Skutull

Árgangur

Skutull - 13.04.1945, Síða 7

Skutull - 13.04.1945, Síða 7
S K U T U L U 61 Vestfirzkur alþýðufróðleikur. Landnám Skutulsfjarðar. Island var orðið albyggt að kalla. — Þá var það, að maður að nafni Helgi Hrólfsson tók sig upp að frændaráði frá búi sinu í Noregi og hélt til Islands. Móðurætt Helga var af Upplöndum, en faðir hans var Hróll'ur úr Gnúpufelli, sem víða kemur við fornar sögur. Helgi kom skipi sínu í Eyjafjörð og var þar þá albyggt orðið. Ætl- aði Helgi þá að lialda aftur til Noregs, en lenti í sjóhrakningum og lileypti að síðustu skipi sínu inn á Súgandafjörð. Var hann þar um veturinn með fylgdarliði sínu í góðu yfirlæli hjá Hallvarði Súg- anda landnámsmanni. En um vorið fór Helgi að svipast um eftir ónumdu landi, því að vetursetan á Islandi hafði fallið honum vel i geð og breytt þeirri ákvörðun hans með öllu að halda aftur til Noregs. Hélt hann skipi sinu norður á bóg- inn og inn á Isafjarðardjúp. Þá hafði Þuríður Sundafyllir numið land í Bolungavík, en innar með ströndinni fann Helgi óbyggðan fjörð. Er hann tók þar land, fann hann skutil, það er matborð, rekinn í flæðarmáli, og varð sá atburður til þess, að hann gaf firðinum nafn- ið Skutilsfjörður. Má telja nokkurnveginnn víst, að Helgi Hrólfsson hafi reist bæ sinn á Skutulsfjarðareyri. Sonur Helga hét Þorsteinn, og hlaut hann viðurnefnið „Ógæfa“. Lenti hann í inargvíslegum hrakn- ingum bæði hérlendis og erlendis, sökum óeirða og mannvíga. Ekki mun Helgi hafa numið allan fjörðinn, heldur aðeins vesturhelm- ing hans, og iná af því marka, að þegar þetta gerðist voru menn farnir að verða hóflegri í landtök- unni, en á fyrstu áratugum land- námsaldar, enda mjög farið að þrengjast um landrými, er hér var komið sögu. Ekki verður um það vitað með vissu, hvaða ár Helgi Hrólfsson hóf hér byggð, en það mun hafa verið nokkru eftir aldamótin 900 — sennilega nálægt 920. Uin landnúm liinumegin fjarðar- ins segir Landnáma aðeins þetta: „Þórólfur tírækir nam sunnan Skutulsfjöró og Skálavík og bjó þar“. Finnst mér ástæða til þess að staldra nokkuð við þessa frásögu. Það er þá fyrst, að engin vík geng- nr inn úr Skutulsfirði, og í annan stað er nú enginn bær, og hefir ekki verið um margar aldir, við Skutulsfjörð, með nafninu Skálavík. Fljótlegast væri því að afgreiða þessa frásögn Landnámu sem mis- sögn, en með því að Landnáma hefir af öllum fræðimönnum verið talin mjög áreiðanleg heimild, verð- ur hér gengið út frá því, að frá- sögnin sé rétt, og sný ég inér þá að því verkefni að leiða getum að, hvar þessi umgetua Skálavík við Skutulsfjörð hafi verið. Það virðist auðsætt, að landnám Helga Hrólfssónar jnuni hafa náð yfir meginhluta fjarðarins að vest- anverðu. Þeim meginn þarf því tæpast að leita að landnámsjörð Þórólfs Brækis. Arnardalur kemur varla til greina, því að hans er snemma getið með því nafni, sam- anber frásögnina í Fóstbræðrasögu um Þormóð Bessason Kolbrúnar- skáld og Kolbrúnu liina fögru i Arnardal. Er þá varla um annan möguleika að ræða en Engidalinn, sem geng- ur í suðvestur inn af botni fjarðar- ins. Og einmitt þar finnst mér ýniislegt benda til, að Skálavík sú, sem Landnámabók nefnir, inuni hafa verið. Skal nú drepið á það lielzta, sem mér finnst benda í þá átt. Engidalur er grösugasti dalurinn við Skutulsfjörð. Þar er þvi eðli- legast að ætla, að landnámsmaður- inn hafi kjörið sér land. Sá liluti Skutulsfjarðar, sem einna lielzt mætti kalla vík, er sú álman af fjarðarbotninuin, sem skerst inn á milli Hauganess og Skipeyrar. Hefir þessi vík að sjálf- sögðu verið dýpri og gengið lengra inn í landið l'yrir 1000 árum, því að framburður úr Engidalsá hefir myndað þarna miklar leirur langt