Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 9

Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 9
S K U T U L L 9 Minning um jólin 1908 Jólafastan var byrjuð, og það var þegar komin jólahugur í okk- ur bömin, enda sáum við daglega að fullorðna fólkið var byrjað á undirbúningnum undir jólin. Kven- fólkið spann og prjónaði peysur, sokka illeppa og fleira. Það tók langan tíma, því að allir á heimil- inu þurftu að fá nýja flík fyrir jólin, engin mátti klæða jólaköt.t- inn. Svo voru saumaðar nýjar flík- ur á okkur bömin; buxur á dreng- ina úr heimaunnu vaðmáli og kjól- ar á okkur telpurnar úr þunnu vað- máli, og svuntur úr rósóttu sirsi. Þótti okkur þetta allra mesti við- hafnarbúningur. Einn daginn á jólaföstunni var baðstofan þvegin og hreinsuð hátt og lágt, sömuleið- is voru þvegin öll föt og sængur- föt sem óhrein voru, en það var ekki gert fyrr en rétt fyrir jólin, því að á heimili fósturforeldra minna voru ekki til sængurföt, nema þau sem notuð voru í rúm- in daglega. En fátækra þurrkur- inn bregst aldrei, sagði gamla fólkið. Viku fyrir jól var litað sauðskinnið í jólaskóna — svo voru saumaðir og briddir skór á allt heimilisfólkið. Þá þurfti nú líka eitthvað að hugsa um mag- ann. Enginn mátti vera svangur á jólunum. Það var því malaður rúgur í kornkvörn, hnoðað og bak- að úr mjölinu pottbrauð, sömu- leiðis voru möluð bygggrjón, sem síðan voru notuð til drýginda saman við hveiti, sem keypt var í kaupstaðnum til jólanna. Á Þor- láksmessu var soðið hangikjöt en úr hangikjötssoðinu voru siðan þvegin tréílát vel og vandlega, og að svo búnu voru ílátin þvegin úr heitu vatni á eftir og þurrkuð yfir hlóðarglóðinni. Á þessum jólum var ég sex ára gömul. Það var því lítið sem ég gat hjálpað til við verkin. Fóstra mín, sem ég kallaði mömmu, hafði kennt mér að prjóna um haustið svo að ég var nú að keppast við að prjóna illeppa fyrir fóstra minn, en ég kallaði hann pabba. Ég átti fósturbróðir sem var 10 árum eldri en ég, Hann var systursonur fóstru minnar (móðir hans var ekkja). Hann var að mínu áliti bezti smið- urinn í veröldinni, en mín veröld var nú þá aðeins innan vébanda heimilisins. Það kom sér vel hversu góður smiður hann var, þegar farið var að smíða jólatréð. Yngri fósturbróðir minn, en hann var föðurlaus, hjálpaði til við smíðarnar, eftir því sem hann gat, en ég gat nú ekkert nema hoppað í kring og látið aðdáun mína í ljós. frá Hælavík á Hornströndum En hvað svo sem var um það, þá stóð jólatréð með tuttugu og fjór- um álmum á baðstofugólfinu kvöld ið fyrir Þorláksmessu. Það var ekki mpira en svo að ég næði upp á toppinn þegar ég teygði úr mér. En nú var eftir að skreyta tréð, og svo vantaði kertin. Það var nú þrautin þyngri að útvega þau. Það var nú ekki svo mjög erfitt verk að skreyta jólatréð. Ég og yngri fóstbróðir minn ætluðum að gera það. Skrautið var nú ekki nema rauð rótarbréf, límd á legg- inn með hveitilími. Við klippt- um út rósir og tré úr gömlum Þjóðviljablöðum og limdum á álm- umar. Eldri fóstbróðir minn sagð- ist mundi fara og kaupa kertin daginn eftir, en það var nú ekki minna en fjögra klukkutíma ferð fram og til baka og þurfti að halda vel áfram til þess að hafa bjart báðar leiðar í skammdeginu. Daginn eftir, sem var Þorláks- messa, bjóst fóstbróðir minn snemma til ferðar. Ferðinni var heitið austur í Höfn í Hornvík. Þar var sveitaverzlun. Bóndinn þar verzlaði með ýmsar nauðsynjar, svo sem komvörur, kaffi og syk- ur og lítilsháttar af álnavöru. Þá hafði hann oftast kerti og ýmis- legt smávegis. Kafaldsbylur hafði verið undanfarna daga, og því miklar líkur til þess