Skutull

Årgang

Skutull - 16.09.1946, Side 3

Skutull - 16.09.1946, Side 3
 SKUTULL 3 VERKALÝÐSMÁL. f Kosningar til Alþýthisambands- þings. Fyrir nokkru eru byrjaðar í verkalýðsfélögunum kosningar á fulltrúum til alþýðusambandsþings- ins, sem lialda á í nóvembermánuði næstkomandi, Fulltrúakosningum á að vera lokið fyrir 8. október. Kommúnistar hafa þegar allmik- inn auglýsingabrag á kosningunum og stefna bersýnilega að því með öllum ráðum að halda alræði sínu yfir Alþýðusambandi Islands. Við þessu væri heldur ekkert að segja, ef kommúnisminn ætti meirihlutafylgi að fagna meSal hins félagsbundna verkalýSs. E N S V O E Ii EKKI. Þetta vita kommún- istar líka vel sjálfih. Þess vegna ó- nýttu þeir á seinasta alþýðusam- bandsþingi kosningu margra full- trúa, sem vitað var að voru al- ])ýðuflokksmenn. Að átyllu voru hafðir ýmislegir smávægilegir formgallar á framkvæmd kosning- anna. — Ellefu stúlkur, sem heima áttu samkvæmt lögum og sam- þykktum sambandsins, í einu þeirra félaga, sem fyrir voru í sambandinu — voru veitt félags- og fulltrúaréttindi í byrjun þings- ins, af því að þær lögðu til komm- únistafulltrúa o. s. frv. Þá vitum við það vel, Vestfirð- iugar, að kommúnistar fengu undir ísmeygilegum einingar- og sam- starfsslagorðuin kjörna fulltrúa í Sjóinannafélagi Isfirðinga, Vél- stjórafélagi Isafjarðar, í Bolungavík og á Patreksfirði, þótt allir viti, að í þessum félöguin eigi þeir sársT- lítið fylgi. Með þessu móti tókst kommún- istum að merja meirihluta á Al- þýðusainbandsþinginu, með aðeins fjögurra atlcvæða mun. Þó nutu þeir í það sinn öflugs stuðnings í- lialdsmanna við fulltrúakjör og á þinginu. Þetta sýnir a. m. k. okkur Vest- firðiugum vel, að kommúnistar áttu ekki að réttu meirihluta á seinasta Alþýdusambandsþingi. Héfian að vestan áttu þeir t. d. engan full- trúa að fá. Og þcir eiga nú livergi að fá full- trúa á AlþýSusambandsþingiS i haust, nema þar sem þeir eiga meirihluta að baki sér í félögunum. En hvar er það hér á Vestfjörðum? Það rétta er, að fulltrúarnir á Alþýðusambandsþinginu séu flokks- lega séð sem og að öðru leyti í samræmi ^ið meirililuta síns fé- lags. — Þá fyrst er það tryggt, að Alþýðusambandi Islands verði ekki misbeitt á pólitíska sviðinu, öndvert og öfugt við meirihluta- vilja hins félagsbundna verkalýðs. Og þetta verður að tryggja. Hinn rétti meirihlutavilji verður að koma fram með almennri fundarsókn í félögunum, þegar fulltrúakjör fer fram. Koinmúnistisk yfirráð yfir Al- þýðusambandinu í tvö ár, er dýrt spaug, sem ekki styðst við nokkurn lýðræðislegan rétt. ■ s Svo segja TlMINN birti 6. þ. m. forustu- grein um hinn myndarlega aðal- fund stéttarsambands bænda á Hvanneyri, og lieitir greinin: Einhuga stétt. „Aðalfundi stéttarsambands bænda er lokið. Þar voru fulllrú- ar bænda úr öllmn héruðum lands- ins saman komnir, - - menn með mismunandi skoðanir og viðliorf, ungir menn og gamlir, sem búa við liin ólíkustu skilyrði íslenzks land- Við Vestfirðingar eigum heldur ekki koinmúnistunum, sem stjórna Alþýðusambandi Islands, neitt gott upp að inna. Þeir liafa beitt Sjó- mannafélag Isafjarðar ranglæti. -—■ Þeir hafa gert tilraunir til að skatt- leggja félögin á Vestfjörðum um- fram það, sem lög Alþýðusam- bands Islands mæla fyrir um, og þeir hafa meinað Alþýðusambandi Vestfjarða að gefa út sitt eigið blað. Ástæðan var sú ein, að þetta blað túlkaði þá pólitísku stefnu, jafnað- arstefnuna, stefnu Alþýðuflolcksins, sem mikill meirililuti verkafólks á Vestfjörðum aðhyllist. Á sama tíma leyfa hinir komm- únistisku forsprakkar Alþýðusam- bands Islands sér að gefa út komm- únistiskt áróðurstímarit fyrir of 'fjár, gegn