Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 4
4
S K U T U L L
Öskar Aðalsteinn:
SÖGUKAFLI
Lýður Hjartarson sat á koll við
eldhúsborðið, hvíldi aðra höndina
á borðröndinni en studdi hinni á
hné sér. Hann var nokkuð fínlegur
og Ijós á hörund, en skarpleitur og
hárið myrkbrúnt. 1 þessu varð hon-
um litið til stofuhurðarinnar sem
þokuðust hægt frá stöfum.
— Nú, sagði hann og brosti við.
Leikný, Nýja systir, stóð í dyr-
unum. Hún var sautján ára, fag-
urlimuð og kvikleg í hreyfingum.
Nú leit hún með spurnarsvip til
móður sinnar, sem sat þarna við
borðið hjá Lýð og prjónaði sokk.
Og Leikný sagði, var fljótmælt,
var ævinlega fljótmælt:
— Mamma mín, segir Lýður
bróðir það alveg satt, að hann
ætli að fara á burt í fyrramálið,
aleinn yfir fjöll, — bara eitthvað
út í bláinn?
Móðirin, Hildur, hún leit upp frá
prjónunum sínum með brosi í aug-
um. Hún var hálffimmtug, dökk-
hærð, en hárið var tekið að lýsast
yfir enninu, og það voru margar
smáar hrukkur á andlitinu. Þess-
ar hrukkur leyndu á sér. Hildur
var bjartleit kona og djarfleg yfir-
litum, og hún var hávaxin og þrek-
leg.
— Einn yfir fjöll, sagði hún og
hló glaðlega. — Nú hefur þér tek-
ist upp, drengur minn.
— Hann gerði mig dauðskelk-
aða, sagði Leikný, allt að því
hvíslaði þessum orðum. — Hann
læddist að mér, þar sem ég sat í
mesta sakleysi inn við borð og var
að greiða mér, og svo sagði hann
eitthvað svo undarlega myrkur á
svipinn. Ég fer á morgunn. Ég
ætla að ganga yfir mörg fjöll og
dali.
— Þú lærjr víst aldrei að þekkja
hann bróður þinn, sagði Hildur.
Þá sagði lýður og gerði sér upp
alvörutón:
— Þetta er rétt; yfir fjöll og
marga dali.
— Þú stríðir mér ekki vitund
með þessu, Lýður bróðir, þegar
mamma mín heyrir til. Þú hefur
alltaf haft gaman af að skrökva
að mér ýmis konar vitleysum, en
ég trúi þér ekki nema stundum,
sem betur fer. Og hvað ættyrðu
svo sem að gera á burt.
— Álfur kálfur, sagði Hildur og
lagði prjónana í kjöltu sér. —
Hann bróðir þinn ætlar að bregða
sér vestur á Þarafjörð, það er nú
allt og sumt. Hann fer þetta í von
um að fá eitthvað að gera fyrir
vestan. Að vísu á hann ekki til
neinna skyldra að telja á Þara-
firði. En ungir menn láta sér ekki
slíkt fyrir brjósti brenna.
Leikný kinkaði kolli og horfði
með hlýju brosi á bróður sinn, en
allt í einu varð hún forvitnisleg á
svipinn og sagði:
— Til Þarafjarðar, þangað hef
ég aldrei komið. Svo þú ætlar til
Þarafjarðar.
— Já, Nýja. Þetta er stærðar
kaupstaður, manneskja. Hugsaðu
þér, — þar eru um tvöþúsund
manns, tíu verzlanir eða jafnvel
fleiri og aragrúi af verulegum hús-
um, líka bryggjur og bólverk. Og
á Þarafirði ganga strákarnir í stór-
hópum á eftir ungu stúlkunum,
þegar veðrið er yndislegt eins og í
dag. Þú værir löngu gift og búinn
að eiga mörg börn ef. þú ættir þar
heima... Lýður bandaði hendinni
til systur sinnar. — Nei, vertu
ekki að grípa fram í fyrir mér. Ég
veit vel hvað þú ætlar að segja.
Já, hvað ég ætli að gera og á
hverju ég ætli að lifa. Nú, til að
byrja með á ég hvorki meira né
minna en heila krónu í reiðu fé, og
það eru ekki svo litlir fjármunir
nú til dags. Og hver veit nema ég
gerist sveitamaður þegar ég er bú-
inn að eyða krónunni minni.
Leikný hljó hjartanlega, svo
sagði hún.
— Þú að vinna í sveit, þú sem
aldrei hefur séð orf. Þú yrðir blátt
áfram hlægilegur. Ég hef þó verið
í sveit í tvö sumur og veit hvernig
allt er.
— Gáðu að þér, sagði Lýður
kankvíslega.
— Hvað svo sem ... ?
— Um tíma var ég kokkur á Bryn-
dísi, útilegubátnum að norðan, sem
lá hér af sér suðvestan storm
snemma í fyrravor. Brasmeistar-
inn norðlendinganna lá þungt hald
inn í lungnakvefi. Og svo tók ég
við matseldinni meðan hann var
frá verki. Ég veit, að þú mannst
eftir þessu. Þú sagðir, að ég mundi
ekki geta búið til ætan mat. Þetta
fór á annan veg. Körlunum þótti
hátíð að borða hjá mér. En nú
kemur dálítið sem þú hefur ekki
hugmynd um. Einu sinni, í mikl-
um sjógangi, heltist úr sjóðandi
katlinum yfir berar hendur mínar
og handleggi. Hvað gat ég gert til
þess að verða ekki frá verki sök-
um brunasára? Ég skal segja þér
það. Auðvitað fór ég beint í lýsis-
tunnuna, og stakk höndum og
handleggjum ofan í grútinn. Þetta
dugði. Gott að kunna ráð við öllu,
systir. Og vertu viss, ég verð ekki
lengi að læra að slá og finna hald-
gott ráð við slátturígnum.
