Melkorka - 01.10.1950, Side 27

Melkorka - 01.10.1950, Side 27
inn sem dagur væri, þegar flugvél hrapaði brennandi lil jarðar ekki langt frá. Þjóð- verjinn, skuggalegur og þögull, sat yfir lík- inu eins ogliundur við gröf herra síns, flutti það með sér á skipinu frá eynni til megin- landsins, liélt áfram að sitja yfir því, sneri andlitinu í skutinn og baki að því landi er liann sigldi til, landi sem beið hans nteð nýj- ar hættur og erfiðleika og honum reyndist erfitt að hafa augun af Sikiley, þar sem hún lá uppljómuð af sprengjum og brennum, jáfn dularfull í augum hans og sigurinn, sem unninn hafði verið á honum af mönn- um, sem alls ekki litu hermannléga út — að minnsta kosti ekki samkvæmt lians kröfum; en á þessari sjóferð hans hurfu síðustu leif- arnar af viti úr kolli aumingja mannsins. Um það bil sem hann náði landi, var hann gjörsamlega vitskertur. Hann þreif til kass- ans með svarta klæðinu, axlaði hann, gekk síðan tautandi á brott upp hæð eina og til næsta þorps viö ströndina, þar sem hann skilaði líkinu af stúlkunni frá Castelmola um borð í flutningaskip nokkurt, sem átti að fara til Trieste. Flutningaskipið, sem hvorki var vopnað né sigldi undir fána, Iiélt inn Adríahaf, en úti fyrir Bari lenti það í árás, sprakk í loft upp og sökk; en kassinn með líki Sebastíönu flaut að landi og varð til þess að bjarga ósyndum skipsbrotsmanni, sem náði haldi á honum og barst upp að ströndinni. Þessu næst var kassanum komið fyrir á öðru flutn- ingaskipi, án þess nokkur fáni væri breiddur yfir liann í J^etta skiptið, merktnr stöfunum „eldhætta — sprengielni", og skilað Jrannig til Þýzkalands. í maí 1944 var kassinn kominn að fanga- búðum einum í Póllandi. Nii vildi svo til, að staðurinn varð orustuvöllur. Um skeið var hann í höndum stríðsaðilanna á víxl. Úr höndum Þjóðverja lenti hann til Rússa, frá Rússum lil Þjóðverja á ný, unz að lokum, að Rússar unnu staðinn til fulls. í júlílok var kassinn með líki stúlkunnar ennþá í miðri orrahríðinni. Sebastíana hafði í lífi sínu melkorka forðazt liávaða umheimsins og lifað kyrrlát í litla húsinu sínu í Castelmola. En villtur heimurinn, sem einu sinni liafði náð tökum á henni látinni, virtist ekki ætla að sleppa Jreim auðveldlega al’tur; svo virtist sem hann Joreyttist ekki á Jíví að lirekja haha úr ein- um staðnum í annan; Jxið var engu líkara en ætlunin væri að æra haná með öllum þessum liávaða, Jaessum brjáluðu látum stríðsins við Jkui eyru, sem miskunnsamur dauðinn hafði gert sljó fyrir öllu slíku um eilífð. Til lesendanna Nú þegar Melkorka lýkur sínu 6. ári viljum við nota tækifærið og þakka ykkur stuðniiiginn og tryggðina við ritið, allt frá byrjun. Það er enginn leikur á þessum tíniuin dýrtíðar og pappírsskörts að halda úti límariti, áti þess að reyna nokkuð á þolinmæði og velvilja lesend- anna og hvorugt hefur okkur brugðizt. An áhuga kvenna um réttindamál, menningarmál og ýmis sérmál kvenna væru ekki tiltök að koma úl riti eins og Mel- korku og þó að ýmsir karlar sýni þann áhuga fyrir því, að' margri konunni er skömm gerð, teljunr við okkur fyrst og fremst eiga konur að bakhjarli. Margir áskrifendur senda okkur tillögur sínar um efnisval og teskilegar breytingar, sem þcir vilja koma á framfæri. Sumar eru þannig að illt eða ekki er hægt að verða við þeim, bæði vcgna takmarkaðs rúms og vcgna þess að þær eru of kostnaðarsamar í framkvæmd, en allt unr það eru sumar tillögur lesenda teknar nteð ánaigju til greina. Yfirleitt eru slík skrif nauðsynlegur tengiliður milli okkar og lesendanna. og mikil uppörvun fyrir okk- ur. Væntum við því að lesendtir láti frá sér licyra og sendi okkur eða bendi á efni. sem þeir telja að gagn og ánægja sé að. Umfranr allt látið okkur vita hvaða efni ykkur finnst æskilegt að Melkorka taki til meðfcrðar. Höfuð vandamál okkar, eins og allra tímarita, er að koma ritinu á öruggan fjárhagslégan grundvöll, og það vcrður aðeins gert með einu móti: Næ'gilega mörgum föstum áskrifendum. Því heitum við á þig lesandi góður, að þú lítir vel í kringum þig, hvort ckki er í kunningja- hópnum cinn eða jafnvel fleiri, sem vildu gerast áskrif- endur. Þetta þarf ekki að kosta mikla fyrirhöfn, en riði kannski baggamuninn fyrir Melkorku. Þelta hafa líka ýmsir velunnarar ritsins skilið mæta vel og sent okkur lista með áskrifendum, sem safnað hefur verið af áhug- anum einum fyrir velgengni ritsins. Þessum stuðnings- mönnum verður seint fullþakkað. Vonum við svo að geta liafið 7. árið af auknum krafti, með fjölbreyttara riti og aukinni tölu fastra áskrifenda. N. Ó. w

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.