út í fjarðarbotninn. Svo er annað. — Við livaða skip er nafnið Skipeyri tengt? Er það ekki einmitt skip landnámsmanns- ins, sem leitað hefir öruggrar liafn- ar innan eyrarinnar. — Ekki er það óhugsandi eða ósennilegt. Þá kem ég að því, sem mér finnst skera úr um niðurstöðuna í leitinni að landnámsjörðinni Skála- vík við Skutulsfjörð. Sú jörðin, sem tvímælalaust hef- ir bezta landkosti við þennan hluta fjarðarins, er Kirkjuból. Það stend- ur skammt frá sjó, rétt við fjarðar- liornið. Einmitt þar er sennilegast, að Þórólfur Brækir hafi kosið sér land og reist skála sinn til bráða- birgða, unz tóm gæfist til bygg- ingar varanlegra bæjarhúsa. Sennilegt er, að bæjarlieitið Skálavík sé dregið af karlkynsorð- inu „skáti“, og táknar þá víkina, þar sem landnámsmaðurinn reisti sltála sinn til fyrstu vetursetunnar á lslandi. önnur skýring væri þó hugsanleg á nafninu Skálavík, og er hún sú, að liér væri um að ræða eignarfall fleirlölu af kvenkynsorðinu „skál“. Ætli þá bæjarnafnið Skálavík að þýða víkina við „skálarnar". Væri þessi skýring á bæjarnafninu Skála- vík rétt, gæti það einnig bent til þess, að sú Skálavík, sem Land- námabók getur uin sem landnáms- jörð Þórólfs Brækis, sé einmitt Kirkjuból. Svo hagar nefnilega landslagi austan Skutulsfjarðar, að inn í fjall- ið skerast fjórar livilftar eða „skál- ar“. Heita þær Naustahvilft, lvirkju- bólshvilft, Rauðkollslivilít og Fossa- livilft. Þessar livilftar setja lang- samlega sérkennilegasta svipinn ó landslagið á þessum slóðum. Má og ó það benda, að dalur einn í Aðalvík, sem mjög minnir að löfeun á þessar hvilftar, lieitir einmitt Skáladalur. Og í Islandslýsingu sinni hinni miklu kallar Þorvaldur Thóroddsen Naustahvilft einmitt sérkennilega „skál“, sem gangi inn í fjallið móti Isafjarðarkaupstað. Sé svo að síðustu hugleitt, hvort nokkurt þeirra bæjarnafna, sem nú eru við Skutulsfjörð muni vera frá síðari tímum, eða hljóti jafnvel að vera það, þá hlýtur hugurinn að- eins að staðnæmast við eitl þeirra: Kirkjuból. Auðsætt er, að slíkt bæjarnafn er ekki fró landnámstíð, ekki arfur heiðinna forfeðra. Það getur ekki hafa verið gefið þessum bæ, fyrr en eftir kristnitöku, eða með öðrum orðum, í fyrsta lagi á elleftu öld. En það finnst mér óhugsandi með öllu, að Kirkjuból hafi byggst, síð- ar en aðrir bæir við Skutulsfjörð. Móti því inæla landkostir þessarar jarðar. En hvað liét þá þessi jörð í heiðn- um sið? — Því liygg ég, að Land- námabók svari til fulls. — Hún hefir óefað lieitið Skálavík. J\ ---------------0-------- Handan um höf. Framh. af bls. 57. is og hinsvegar liafa auðvaldslierr- ar borgaranna með meira og minna aíþjóðlegt fjármagn í hönúum, off oft leppar þess, lialdið verkalýðn- um í bæjum og borgum í skeíjum með hervaldi og fasisma. Frá sjón- armiði þeirra, sem af nokkurri ein- lægni aðliyllast jafnaðarstefnu og lýðræði ætti þvi ekki að vera ó- stæða lil að harma það, þótt auð- valdinu í þess andstyggilegustu mynd, eins og það er í þessum löndum, verði steypt af stóli, jafn- vel þótt það sé gert í skjóli liinna rússnesku herja, sem hafa með óskaplegum fórnum hrifið þessi lönd undan oki þýzku nazistanna. Enginn skildi lieidur furða sig á því, þótt alþýða þessara landa líti til Rússa sem vina sinna og vernd- ara og hafi nokkra tilhneigingu til að taka sér aðferðir rússnesku bylt- ingarinnar til fyrirmyndar. Sósi- alistiskar byltingar í Suður- og Austur-Evrópu, frá Pyrenneaskaga til Svartahafs og Svartah. til Eystra- salts ættu ekki aðeins að vera æski- legar frá sjónarmiði hvers einasta jafnaðarmanns, þær eru söguleg nauðsyn, og ættu því að vera æski- ar frá sjónarmiði hvers einasta Evrópumanns. Það má vera, að fleiri en 