Melkorka - 01.10.1950, Qupperneq 5
MELKORKA
TÍMARIT KVENNA
Ritstjórn:
Nanna Ólafsdóttir, Skcggjagötu 1, Reykjavik, simi 3156 • Svafa Þórleifsdóttir, Hjallaveg 14, Reykjavik, simi 6685
Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstreeti 27, Rcykjavik, simi 5199
Útgefandi: Mál og menning
Hvers vegna frið?
Eftir Nönnu Ólafsdóttur
Það má segja að nútímamaðurinn eigi í
vök að verjast á flestum sviðum. Aðeins
nokkur hluti fólks ltefur í sig og á, — og er
ekkert nýtt. Stór hópur stjórnmálamanna
veraldarinnar fær ekki rúmað annað í lieil-
anum en stríð og þegnarnir þar af leiðandi
ekki annað en stríðsótta, lamandi kvíða fyr-
ir framtíðinni og þeim þjáningum, sem hún
kann að bera í skauti sínu. lilöð og útvarp
þeyta áróðrinum fyrir ákveðnum stjórn-
málaskoðunum og gegn öðrurn yfir fólk, og
með svo miklu offorsi og óheiðarleika að
það lítur út fyrir að undirrót óskapanna sé
skelkur við ósigur þrátt fyrir alft. Hugtaka-
ruglingur er mikil tízka. Hvítt er svart. Svart
er livítt. Og svona óendanlega. Hæst ber hin
óðu óhljóð mannhaturs, þjóðrembings, á-
sælni: Áróðurinn fyrir stríði, undir yfir-
skyni dyggðarinnar. Mannskepnan kastast
milli öfganna og veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Hún veit þó nreð sjálfri sér, að frið kýs hún.
Hún man óljóst kvikmyndir, sem sýndu
máttvana friðarvini tala til skynseminnar.
Hún minnist að enginn vildi hfusta fyrr en
reynslan hafði neytt skynsemina til yfirveg-
unar. Með slíkum lærdómum brýnir mann-
kindin sig eftir hvert fall, til þess að verða
ekki fótaskortur á sarna blettinum aftur.
Almenningur vill frið, urn ]>að efast eng-
inn, enda ekki í þeim hópi sem vill eða get-
ur grætt fé á eynrd og böli náungans. Hann
má sjálfur greiða mest í þann sjóð týndra
lífa, eyðilagðra heimila og framtíðarmögu-
leika, sem alltaf eru afleiðingar stríðs, hvort
sem um sigraðan eða sigurvegara er að ræða.
En spurningin er: Hvernig fær hann frið?
Hingað til hefur hann engu ráðið um stríð
eða frið. Gengið sem dæmdur til vígvall-
anna og þeir sem eftir lifðu fundið að stríð-
ið hafði ekki verið lausn á neinu vandamáli.
Fjölmennasta hreyfing, senr vakin hefur
verið í heiminum, er friðarhreyfing nútím-
ans. Um helmingur mannkynsins tekur þátt
í henni. Þar er verið að vekja fólkið til and-
ófs, að það beiti sér sameiginlega gegn hinni
gömlu aðferð, stríði, en reyni að finna lausn
vandamála með friðsamlegu móti. Sú frið-
arbarátta, sem nú stendur yfir í heiminum
er tilraun til að sanna fólkinu mátt liinna
mörgu og smáu þegar jreir leggjast á eitt.
Ef mistekst að fá almenning tif virkrar þátt-
töku verður ekki við því gert og almúginn
MELKORKA
55