Dvöl - 03.11.1935, Page 16

Dvöl - 03.11.1935, Page 16
16 D V ó L 3. nóv. 1935 raun og veru ætti íslenzkan ekk- ert verulega kröftugt skammar- yrði til. Nú var orðið þreifandi dimmt. Enn höfðum við tæpast náð þorp- inu. Og við þurítum að reka gegn um það endilangt! En nú tók að drífa lið að okkur. Svolitlir krakka ormar ultu út úr hverju húsi, sem fram hjá var farið. Þeir pötuðu og siguðu, ussuðu og ösnuðust. Brátt komu fullvaxnir karlmenn líka til sögunnar. Og nú var allt fjársafnið pínt áfram, staðuppgef- ið og skjálfandi af hræðslu við allt það annarlega, sem fyrir augun bar. Áfram, áfram, áfram. „Rirr, hviss. Þetta er kvikindislegt lamb, ho, ho. Það gengur ekki á slátur- húsið, rirr, irr.“ „Léleg lömb í haust.“ „Ekki þetta, strákhvolp- ur!“ Ho, ho, rirr, irr, voff, voff irrr! Loksins! Allt féð var komið í aðhaldið, þar sem það átti að geymast síðustu nóttina. Fyrst vor, mæður, mjólk, gras, sólskin, leikur. Svo sumar, áhyggj- uleysi, öræfafriður. Síðast haust, kaldari veður, hó, hundgelt, hlaup, hræðsla, tvístringur. Mæðurnar tínast, raddböndin verða eymsluð, jarmurinn hás. Lúnir fætur, svang ur magi, sljóleiki. Og svo kemur síðasta nóttin — og líður. 1 morgunsárinu er hópur þreyttra, sljórra lamba rekinn eft- ir þorpsgötunni til sláturhússins. Fyrst eru þau rekin í rétt við húsið, þar er elzt við þau á sleipu rimlagólfi, sem þau eru alltaf að festa fæturna í. Það er verið að flokka þau í smáhópa eftir eig- endunum. Svo er hver hópur rek- inn í dilk sér inni í sláturhúsinu. Þar hefst nýr eltingaleikur á for- ugu, hálu steingólfi. Lömbin skella kylliflöt, en eru gripin upp á ull og hornum og dregin inn að skurð- arborðinu. Ógeðslegur leppur leggst yfir augu fórnardýrsins, — augu full skelfingar. Svo hefur slátrar- inn upp þungu trésleggjuna sína, snöggur hvinur, og rotfleinninn gengur á kaf í höfuð dýrsins. ör- sár hálfkæfð stuna brýzt í kverk- um þess um leið og það heykist niður, en það er jafnskjótt fært á loft af fjórum, sterkum hönd- um, kastað á skurðarborðið og skorið. En allt í kring spaugandi menn við að flá kroppa, taka innan úr, aka gærum og þvo kroppana, og af og til dunar húsið af skelli- hlátrum, það er svo óumræðilega gaman að tvíræðum kerskiyrðum strákanna sem þeir kalla til stúlkn anna, sem þama eru líka að vinna. Og úti þýtur sunnangolan létt yf- ir þorpið og sólblikaða víkina, sem það stendur við. Þarna koma tveir mótorbátar utan fjörðinn, skell- irnir í vélunum heyrast greini- lega. Þeir eru sjálfsagt að koma úr róðri. Br.S. Prentsmiðjan Acta.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.