Nú átti Leikný ekkert orð.
— Kannski verð ég líka búðar-
þjónn, sagði Lýður eins og ekkert
væri sjálfsagðara.
— Hver heldurðu að taki nú
mark á svona, sagði Leikný alveg
himinfallin.
— Hann er að þessu að gamni
sínu, sagði Hildur.
— Ég veit það ekki. Það er svo
margt skrítið við hann Lýð bróðir,
skemmtilega skrítið. Og hann er
alltaf að verða skrítnari og skrítn-
ari. .
Lýður setti á sig alvarlegan svip
og sagði.'
— Áðan sagðistu ætla að trúa
mér fyrir dálitlu af því ég ætlaði
að heiman. Ég held ég viti hvað
það er.
— Óttaleg vitleysa, sagði Leikný
dálítið viðkvæmnislega. — Það er
ekki neitt, neitt. Guð minn góður,
eins og það sé nokkuð sérstakt,
leyndarmál eða svoleiðis.
— Vertu ekki svona dauðans
vandræðaleg, barn, sagði Hildur.
— Ég er ekki vitund vandræða-
leg. En þið látið bæði eins og þið
vitið eitthvað upp á mig, eitthvað
sem má.... æi, ég veit ekki hvern-
ig-
Til þessa hefur Óskar Aðalsteinn sent frá sér sex bækur. Síð-
asta bók höfundar kom út nú í þessum mánuði. Bókin heitir
Gísla saga Brimness. Þetta eru endurminningar Gísla Gíslasonar
á Héðinshöfða.
Sögukaflinn, sem hér er birtur, er úr fyrsta kafla nýrrar
skáldsögu, sem höf. hefur unnið að upp á síðkastið. Hér er um
nýja verkalýðsskáldsögu að ræða, og má segja að höfundur taki
hér upp þráðinn frá Grjót og gróðri. Sögu þessari er ætlað að
lýsa viðbrögðum fólksins á mölinni gegn vágestinum mikla —
atvinnuleysinu.
— Já, bara eitthvað sem má, sagði
Lýður.
Unga stúlkan var öll orðin önn-
ur en fyrir augnabliki. Hún brosti
ekki lengur. Það var kominn mun-
uðþrunginn. alvörublær á mjúk-
formað andlit hennar, sem var
barnslega fagurt undir dökku
lokkuðu hárinu.
—• Ég hef ekki sagt eitt orð,
hvíslaði hún. — Og ég sem hélt að
enginn vissi neitt.
— Þú lætur bara svona ólíkinda-
lega. Það er vaninn, sagði Ilildur
og bros færðist yfir andlit hennar.
— Þið, þú og hann Árni formað-
ur, næstum daglega gangið þið
saman ykkur til skemmtunar. Og
svo á enginn að vita neitt. En þetta
er nú nokkuð sem allir mega vita.
— Afskaplega ertu hreinskilin,
mamma mín. Mikið vildi ég að ég
væri svona hreinskilin... Leikný
greip andann á lofti. En allt í
einu sagði hún stillilega. — Stund-
um vil ég ekki vera með honum
nema agnarstund. Það var svoleiö-
is í fyrrakvöld. Ég hljóp heim eins
og píla. Samt var allt svo skemmti-
legt.
•— Og þegar þú varst orðin ein,
sagði Lýður án þess að bregða
svip, — þá hugsaðir þú. Af hverju
gengum við ekki lengur saman og
töluðumst við? Hvað mundi hann
hafa sagt við mig, og ég við hann,
ef ég hefði ekki verið sá kjáni að
hlaupast á burt... ?
— Ófétið þitt, hrópaði unga
stúlkan ölvuð af hamingjutilfinn-
ingu. Svo sagði hún með undrunar-
brosi á vör. — Kannski er ég næst-
um því trúlofuð, og kannski lang-
ar mig til þess að berja þig, Lýður.
— Börnin góð, sagði Hildur.
Systkinin litu bæði í þögn til
móður sinnar, sem stóð á fætur,
lagði prjónana frá sér á eldhús-
borðið og horfði út um gluggann.
Þaðan sást út á fjörðinn og allt
til hafs. Það var miður júlí og
komið kvöld. Og kvöldið var bjart
og kyrrt.
— Mér finnst fátt skemmtilegra
en að hlusta á ykkur hjala saman,
og fátt fegurra en miðsumarkvöld-
in, þegar ekki blakti hár á höfði og
sólskinið fylgir manni inn í svefn-
inn. En gleðihjal og bjartsýni get-
ur á stundum virzt okkur hjóm
og tál, og hin fegurstu sumar-
kvöld orðið okkur erfið og dimm.
.. .Hildur hafði talað af hljóði. Nú
leit hún á systkinin, og rödd henn-
ar varð dýpri og hljómmeiri þeg-
ar hún sagði. — Annað ykkar er
nú að fara að heiman. En við skul-