Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 3

Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 3
GLEÐILEG JÓL! Móðir oss er María þessi, mektar-blóm og full af sóma, glæsileg sem roðnust rósa runnin upp við lifandi brunna, rót ilmandi lítillætis, logandi öll með skírleiksanda, guði u.nnandi og góðum mönnum, guði líkjandi í dyggðum slíkum. Sonur Maríu, sonur inn dýri, sonr mennilegr guðs og hennar, kenn þú mér að forðast fjandann fjölkunnungan, en þér að unna. Sé þér dýrð með sannri prýði, sunginn heiðr af öllum tungum eilíflega með sigri og sælu, sæmd og vald þitt minnkast aldrei. Yfirmeistarinn allra lista, Jesú góðr, er lífgar þjóðir, kenn þú mér að stilla og stýra, stefleg orð megi tungan efla. Ævinlega með lyktum lófum lof ræðandi á kné sín bæði skepnan öll er skyld að fallaf skapari minn, fyrir ásján þinni. Máría, ert þú móðir skærust. Máría, lifir þú sæmd í hárri, Máría, ert þú af miskunn kærust, Máría, léttu synda fári, Máría, lít þú mein þau er váru, Máría, lít þú klökk á tárin, Máría, græð þú mein in stóru, Máría, dreif þú smyrsl í sárin. Eysteinn munkur Ásgrímsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.