Dvöl - 20.10.1935, Side 11

Dvöl - 20.10.1935, Side 11
20. október 1935 D V Ö L 11 myndi hún gleymast; og rósimar myndu þekja marmarahelluna hvítu með rauðum angandi blöð- um, sem á haustin lágu dreifð um garðinn, unz þau visnuðu. En að vori myndu þær vaxa á ný. Hún kraup við leiðið og gjörði bæn sína, las gömlu bænaversin, sem móðir hennar hafði kennt henni heima í litlu fornfálegu bað- stofunni; síðan gekk hún hljóð- lega á braut. Hún man kveldið fagra í þög- ulum haustskóginum, þegar hún hitti hann í fyrsta sinni. Hvemig hjarta hennar hafði barizt í óðfúsri þrá og vangar hennar brunnið af gleðiroða. Hvernig líf- ið varð eitt yndislegt æfintýr, ein óslitin symfónía um hamingju og gleði. Það var nú þá. örlítið beizkjublandið bros líð- ur yfir varir hennar, en hún stendur þó kyrr og starir enn út þögul sem fyrr. Foreldrar hans voru af aðli, er hún íslenzk bóndadóttir, það gat ekki samrýmzt. Þau urðu að skilja og hún hafði skilið við hann með dauðann í hjartanu. En hún hafði þó ætlað að sigra; vera sterk og láta ekki bugast. Hverj- ar höfðu efndirnar orðið? Wandervogel — farfugl —, hafði hún orðið. Hún átti hvergi heima- land. Hún hafði viljað flýja frá minningunum — hvílík heimska- Hver getur svo sem flúið sjálfan sig, sitt eigið hjarta? Og hvergi var frið að finna. Hún lærði það nú, að enginn, sem leitar að friði, getur fundið hann á flótta frá sjálfs síns sál. Frið- urinn býr ekki í gleði og glaumi, hann býr í þögninni, í einverunni, þegar sálin leitar Guðs í lotning og auðmýkt, eins og lítið barn. Þar er friðurinn, þar er hin sanna hamingja. Nú stendur hún hér við glugg- ann. Farfuglinn er kominn heim. Á þá farfuglinn nokkurt heimili? Hvar er heimili hins villta og vegalausa? Þessi lágreista baðstofa var henni einúsinni allur heimurinn. Nú er hún komin hingað aftur burt frá heiminum með öllu hans glysi og glaumi, og hún sér berskuheimili sitt autt og yfir- gefið, þögullt og hljótt eins og gröf; aðeins minningarnar vaka og lesa henni hálfgleymdar sögur um löngu liðin atvik. Sólin er sigin í kaf og sumar- nóttin er þó björt og hlý. Síð- ustu geislarnir frá gullnum roða himinsins leika um súðina, blakka af elli. Þeir leika blíðlega um feyskna kvistina og fúarákóttar sperrurnar. Ásta snýr sér við og lítur um baðstofuna. Andlit hennar er fölt í hálfrökkrinu, augun dökk og stór. í þögninni virðast þau tala, segja sögu um óendanlega sorg og söknuð. Hún gengur hægt fram gólfið og lokar hurðinni varlega á eftir

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.