Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 5
S K U T U L L
5
um aldrei gleyma því, og allra sízt
meðan illa árar, að vonbrigði og
myrkar hugsanir ná aldrei veru-
legum tökum á okkur, meðan okk-
ur auðnast að varðveita okkar
rétta upplag, — gullin, sem okkur
eru gefin í vöggugjöf, — en þau
eru hugarbirta og falslaust hjarta-
lag. Þetta er það dýrmætasta sem
við eigum, bömin mín, og ekkert
getur bætt okkur það upp, ef við
glötum því.
Húsfaðirinn, Hjörtur ögmunds-
son. Hann var einn af þeim fáu
tómthúsmönnum, sem hvorki
hlustaði á bamakennarann né
snillinginn. Oftast stóð hann í búð-
inni, líka stundum við fisk-
geymsluhúsið, vöruskemmuna,
beitukrárnar eða vöskunarskúrinn.
Hann yrti ekki á neinn að fyrra-
bragði, bara beið, beið eftir þessu
sama og allir aðrir; vinnu. Hann
hafði ekki fengið handtak að gera
um lengri tíma. En í dag, skömmu
eftir hádegið, þá ... Og nú var
komið kvöld, og Hjörtur á heim-
leið. Hvað mundi konan segja?
Ætli hún tryði honum ? Trúði hann
þessu sjálfur? Ojæja... Hjörtur
fór sér óvenju hægt. Hann fann
ekki til gleði. Áhyggjumar, þær
voru hinar sömu nú sem fyrr,
kannski þyngri — vegna vinnunn-
ar. Aldrei hefði hann trúað þessu
að óreyndu.
Hjörtur ögmundsson var smá-
beinóttur, grár fyrir hærum, and-
litið lítið og þreytulegt. Á yngri
árum hafði hann verið sérlega létt-
ur á sér, hýr og glaðsinna, og
hamhleypa til allra verka. Hann
var góðgjarn og tilfinningaríkur
að upplagi. Lífsstríðið hafði ekki
stælt tilfinningar hans, heldur ýft
þær og gert þær sárbitrar. Þessi
tómthúsmaður var rösklega mið-
aldra, en hafði þó fyrir löngu út-
þvælt sér, vann sér alltaf um
megn, líkt og hann ætti allt sitt
undir því komið, að afkasta sem
mestu á sem stytztum tíma.
Húsfaðirinn hinkraði stundai’-
korn í anddyrinu áður en hann
lauk upp eldhúshurðinni. Hvað
átti hann að segja við konuna?
Hvernig átti hann að skýra henni
frá fréttunum? Það var sjálfsagt
óþarfi að tala mikið. Eða bar hann
ekki fréttirnar mest og bezt utan
á sér? Hann var mjölugur frá
hvirfli til ylja. Það mátti víst sjá
minna... Hjörtur lauk nú upp eld-
húshurðinni, og ekki hafði hann
fyrr stigið fæti sínum inn fyrir
dyrnar, en hann leit á dóttur sína
með fölvu brosi, svo sagði hann
hægt og hlýlega:
— Varstu að skæla, tetrið mitt ?
— Pabbi minn, aldrei getur þú
hætt að kalla mig tetur, sagði
Leikný glaðlega. — Og heldurðu
ekki, eða hvað, að ég sé löngu hætt
að skæla.
— Ekki þarf nú að segja mikið
svo tárin komi fram í augun á þér,
barnið gott, sagði Hjörtur eins og
fyrr og tyllti sér niður við eldhús-
borðið.
Hildur bar mat á borð, hafra-
graut og boxabrauð. Allt í einu
stóð hún verklaus um stund og
horfði á mann sinn með íhygli í
svipnum. Svo varð henni að orði:
— Nú, þú hefur verið í vinnu,
góði minn.
— Ojæja, jú, svo á það að heita.
ansaði Hjörtur seinlega.
Þá sagði Leikný:
— Mikið líturðu dásamlega út,
pabbi minn. Og mikið er yndisleg
af þér lyktin. Maður gæti næstum
ímyndað sér, að þú hafir verið að
tína epli og appelsíur.
Hjörtur sagði ekki orð, en hann
hristi höfuðið og gretti sig lítil-
lega.
— Ef einhver verðskuldar að
hafa vinnu um fram aðra, þá ekki
sízt þú, sagði Hildur. — Ævinlega
ertu til taks í búðinni, ef Krisfó-
bert hefði bara eitthvað fyrir þig
að gera, sem aldrei er nú orðið. Og
þeir eru víst orðnir nokkuð marg-
ir, snúningamir, sem þú hefur
farið fyrir Partan, en hann gleymt
að færa þér-til tekna.
Hjörtur stóð seinlega á fætur
og sagði lágmæltur:
— Ojæja, ég mátti segja mér
það sjálfur. Þið vitið ekkert.
— Hvað er það, góði minn?
sagði Hildur eins og með vareygð.
Lýður leit ekki upp frá disknum
sínum. Ekkert varð ráðið af svip
hans. Leikný snerti ekki mið matn
um, en horfði með spurnarsvip á
föður sinn.
