Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 12

Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 12
12 S K U T U L L Sig'urður Guðjónsson: VERKAMAÐUR. Allt skal frjálst, allt skal jafnt, réttan skerf sinn og skammt á hvert skaparans barn, allt frá vöggu að gröf. Þetta boðorð knýr fram, knýr menn brautina fram undir blikandi merkjum um lönd og um höf. Enginn stöðvar þá göngu, þótt leiðin sé löng, fólkið leysir með hörku, ef auðmjúkt það batt; — viti þrældómsins vin, eyðist kyn, fæðist kyn og hann krýpur þó loks því, sem rétt er og satt. Yfir álfur og lönd tengir bróðernið bönd, yfir brimið og ísinn nær kærleikans hönd; einnig hér undir eyðingu, áþján og neyð blunda áranna kröfur við heiði og strönd. Nú er dagur við ský, heyr hinn dynjandi gný, nú þarf dáðrakka menn, — ekki blundandi þý, það þarf vakandi önd, það þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og byggja á ný. Einar Benediktsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.