25 íhaldsþingmenn í brezka þinginu hafi ástæðu til að liafa samúð með pólskum og júgo- slafneskum útlagastjórnum og því þjóðfélagskerfi, sem þær eru full- trúar fyrir, en íslenzkir alþýðu- flokksmenn og blöð þeirra, (sem ekki eiga jarðarparta eða hlutabréf á Balkanskaga svo kunnugt sé) liafa enga ástæðu til þess. Stríöiö var liáö gegn fasismanum. — Nýsköpun. — Nýskipun. — Það er engin óstæða til að gleyma því, heldur þvert á móti áríðandi að muna það, jafnvel liér úti á Islandi, að livað sem segja iná frá fræðilegu sjónarmiði um eðli og tilgang þeirrar lieims- styrjaldar, sem nú hefir verið háð í nær sex ár, þá hefir alþýðan í löndum Bandamanna og herteknu löndunum tekið á sig þær byrðar og þolað þær fórnir, sem lienni liafa verið samfara, eingöngu vegna þess, að því hefir verið haldið að lienni, að þessi styrjöld sé ekki aðeins liáð til þess að uppræta fasisma og ofbeldi á meginlandi Evrópu, heldur hefir því einnig verið heitið liátíðlega af æðstu valdhöfum Bandamanna og öllum málpípum þeirra, að með henni skuli endir bundinn á allt ófrelsi og skort, þ. e. það skipulag eða skipulagsleysi, sem framleiða ó- frelsi og skort þjóðunum til lianda, en rökrétt afleiðing af því „skipu- lagi“, þegar jiað nær liámarki sínu, og fulltrúar þess örvænta um fram- tíð þess, er fasisminn. M. ö. o.: þjóöunum hefir veriö heiliö nýju skipulagi, ekki aðeins ,,ný'Sköpun“, uppbyggingu jiess, sem stríðið hefir rifið niður, heldur einnig nýskip- un, nýju þjóðfélagsskipulagi, sem tryggir alþýðu landanna, að „fas- ismi“, þ. e. ofbeldisstjórn auðvalds- sinnaðrar yfirstéttar, geti aldrei náð yfirráðum í löndum þeirra. Nú þegar endalok stríðsins í Evrópu nálgast, hvort sem það stendur nokkrar vikur eða, eins og líklegra er, nokkra mánuði enn, reynir á það, live minnug alþýðan í öllum löndum er á þessi gefnu loforð. Hér úti á lslandi er full ástæða til að fylgjast vel með því, hvernig alþýðu annarra landa tekst að innheimta þær bætur, sem lienni var heitið, fyrir „blóð og tár“ miljónanna í sex löng stríðsár. Engin „nýsköpun“, ný liús, ný skip, nýjar flugvélar, ný tækni, hversu glæsilegt sem allt það kann að verða, eru fullnægjandi bætur fyrir öll þau líf, sem hafá verið afmáð og allar þær kvalir, sem hafa verið þolaðar, nema því aðeins að sú nýsköpun fari fram á nýjum þjóöfélagslegum grundvelli, að meö svonefndri „nýsköpun“ fylgi ný- skipun. Pólitísk átök næstu óra, hvar- vetna í heiminum, verða um það, live víðtæk og róttæk sú nýskipun verður. 1 þeim löndum, sem búið hafa við viðunandi málfrelsi og ritfrelsi á stríðsárunum, hefir nú þegar verið unnið allmikið að því, að undirbúa og undirbyggja kröfur alþýðunnar um þá nýsköpun. Flest af því hefir farið fram hjá íslenzk- um blöðum, þeim sem helzt mætli ætla að teldu það hlutverk sitt að fylgjast með slíku. „Skutull“ mun framvegis, eftir því sem hans litla rúm og geta leyfir, reyna að gefa lesendum sínum nokkra hugmynd um ótökin um þessi mál með öðr- um þjóðum. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Föstudag kl. 9 Blessuð fjölskyldan. („The Mad Martindales“) Amerísk kvikmynd frá 20th Century Fox Pictures Aðalhlutverk: - Jane Withers Marjorie Weaver Alan Mowbrau. Laugardag og Sunnudag kl. 9 SÖLARLAG. (Sundown) Spennandi og dularfull mynd frá Austur-Afríku. 1 aðalhlutverkunum: Gene Tierney Bruce Cabot . George Sanders. Sunnudag ld. 5, Þjóðhátíð með NBLSON EDDY í aðalhlutverkinu. Próf í Gagnfræðaskólanum. Föstudaginn fyrstan 1 sumri, þann 20. apríl hefjast vorprófin í Gagnfræðaskóla ísafjarðar og verður lokið annan eða þriðja maí. — Skólaslit fara sennilega fram 5. maí. Skólastjóri.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.