meirihlutavilja meölima sambandsins. Svona „réttlæti“ eigum við erf- itt með að sætta okkur við. Svona lýðræðishættir eiga ekki við ís- lenzkt alþýðufólk. Þeir eiga miklu heldur skylt við kúgun og einræð- ishneigð. Verkalýðsstéttin þarf að standa saman. Tímarnir framundan eru þannig, að þess hefir aldrei verið meiri þörf. En bezt verður aðstaðan á Alþýðusambandsþinginu til ein- íngar, ef hver pólitískur flokkur innan samtakanna hefir sem rétt- ast fylgi á þinginu við fylgi sitt í samtakalieildinni og ekkert um- fram það. Að síðustu vil ég minna á það, að kominúnistar liafa rekið Verka- kvennafélagið Framsókn úr Alþýðu- sambaudi Islands. Þetta er algert ranglætismál og réttlaust ofbeldi. Það kemur til kasta þessa Alþýðu- sambandsþings að koma í veg fyrir þennan brottrekstur, eða staðfesla hann. Þetta hafa kommúnistar gert til að útrýma nokkrum alþýðuflokks- fulltrúum af þinginu. En þannig fara hei&arlegir menn ekki aö því aö skapa sér mcirihlutaaöstööu. Ef kommúnistar fá meirihluta á Alþýðusambandsþingi, verður brottrekstur Verkamannafélagsins Framsókn vafalaust staðfestur, þótt hanu styðjist hvorki við lög eða rétt. Þessu verður að afstýra. Allir réttsýnir verkalýðsmenn og þá sér- staklega kvenfólkið í verkalýðsfé- lögunum verður að gera sitt til þess, að þessu ofbeldisverki komm- únista verði afstýrt. Kommúnistar mega að þessu sinni hvergi fá fulltrúa kosna í verkalýðsfélögunum, neiiaa þar sem þeir hafa meirihluta. Verum árvökur, áhugasöm og vakandi. Sækjum vel fundi verka- lýðsfélaganna, og alveg sérstaklega þegar hinar örlagaríku fulltrúa- kosningar fara fram. Og gætum þess, að kosningunni sé í einu og öllu hagað eftir fyrirmælum al- þýðusambandslaga, svo að engir fulltrúar verði sviptir rétti sínum þess vegna. hin blöðin. ■ búnaðar. ' Ýmsir gerðu sér vonir um það, að fundur bændanna yrði rifrild- issamkoma, þar sein menn körpuðu um ýms atriði, siná og stór, og skildu ósáttir. Það eru svo margir, sem telja sig liafa hag af því, að bændastéttin sé sundruð. Stofnfundur Stéttarsambandsins á Laugarvatni i fyrra gaf óvinum bændanna nokkrar vonir í þessum efnum. Þar var ágreiningur um Timbur er nú komið bæði til Kaupfélags Isfirðinga og Ragnars Bárðarsonar. Er næsta bagalegt, að byggingarvörur skuli ár eftir ár vera liér ófáanlegar á vorin er menn vilja hefjast handa um bygg- ingar. Mundi margur fagna því, ef unnt væri að fá á því lagfæringu, og fá timburbirgðir ársins undir sumar en ekki vetur. Á vegum mæörastyrksnefndar fóru 28 konur í skemmtiför vestur að Núpi' í Dýrafirði fyrra sunnud. Konur úr kvenfélögunum í bænum stóðu fyrir förinni. Á Núpi höfðu konurnar alllanga viðdvöl, og skoðuðu þar skólann og staðarprýðina „Skrúð“. Þar lilýddu þær einnig messu hjá séra Eiríki J. Eiríkssyni. Á heimleið var komið við að Mýrum og síðan að Holti, fæðingarstað Brynjólfs bisk- ups Sveinssonar. Þar skoðuðu þær kirkjuna og kirkjugarðinn, en síð- an var haldið til Flat^yrar. Þar stóðu nokkrar konur úr Kvenfélag- inu fyrir móttöku. Var konunum sýnd liin snotra Flateyrarkirkja. Heim komu konurnar um kl. 11 um kvöldið. Veður var ágætt og skemmtu konufuar sér prýðilega. Fundur um tryggingamál. Þann 11. þ. m. mættu hér í bænum til fundar allar hreppsnefndir i Norð- ur-lsafjarðarsýslu. Verkefnið var, samkvæmt ákvæðum laganna um almannatryggingar, að kjósa fimm manna trygginganefnd. Fór nefnd- arkosningin fram á fundinum, og hlutu kosningu: Páll Pálsson bóndi, Þúfum, Ingi- mar Bjarnason oddviti, Hnífsdal, Kristján Ólafsson bóndi, Geirastöð- um, Hallgrímur Jónsson bóndi, Dynjanda og séra Óli Ketilsson, Hvítanesi. Nefndin kaus Pál Pálsson sem formann sinn. Áki