Melkorka - 01.10.1950, Blaðsíða 20
að það væri ekki nauðsynlegast að kunna
svo og svo mikið, heldur notfæra sér þá
þekkingu sem maður hefði.
Bíða ekki mörg og mikil viðfangsefni hér
heima?
Jú, auðvitað bíða hér mörg verkefni
framundan, en á íslandi eru til ritaðar
heimildir um land og þjóð frá því landið
byggðist, svo fornleifarannsóknir hér heima
fást aðallega við það að gefa fyllri skýringu
á sagnfræðinni og gefa fyllri hugmynd af
lífi forfeðra okkar.
Eru vinnuskilyrðin ekki ágœt i nýja Þjóð-
minjasafninu?
Við erum ekki búin að koma okkur fvrir
ennþá, og verðum ekki búin að flytja fyrr
en unr mánaðamót sept.-okt., en satt að
segja þegar maður er nýkominn að svona
safni fer tíminn í ýmislegt „stúss“ og vill
verða í fyrstu lítið um vísindalega starfsemi.
Ætlið þér ekki að láta okkur lieyra einhver
erincli i útvarpinu í vetur um þessi efni?
Þótt ég hefði fegin viljað þá gefst mér
áreiðanlega ekki tími til þess. Ég hef hugsað
mér að taka fil. lic. í Svíþjóð, það er stig á
milli magister og doktors gráðu og vinn ég
nú að ritgerð í þeim tilgangi, sem mun taka
mig nokkur ár, því ég lief einnig nokkuð
mikla aukavinnu fyrir utan starf mitt, en
að svona firnrn árum liðnum ætti ég ef til
vill að geta farið að koma ,,opinherlega“
fram, segir Ólafía brosandi.
Nei, þér sleþþið ekki við sþurninguna al-
kunnu i öllum viðtölurn, segi ég, þegar ung-
frúin sýnir á sér fararsnið. Er ekki. gaman
að vera komin heim?
Jú, ætli við hugsum ekki flest eins og
Einar Benediktsson: „Til þess flaut minn
knör, til þess er ég kominn af hafi.“
Þ. V.
Jóhanna Knudsen
Eftir AÖalbjörgu Sigurðardóttur
ísalands óhamingju
verður allt að vopni.
„Hefurðu lieyrt að liún Jóhanna Knud-
sen er dáin?“ var sagt við mig sumarkvöld
eitt, er ég kom heim úr nokkurra daga
skemmtiferð. Fregnin hneit mér við lijarta
með slíkum sársauka, sem persónuleg eftir-
sjá ein liefði ekki getað valdið. Hér var um
annað og meira að ræða, ein liin sannasta og
lieilsteyptasta dóttir íslands horfin, kona,
sem engar fórnir vildi spara, til þess að
verja sæmd fósturjarðarinnar. Horlin, á ör-
lagatímum, þegar engan góðan dreng mátti
missa af verðinum. Ljóðlínurnar frægu, sem
ég hef skrifað fyrir ofan þetta greinarkorn,
sungu mér í eyrum og hafa gert það síðan,
jafnan er ég minnist Jóhönnu Knudsen.
Hér verður ekki rakinn æviferill Jó-
Jóhanna Knudsen
hönnu Knudsen, aðeins minnst þess, sem
fastast hefur grópazt í mína vitund í við-
kynningunni við hana. Ég minnist hennar
70
MELKORKA