Melkorka - 01.10.1950, Síða 12

Melkorka - 01.10.1950, Síða 12
fjárhagslega auðveldara að velja um heimilisstörf og utanheimilisstörf. 2. Peningalegt mat á barnauppeldi og hús- móðurstörfum, sem reiknast heima- vinnandi konu til tekna, en kemur til frádráttar, ef aðrir en konan vinna þau, auka einnig mjög á fjárhagslega mögu- leika um val á heimilisstörfum og öðrum störfum. 3. Jafn yfirráðaréttur og skipting á sameig- inlegum tekjum og eignum lijóna til skatts, ásamt mati á húsmóðurstörfun- um, er stórt spor í áttina til efnahagslegs jafnréttis, að svo miklu leyti sem það er á valdi laganna. Almenningsálitið fylgir í kjölfar réttlátra laga, sé það ekki orðið á undan. 4. Einstæðum mæðrum, sem sæmilegar tekjur liafa, verður ekki lengur beinlínis refsað í framkvæmdum skattalaganna. Takmark kvenna í skattamálum, sem öðr- um efnahagsmálum, á að vera skilyrðislaust fullt jafnrétti við karla að lögum og í fram- kvæmd laganna. Að ákveðin sókn er Jsegar hafin á aljjjóða- vettvangi fyrir réttindum kvenna í skatta- málum, má m. a. sjá af fundargerð síðasta fundar Alþjóðakvenréttindasambandsins (International Alliance of Women) í Am- sterdam 1949. Segir þar í tillögum og kröf- um um efnaliagslegt jafnrétti: „Sambandið krefst réttar giftra kvenna til tekjumats og sérsköttunar.“# Fullt efnaliagslegt jafnrétti á sennilega enn nokkuð langt í land, en því færri króka- leiðir, sem farnar eru, því fyrr er takmark- inu náð. * The Alliance claims the right for married women to separate assessment and taxation of incorne. / x KONUR, eflið ykkar eigið rit, útbreiðið MELKORKU. v_______________________________________/ Spurningar Eftirfarandi spurningar hefur kona úti á landi sent Melkorku. Óskar hún að þær séu birtar með það fyrir augum að lesendur svari þeim að nokkrum hluta eða öllum. Er ritstjórn Melkorku ánægja að verða við þcss- ari beiðni, og vonar að þú, lesandi góður, inigsir um málin og sendir svör, og verða þau svo birt í næsta hcfti. 1. Hver voru viðhorf Jnn til kvenréttinda- mála áður en þú fórst að fá sérstakan áhuga fyrir þeim? 2. Hvers vegna eru ungar stúlkur tregar til Jress að vinna að kvenréttindamálum? Vantar Jrær skilning, eða eru aðrar á- stæður til Jtess? 3. Hvernig verður áhugi ungra stúlkna á réttindamálunum bezt vakinn? 4. Hver er ástæðan til þess, að stjórnmála- menn og 'karlmenn yfirleitt eru skiln- ingslitlir á réttindamál kvenna og vilja lítt leggja konum lið í jafnréttisbaráttu Joeirra? 5. Hvers vegna ertu kvenréttindakona? 6. Hvers vegna heldur þú, að kunningja- konur Jjínar og nágrannatkonur hjafi ekki áhuga á kvenréttindamálum, eða vilji ekki láta áhuga sinn í ljósi með þátttöku í félagsstarfinu? 7. Hvernig viltu láta meta húsmóðurstörf þín og störf húsmæðra yfirleitt? 8. Hvaða konur fá, lífs eða liðnar, mest dugnaðar- og myndarskaparorð? 9. Á livern hátt telur þú, að stjórnarskráin geti tryggt konum fullt jafnrétti í liví- vetna? 10. Telur [fú konur ábyrgðarlausari en karla um stjórnarfarið í landinu? (Gerðu stutta grein fyrir svari þínu.) 11. Hvers vegna eru svo fáar íslenzkar kon- ur í opinberum stöðum? 62 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.