Melkorka - 01.10.1950, Page 19

Melkorka - 01.10.1950, Page 19
Fyrsti íslendingurinn sem tekur próf í fornleifafræði Viðtal við Ólafíu Einarsdóttur í augum uútfnia konunnar hlýtur það að líta út eins og saga altan úr grárri forneskju, að mannúðarkonunni og rithöfundiniun, Ólafítt Jóhannsdóttur, hafi vcrið neitað, einungis á þeim forsendum að hún var kona, að taka I. bekkjar próf í Menntaskóla Reykjavíkur þegar hún laust fyrir aldamótin bjó sig undir að ganga menntabrautina. En eins og kunnugt er var með stofnun Kvenréttinda- félags íslands hafin skipulögð barátta fyrir jafnrétti kvenna i þjóðíélaginu og má meðal annars þakka áhrif- unr þeirrar baráttu að 1911 fengu islenzkar konur sama rétt og karlar til allra skóla í landinu og allra embætta með sömu launum og um leið má geta Jress að árinu áður, 1910, útskrifaðist fyrsti kvenstúdenlinn úr Menntaskólanuin og var það Laufey Valdimarsdóttir. Síðan eru liðin 40 ár, cn á þessum tíma hafa konur meira og minna hópast inn í menntaskólana, tekið stú- dentspróf og með hverju árinu sem líður halda fleiri og fleiri áfram löngu háskólanámi annað hvort hér heima eða erlendis og leggja stund á nýjar og nýjar fræðigreinar. Nýlcga hefur ein af „dætrum" Reykjavíkur, Ólafía Einarsdóttir, 26 ára gömul stúlka lokið prófi í fornlcifa- fræði og er hún ekki einungis fyrsta konan á íslandi, heldur fyrsti íslendingurinn, sem tekur slíkt próf. Og í tilefni þessa viðburðar átti Melkorka stutt viðtal við ungfrú Ólafíu. Hvernig stóð d þvi að þér fóruð út í þetta nám? Þótt ótrúlegt sé þá var ég ekki helcl ég eldri en 9 ára þegar mér var það ijóst að ég vildi vita eitthvað um það, sem verið hafði áður. Tilefnið var það að í barnaskólanum áttum við að læra íslandssögu Jónasar Jóns- sonar og okkur var sett fyrir um fund ís- lands og það var mynd af víkingaskipi sem Iieillaði mig. Það opnaðist nýr lieimur fyrir mér og ég Iiéli áfram að lesa í bókinni minni þegar ég kom heim og þetta var gam- Olafía Einarsdóttir an að læra um. Seinna þegar ég kom í Menntaskólann braut ég oft heilann um það t. d. hvernig stæði á því að þjóð eins og Grikkir komu fram á sjónarsviðið með full- þroska menningu, og smám saman þroskað- ist svo hjá mér sú ákvörðun að leggja stund á fornleifafræði. En eins og við vitum grein- ir fornsagan frá menningartímabilum áður en ritaðar heimildir koma til greina — en eftir það tekur sagnfræðin við og má því segja að fornsagan sé móðir sagnritunarinn- ar. Hvað er þett.a langt nám? Ég lauk því á 3l4 ári og tók prófið frá Lundúnarháskóla, en auk þess lerðaðist ég nokkuð í sambandi við námið, fór til Hol- lands, Frakklands og Svíþjóðar og um tíma var ég við uppgröft á fornminjum í Noregi. Mér féll ágætlega enska háskólalífið og við sjálfa kennsluna var lögð sérstök alúð við að við lærðum að vinna. Prófessorarnir sögðu melkorka 69

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.