Melkorka - 01.10.1950, Blaðsíða 8
eru því í bókstaflegri merkingu ómagar á
framfæri eiginmanna sinna. Þessar konur
hafa alla tíð verið beint og óbeint mesti
Þrándur í Götu kvenréttindabaráttunnar.
Þetta á raunar frekar við erlendis en hér, en
jafnréttisbarátta kvenna er alþjóðamálefni.
Fyrir nokkrum árum komu hér fram
kröfur urn að skattleggja hjón sitt í hvoru
lagi, ef konan héfur tekjur af sjálfstæðri at-
vinnu, þar eð samsköttun, eins og hún er
framkvæmd, er sérstaklega ósanngjörn í garð
þeirra hjóna, sem bæði vinna að öflun pen-
inga til framfærslu heimilis síns.
Skattalögin ofmeta tekjur þeirra kvenna,
sem vinna utan heimilis, fram úr öllu hófi
með því að bæta þeim við tekjur eigin-
manna þeirra og skattleggja þær eftir hærri
skattstiga en ella, en hinsvegar leyfa lögin
aðeins frádrátt vegna heimilisstjórnar (ráðs-
konu) og er sú upphæð hin sama og per-
sónufrádráttur eiginkonu (900 kr. -þ vísi-
tala). Að vísu eru samkvæmt reglugerð
meiri ívilnanir veittar, sé eftir þeim gengið,
en lítið mun gert að því að veita upplýsing-
ar um þær og ekki ávallt á sömu lund.
Þegar konan vinnur úti og aðrir vinna
störf húsmóðurinnar, fá störfin allt í einu
verðgildi og stundum allliátt, og veitir þá
konan öðrum aðilum auknar tekjur (þ. e. a.
s. öðrum skattþegnum: föstum starfstúlk-
um, þvottakonum, hreingerningafólki
þvottahúsum, straustofum, saumastofum.
barnaheimilum o. fl. o. fI.). Þessi útgjöld, að
viðbættum sköttunum, nema oft svo miklu
að raunverulega er lítill eða jafnvel enginn
peningalegur hagur að utanheimilisstörfun-
um, sem þær af einliverjum ástæðum kjósa
frekar en heimilisstörfin (þau þeirra, sem
hægt er að láta aðra vinna).
Lausnin á þessu skattavandamáli er ekki
sú, að veita giftum konum, sem peninga afla
utan lieimilis, þau sérréttindi að vera sjálf-
stæðir skattþegnar, af því að slík sérréttindi
myndu fela í sér þann dóm að heimilisstörf-
in séu einskisvirði, heldur verður að finna
sanngjarnt mat á heimilisstörfunum, sem
komi til frádráttar ef aðrir en konan vinnur
þau, en hinsvegar heimilisstarfandi konu til
tekna.
Ef litið er á störf sveitakvenna er augijóst,
að mörg þeirra rnega með réttu teljast störf
utan beimilis. Störf við heyskap, mjaltir,
mjólkurvinnslu, tóskap, þjónustu og mat-
reiðslu vegna starfsfólks rniða öll beinlínis
að þeirri tekjuöflun búsins, sem lögin meta
til verðs. Hlutur liúsfreyjunnar er oft, ef vel
er að gáð, engu minni en bóndans og kemur
þó umönnun barna að auki. Hví þá að telja
tekjur búsins bóndans eins? Það er jafn
ósanngjarnt og samsköttun lijóna, þá er kon-
an vinnur launuð störf utan heimilis.
Bráðlega komu enn fram nýjar kröfur um
breytingar á skattalögunum, þannig að
reikna giftum heimilisstarfandi konum til
tekna 200 kr. -þ vísitölu á mánuði af heild-
artekjurn heimilisins þ. e. a. s. kr. 7.200,00
á ári með vísitölu 300.
Hætt er við og enda eðlilegt, að konur
kunni því yfirleitt illa, að störf allra kvenna,
er ekki liafa störfum utan heimilis að sinna,
verði metin eins eða öllu Iieldur, að öllum
þessum konum sé ætluð sama upphæð til
tekjuframtals án alls tillits til þess, livaða
peningaráð þær hafa. Þær, sem búa við auð
og allsnægtir, munu vart sætta sig við, að
tekjur þeirra séu lögákveðnar þær sömu og
þeiiæa, er þröngan fjárhag hafa. Þær, sem
verða að haga heimí 1 islífi sínu og starfi í
samræmi við jrjóðfélagsstöðu eiginmanna
sinna, munu ekki kunna við að störl' þeirra
séu metin og tekjur þeirra ákveðnar jafnar
og þeirra, sem verða eða vilja sníða sér
þröngan stakk í starfi og lifnaðarháttum.
Þessar nýju breytingatillögur veita því
heldur ekki viðunandi lausn.
Tekjur eru ekki að jafnaði í réttu hlut-
falli við mannkosti, gáfur, starfsþrek eða
vinnuafköst. Launalög ríkisins eiga að vera
viðleitni í þá átt, en vitanlega meta þau
störf manna mjög mismunandi til launa og
væri því óeðlilegt að gera kröfur til þess. að
tekjur eiginkvenna manna með mismun-
58
MELKORKA