Jakobsson ráöherra hefir verið staddur hér í bænura nokkra undanfarna daga. Um erindi hans er blaðinu ókunniigt. formsatriði, enda ekki til sparað af sumum, sem utan við stóðu, að ala á allri misklíð og reyna að vekja tortryggni. En fundurinn á Hvanneyri nú var mótaður af einhug sameinaðrar stéttar. Þar voru menn, scm fundu til þess, að þeir urðu fyrst og fremst að standa saman um málefni landbúnaðarins. Þeim var það ljóst, að samheldni og styrkur bænda- stéttarinnar var aðalatriðið . . . En þetta er þó ekki sérmál bænd- anna, sem ekki komi öðrum við. Allir þeir, sem unna islenzlíum Jandbúnaði og jafnvægi í þjóðlíf- ■ inu, liljóta að taka einingu bænd- anna mefe fögnuði, því að það er bændastéttin ein, sem hefir að- stöðu til þess að verja hlut sinn og rétt. Því munu • allir þeir, sem hafa samúð með íslenzkum land- búnaði og telja liann þjóðarnauð- syn, fagna einingu bændanna. Hvanneyrarfundur Stéttarsam- bands bænda sýnir skilning bænd- anna á aðalatriðunum, félagsþroska þeirra og einliug á þann hátt, að það gleður alla hófsama og góð- gjarna menn, sem unna jafnvægi og heilbrigðum alliliða vexti í þjóð- lífinu“. Knattspyrnufélagiö Vestri átti 20 ára afmæli þann 20. ágúst síðast- liðinn. Eldur kom upp i botnvörpungn- um Þór frá Flateyri, er hann lá á Reykjavíkurhöfn í fyrri viku. Tókst fljótlega að slökkva eldinn, en samt urðu nokkrar skemmdir á skipinu af völdum elds og vatns. Þrír menn brenndust nokkuð við slökkvi- starfið, en enginn þó alvarlega. Knattspyrnumót Vestfjarða i fyrsta flokki var háð hér á lsafirði 1. þessa mánaðar. Hörður og Vestri kepptu. Varð Hörður sigurvegari með tveimur mörkum gegn engu. Vestfjaröamót í frjálsum íþrótt- um var háð á Isafirði dagana 7. og 8. september. Keppendur voru 22 frá þremur félögum: Herði, Vestra og Ungmennasambandi Vestur- Barðastrandarsýslu. Á móti þessu setti Guðmundur J. Sigurðsson vestfjarðamet í 400 m. hlaupi á 54,9 sek. Einnig settu þeir Guðmundur Hermannsson og Mágn- ús Guðjónsson ný vestfjarðamet í kúluvarpi og þrístökki, og er þess getið á öðrum stað^ í blaðinu. Hörður varð sigurvegari mótsins með 90 stigum, Vestri fékk 41 stig, Ungmennasamband Vestur-Barða- strandarsýslu 15 stig. Flugbrautin í Suðurlanga er nú fullgerð. Komu flugmálastjóri og flugmálaráðherra hingað fyrir nokkrum dögum og litu á verkið. Nokkur bót er að því að fá flug- brautina, en mikils er þó vant, meðan ekki er byrjað á flugskýlinu sjálfu. Verður að vænta þess, að ekki verði mikill dráttur á bygg- ingu þess. Þá er það og sýnt, að bíl þurfa flugfélögin að hafa liér eins og í Reykjavík til farþegaflutnings, ef ekki eiga að verða verulegar tafir af því, að fólk verði að ganga alla leið ofan í Suðurtanga. Mulningsvél bæjarins hefir verið sett niður uppi á Seljalandsmúla. Reknetáveiöi. Dágóður síldar- afli hefir nú verið að undanförnu á Húnaflóa í reknet. Eru Hugins- bátarnir allir, svo og Richard og Grótta og tveir af bátum Samvinnu- félagsins farnir á reknetaveiðar og leggja upp afla sinn á Hólmavík. Skólimefndin hefir nú mælt með þvi, að þessir menn verði, auk þess sem áður hafði verið ákveðið, sett- ir kennarar við Gagnfræðaskólann til eins árs: Ólafur Björnsson, Albert Sigurðsson, Ólafur Guðmundsson, Guðinundur Árnason, Steinþór Kristjánsson. Samkvæmt lögum ber skólanefnd að mæla með tveimur í hverja stöðu, og hefir það verið gert. Kaupgjaldssamningum Verka- lýðsfélagsins Baldur var sagt upp um seinustu mánaðamót með eins mánaðar fyrirvara. Nokkur skip lialda ennþá áfram síldveiðum með herpinót. Hafa þau fengið nokkurn afla á Skagafirði seinustu dagana.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.