Melkorka - 01.10.1950, Side 7
Efnahagslegt jafnrétti
Eftir Onnu SigurÖardóttur
„Sömu réttindi — sömu skyldur" er kjör-
orð og takmark kvenréttindabaráttunnar.
Enn er þetta takmark allfjarri.
Kosningarrétt og kjörgengi eða með öðr-
nm orðum fullt pólitískt jafnrétti við karla
hafa íslenzkar konur haft frá 1918 (1915 að
takmörkuðu leyti).
Einnig hafa þær nú yfirleitt sama rétt (en
ekki möguleika) og karlar til náms og
menntunar.
Efnahagslegt jafnrétti er nú eitt aðalbar-
áttumál kvenréttindahreyfingarinnar og
beinist eðlilega í ýmsar áttir, sökunt þess
hve víðtækt það er. „Sömu laun fyrir sömu
vinnu“ hefur verið megintakmarkið. Þegar
það er orðið að veruleika, sem brátt mun
verða, ef marka má ákvæði nm það í sátt-
mála Sameinuðu þjóðanna, hljóta gagngerð-
ar breytingar á ýmsum lögum að verða óhjá-
kvæmilegar, t. d. á tryggingalögunum, þar
sem þau eru á margan liátt byggð á þeirri
staðreynd, að konur og karlar búa við mjög
ólík launakjör. Misréttið í launagreiðslun-
um er tilfinnanlegast ekkjum og öðrum ein-
stæðum mæðrum. En baráttan fyrir rétti
þeirra og velferð er sá þáttur kvenréttinda-
hreyfingarinnar hér á landi, sem beint og
óbeint er lagt mest kapp á.
Það mun með réttu verða talinn einn
mesti sigur kvenréttindabaráttunnar, þegar
takmarkinu „sörnu laun fyrir sömu vinnu“
er náð. En með því öðlast aðeins nokkur
hluti kvenna fullt efnaliagslegt jafnrétti.
A meðan móðurhlutverk og húsmóður-
störf eru ekki talin fullgild störf frá þjóðfé-
lagslegu sjónarmiði og hjúskaparréttur
lijóna yl'ir tekjum og eignum er ekki óum-
Anna
Sigu röardóttir
deilanlega eins, er fullt efnahagslegt jafn-
rétti ekki búið giftum konum frá hendi lag-
anna. Vanmat á störfum húsmæðra sanna
bezt skattalögin, hjónabandslögin og trygg-
ingalögin.
Lögboðinn vinnudagur flestra stétta
þessa lands er ekki meira en 8 stundir á sól-
arhring, en flestallar húsmæðnr hafa lengri
vinnudag og jafnvel helmingi lengri á
stundum. Hver maður skal greiða skatt eftir
tekjuárangri af starfi sínu eða verðgildi þess
og það gera allir aðrir en húsfreyjur.
Eru þá störf þeirra, sem annast börn og
heimili, tilgangslaus og einskis virði í aug-
um löggjafa þjóðarinnar?
Er það vegna þess, að börn gefa engan arð
eða afurðir?
Eða er {rað vegna þess, að til er of stór
hópur kvenna, sem er þeirrar skoðunar, „að
konur í ríku þjóðfélagi eigi ekki að vinna“
og haga sér í samræmi við þá skoðun sína og
MELKORKA
57