umgjörð sumarkvöldsins. Þannig fóru þau og komu dag livern, framandi þorpinu og íbú- um þess. Og þannig fóru þau að heiman daginn sem brann. EHurinn brauzt út um tíuleytið um morguninn. Svo leit út, sem hann hefði komið frá stein- um millu nokkurrar, sem logandi gneistasíur bárust frá fyrir vind- inum yfir húsið á hæðinni. En hver sem nú upptökin voru, þá brann húsið til grunna, með óllu innanstokks, á svipstundu. — Hústunum var rótað til beggja hliða af stígnum og rannsakaðar, en það eina sem fannst í öskunni, var grind úr járnrúmi. Svo vildi til, að meðan eldurinn geisaði, hafði onginn farið til Tholozan, til þess að gjöra hjón- unum aðvart um brunann og eng- iim fór heldur þegar hann var um garð genginn. „Þau fá að vita það nógu snemma“, mælti kona nokkur góð- hjörtuð. „Já“, svaraði gamla Remy, þetta var of þýðingarmik- ill sannleikur til þess að þegja við honum. Þegar kveldaði og komutími hjónanna frá borginni nálgaðist, ríkti undarleg óró og ólga í þorp- inu. Sambland forvitni og ótta dró fólkið út í dyr. Sumt safnað- ist saman á torginu og hópurinn stækkaði alltaf. En enginn gerði sig líklegan til að yfirgefa hópinn, sem boðberi. Allir sfcörðu í áttina til hæðarinnar. Gaspard muldraði milli tann- anna: „Þarna koma þau“! Tvær konur voru svo ruglaðar, að þær hrópuðu samtímis upp yfir sig: „Það er ómögulegt“! Uppi á geislum vafðri hæðinni birtust þau eins og vitrun. Það var auðsætt, að þau höfðu enga hugmynd um slysið. Hæglát og hátíðleg í fasi, eins og ætíð, nálg- uðust þau staðinn, þar sem heim- ili þeirra hafði staðið, en sem nú gapti auður og útbrunninn. Hóp- urinn á torginu starði. Þessar tvær ólánsmanneskjur, gangandi í áttina til refsingar þeirrar, sem ill örlög höfðu búið þeim, töluðu saman, og þótt þau væru komin mjög nærri staðnum, sáu þau sem ekkert. Þau höfðu beint athygli sinni svo ákveðið hvort að öðru, að þau höfðu einangrað sig frá öllu ytra umhverfi. Nær og nær komu þau--------- Og sjá! Þau litu upp og störðu fram fyrir sig. „Ah“, andvarpaði betlari nokk- ur, sem af einskærum mannkær- leika hafði verið leyft að vera áhorfandi alls þessa. En jafnvel þá sáu þau ekkert. Vafalaust hugsuðu þau hvort um annað svo innilega, svo sterkt, eins og þau væru að talast við augliti til auglitis. Þau brostu ná- kvæmlega sama brosinu. Sá fólk- ið þetta bros, eða gat það sér þess til, þennan geislabaug mann-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.