Hirti var þungt um mál:
— Það er ekkert annað en það,
að um stundarsakir á ég að heita
utanbúðarmaður, að minnsta kosti
að nafninu til. Mangi Jakk kemur
ekki aftur að þessu starfi. Ég
þarf ekki að segja ykkur það, þið
vitið hvernig hann er til heilsunn-
ar, gamli maðurinn, allur máttlaus
hægramegin, og getur ekki lyft
höfði frá kodda.
— Og pabbi... Leikný komst
ekki lengra. Hjörtur studdi hnef-
anum þyngslalega á borðröndina
og sagði.
— Hvað er þetta, stelpa. Já,
vertu ekki að þvaðra um það sem
þú berð ekkert skynbragð á... Það
var x senn reiði og bældur sárs-
auki í rödd húsföðurins. Eftir
stutta þögn sagði hann allt að því
sviplaust. — Það grunar sjálfsagt
ekkert ykkar hvers vegna ég var
settur í þetta starf. En Kristóbert
sagði mér það vafningslaust. Hann
talar aldrei margt, eins og þið vit-
ið, en hann er ekki myrkur í máli
þegar hann talar. Hann sagði, að
ég væri aldrei með neinn þjóðmála-
belging, né gæfi mig út fyrir að
vera stjómmálaspekingur, ég þætt
ist ekki af því sem ég ekki væri,
eins og svo margir nú til dags. En
það mundi ekki illa til fundir, að
sumir fengu að sjá það, að þvaður
um pólitík væri ekki alltaf vel til
þess fallið, að létta undir með
mönnum hvað afkomuna snertir.
Nú, og það skipti engum togum,
hann sagði bara, að ég gæt.i
sinnt um vöruskemmuna fyrst um
sinn.
Hildi brá sýnilega við þessi orð.
Hún sagði, var fastmæltari en
venjulega:
— Látum Kristóbert Partan ein-
an um það sem hann segir. Þetta
em hans orð en ekki okkar. En
þú ert vel að vinnunni kominn. Þú
getur horft djarflega framan í
hvem sem er. Þú hefur ekki keypt
þessa vinnu fyrir r.eina afarkosti.
Þó mun sitt hvað verða sagt. Menn
em sárgramir og illa haldnir vegna
atvinnuleysisins. Þeir munu líta þig
öfundarauga. Því verður að taka
með þolinmæði og fullum skiln-
ingi.
Þögn. Enginn hafði neinu við
þessi orð að bæta. Allt í einu var
þögnin rofin með barnsgráti. Hild-
ur varð öll hýrari á svipinn, þurk-
aði sér um hendurnar á striga-
handklæði og flýtti sér síðan inn
í stofuna. Gústi litli grét hástöf-
um. Hildur hafði svæft hann fyrir
stuttu síðan. Nú var hann vaknað-
ur og vildi ólmur sjá fólkið. Hann
var tveggja ára, skýrlegur, blá-
eygur, hárið mikið og lokkað, ljóst,
næstum hvítt.
Það glaðnaði yfir fjölskyldunni
þegar móðirin kom fram með
bamið. Um stund var eins og allt
gleymdist nema Gústi litli. Hjört-
ur hafði setið svefnugur yfir
grautnum, nú lifnaði hann allur
við.
— Ne-ei, hver kemur nú þai'na?
Hver er þetta? Pabba blómið,
elsku litla pabba gersemið, sagði
hann í gælurómi við Gústa litla,
sem pataði með höndunum, hristi
höfuðið brosandi og buldi’aði.
— Það var ómögulegt að hemja
hann í rúminu og þó er hann orð-
inn mikið þreyttur, sagði Hildur
og það leyndi sér ekki í rödd henn-
ar og fasi, hversu stolt hún var af
þessum karlmanni.
— Ný-ný, Ný-ný, söng Gústi
litli fullum hálsi.
— Elskan, má Ný-ný taka barn-
ið? sagði Leikný eitt ljómandi
bros.
Já, systir mátti halda á drengn-
um, en bara snöggvast, líka
mamma, pabbi og bróðir. Svo vildi
Gústi litli leika sér á gólfinu. Og
ekki hafði fyrr verið sleppt af hon-
um hendi, en hann krækti upp
pottaskápnum, náði sér í stærðar
hlemm og skoppaði honum eftir
gólfinu.
— Ósköp er að sjá til þín, Nýja
mín, þú snertir ekki á matnum,
sagði Hildur.
— Ó, ég er bara svo mikið södd,
sagði Leikný og gerði sér upp dá-
litla tilgerð.
Hildur brosti og sagði.
— Ja, ekki veit ég á hverju þú
lifir, barn. Ég sé þig aldrei borða
neitt sem teljandi sé, og þó ertu
alltaf svo sælleg og hraustleg út-
lítandi.
Nú lagði Lýður orð í belg:
— Nýja er alltaf á tjái úti í
kvöldskininu. Hún lifir beinlínis á
því að teyga náttsvalann og ilm»
inn úr jörðunni.
Unga stúlkan leit snöggu horn-
auga til Lýðs, svo varð henni lit-
ið til Gústa litla, og móðurlegt
andvarp bi’aust fram á varir henn-
ar. Litli karlmaðui’inn hafði skoll
ið á gólfið. Hann háhrein. Svo hló
Jólagleði.