Melkorka - 01.10.1950, Side 10
sína og þau börn, sem hún eignast með síð-
ari manni sínum.
Eftir andlátið er konan óvéfengjanlega
jafn rétthá manni sínum hvað eignir snert-
ir. Eignir myndast Jjó sjaldan án tekna, og
ef konunni er aðeins reiknaður óverule°ur
o
hluti af tekjum heimilisins og sami frádrátt-
ur og manninum vegna framfærslu harn-
anna eru litlar líkur til þess, að eignir geti
myndazt af hennar tekjuhluta, livað þá svo
að jafnar verði mannsins.
Sem dæmi má nefna lijón með átta börn:
Laun og aukatekjur mannsins eru ...... kr. 30.000,00
Fjölskyldubætur v/5 barna 300 kr. -)- vxsit. —
(á II. verðlagssv.) m/vísit. 300 — 900 kr. — 4.500,00
Fæðingarstyrkur ....................... — 600,00
Heildartekjur heimilisins kr. 35.100,00
Skv. lyrrgreindum tillögum á að reikna
konunni til tekna 600 kr. á mán. (200
kr. -|- vísit.)........................ — 7.200,00
Nettótekjur mannsins á framtali kr. 27.900,00
Eiginn persónufrádráttur...... 2.700,00
Persónufrádráttur vegna 8 barna
að hálfu (utan Rvk. 600 kr -|-
vísit. 300 eða 1800 kr. á barn) 7.200,00 - 9.900,00
Skattskyldar tekjur mannsins kr. 18.000,00
Nú er eftir að athuga, hvernig konunni
reiðir af með sínar tekjur. Hún hefur fætt
átta börn og hefur því mikið starf með
höndum. Venjulega eru störf Jreirra, sem
mikið hlutverk er falið, metin að miklu. En
í þessu dæmi eru konunni aðeins ætlaðar
7.200,00 og frádráttur vegna barnanna að
hennar liluta reiknast kr. 7.200,00. Þá er
ekkert eftir fyrir hennar eigin persónufrá-
drætti, kr. 2.700,00. Útkoman til skatta-
álagningar er þá þannig:
Tekjur konunnar kr. 2.700,00
Tekjur mannsins -þ kr. 18.000,00
Af þessu dæmi er augljóst, að tillögurnar
um að giftri konu, sem vinnur að heimilis-
störfum á eigin heimili, skuli talin til skatts-
og útsvarsálagningar ákveðin upphæð af
heildartekjum lieimilisins (hjá lágtekju-
fólki getur upphæðin orðið mun hærri en
sú, sem eftir er og falla skal í mannsins hlut)
geta ekki staðizt í framkvæmd, að minnsta
kosti ekki, ef takmarkið á að vera að vinna
að efnahagslegu jafnrétti.
Hitt er svo annað mál, á hvern liátt fund-
ið verður viðunanlegt mat á störfunum á
heimilunum, hvort taka eigi til greina
barnafjölda og aldur þeii'ra, stöðu eigin-
mannsins í þjóðfélaginu, íbúðarstærð, um-
svif og gestagang á heimilinu, tíma- og orku-
framlag til lieimilisstarfanna, vinnuafköst
til beinna hagsbóta fyrir heimilið (tóvinna,
fatasaumur o. 11., sbr. reglugerð um tekju-
og eignarskatt) eða eftir frjálsu mati innan
vissra takmarka.
Hér er umræðuefni fyrir konur (og karla
raunar líka), sem krefst umhugsunar og úr-
lausnar.
Enn er eitt atriði, sem rétt er að vekja
sérstaka athygli á og krefjast skjóti'ar leið-
réttingar. Það er óréttlæti, sem á sér stað a.
m. k. í framkvæmdum skattalaganna í garð
ógiftra mæðra og fráskilinna kvenna með
börn á framfæri. Frádráttur vegna barna er
ekki dreginn frá tekjum móðurinnar heldur
tekjum föðursins, sem aðeins framfærir
barnið eða börnin með lögákveðinni með-
lagsgreiðslu. Vitanlega ber foreldrum frá-
drátturinn að jöfnum hluta, enda hafa kon-
ur lagt fram kröfur um Jiað, eins og áður er
sagt frá.
Eins og nú er, fær ógift móðir hærri skatt
en faðir barnsins, liafi Jiau sömu laun fyrir
störf sín. Til tekna reiknast stúlkunni ekki
aðeins laun hennar heldur og meðlagið með
barninu og fæðingarstyrkurinn árið, sem
barnið fæðist. Frádrátt vegna barnsins fær
hún ekki. Hann fellur allur í föðurins hlut
og lækkar skattskyklar tekjur hans um 1800
kr. (600 -j- vísit. utan Rvk.), sem er sama
upphæð og barnsmeðlagið á II. verðlags-
svæði. Sé rétt að telja meðlag föðurins tekj-
ur móðurinni til handa, ætti engu síður að
reikna föðurnum til tekna Jiað, sem móðir-
in leggur barriinu af mörkum í Vinnu og
peningum, þar eð framfærsluskyldan er jöfn
60
MELKORKA