Dvöl - 03.11.1935, Side 1

Dvöl - 03.11.1935, Side 1
III. árg. Reykjavfk 3. nóvember 1935 21. hefti Fyrir nærri tiu og hálfri öld síðan, komu fyrstu landnámsmennirnir í Borgarfjörð- inn, austan um haf frá Noregi. Grímur Kveld-Úlfsson (Skallagrímur) kom að landi í Knarrarnesi og hélt síðan inn með firðinum og reysti bæ sinn við vík eina vest- anvert fjarðarins og kailaði Borg. Grimur Þórisson hinn háleyski, hélt skipi sinu inn fjörðinn, þar til þraut sker öll og reisti þar bæ sinn fyrir miðjum firðlnum og nefndi hann Hvanneyri. Þeir nafnar kunnu vel við sig þarna innan hinns víða fjallahrings: Hafnarfjall og Skarðsheiði í suðurátt. Skjaldbreiður, Hlöðufell, Lang- jökull. Ok og Eiriksjökull í austurátt. Baula, Tröllakirkja og Grimstaðamúli i norð- ur. Snæfellsnessfjallgarður í vesturátt, með konung sinn snævi krýndan yzt við sjónarbaug. - En þó að þessi fjallahringur væri þá og sé enn einn sá fegursti, þá er Hvanneyri frægari fyrir annað. Þar er nú stærsti bændaskóli landsins, reisu- legar byggingar, ræktun mikil, búrekstur stór. í hinu fagra, grösuga Borgarfjarð- arhéraði er Hvanneyri höfuðbólið. Hvaðanæva af landinu sækja æskumenn þangað margskonar skilning og þekkingu, þroska og karlmennsku. Flestum, er á Hvann- eyri dvelja, verður staðurinn kær, hvar sem leiðirnar liggja siðar. um höf eða lönd. HVANNEYRI

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.