að illt væri yfirferðar, og alls ekki gerandi að fara í ferðalag nema á skíðum. Þegar fósturbróðir minn var ferð- búinn, opnaði fóstra mín kistil sem stóð við rúmið hennar, tók upp úr handraðanum samanbrotna lérefts bót, rakti hana sundur og fann í henni fimmtíu-eyring, fékk fóstur- bróður minum hann og sagði ofur- lágt svo varla heyrðist: „Kauptu fyrir þetta rúsínur ef þær fást“. — Hann tók við peningnum og stakk honum í vasa sinn. Hlakkaði í mér þegar ég heyrði þetta. Ég vissi svo sem til hvers hún fóstra mín ætlaði að nota rúsínumar. Hún ætlaði að hafa þær í mjólk- urgrautinn, sem soðin var á jóla- nóttina og borðaður eftir klukkan tólf. Og ég vissi að fóstra mín mundi ekki láta rúsínurnar svo í pottinn, að hún gæfi mér ekki að bragða áður. En rúsínur voru það bezta hnossgæti sem ég hafði nokkurn tíma bragðað. Ég er alveg viss um það, að peningurinn sem fóstra mín lét í þetta skipti fyrir rúsínunum, voru þeir einu sem fósturforeldrar mínir áttu í eigu sinni, og svo var oftar. Fósturbróðir minn tók nú vettl- ingana sína, og lagði af stað, þegar hann hafði kvatt okkur öll. Ég fór með honum fram göngin og út á hlað. Það var skafrenninsbylur og stundum glórði ekki yfir í almenn- ingana. Fósturbróðir minn batt á sig skíðin, tók stafi og hvarf upp fyrir hlöðuvegginn. Ég hypjaði mig sem fljótast inn og fram í eldhús. Þar var fóstra mín að setja upp á hlóðin stóran pott, sem hún ætlaði að sjóða í hangikjötið til jólanna. „Æ-æ, mamma“ sagði ég „mér er svo kalt á höndunum, viltu verma mig?“ Fóstra mín tók köldu hendurnar mínar og stakk þeim niður á bert brjóstið á sér, en lagði kalda kinnina á mér við sína, og vermdi hina með því að strjúka niður eftir henni með heitri hend- inni. Hún sagði: „ósköp er þér kalt, auminginn litli, þú ættir ekki að hlaupa úti svona illa klædd“. Mér hitnaði fljótt. Ég hafði það á tilfinningunni, að ég væri að tef ja fóstru mína, svo að ég kyssti hana og hoppaði svo léttfætt inn í baðstofu, þar sem yngri fóstur- bróðir minn var byrjaður að skreyta jólatréð. Þessi dagur var lengi að líða. Áður en nokkrar líkur voru til að færi að sjást til ferða fósturbróður okkar, vorum við systkinin marg oft búin að hlaupa út og upp fyrir hlöðuvegginn, til þess að vita hvort við sæum hann koma heim holtin. Þannig leið dagurinn. Fóstri minn kom úr fjárhúsum frá því að gefa seinni gjöfina, hann sagði að veðrið færi versnandi. Hefði hvesst og dimmt síðasta klukkutímann — og sennilega væri komið djúpfenni á milli brekkn- anna. Ég fór að hugsa margt: Ef hann Siggi kæmist nú ekki heim? En þá hugsun hugsaði ég aldrei til enda, því að í þessu heyrðum við að opnuð var bæjarhurðin og ein- hver kom inn göngin. Fóstri minn tók lýsislampann sem hékk á borðs röndinni og fór niður, við bömin fórum líka. — Jú, Siggi var kom- inn alsnjóugur upp yfir höfuð. Ég hljóp til hans og kyssti hann beint á munninn og sagði: „Loksins ertu nú kominn Siggi minn. Mikið varst þú nú lengi“. — Hann sagðist ekki hafa getað verið fljótari, því að það hefði verið svo djúpt á skíð- unum. Hvassviðrið hafði verið svo mikið í Atlaskarði og á Hraun- brekku, að hann hafði tæplega get- að stjórnað sér. Þegar fósturbróðir minn var svo búinn að fara úr bleytunni og kominn í þurrt og mamma var búin að gefa honum að borða, fór hann að taka upp úr pokanum sem hann kom með. Fóstru minni fékk hann dálítinn bréfpoka; í honum voru rúsínum- ar sem hún bað hann að kaupa. Svo tók hann aflangan böggul og rakti bréfið utan af og kom þá í. ljós fjögur stór hvít kerti. Lítil kerti fengust ekki sagði hann og lítið eftir af þeim stærri, svo að ég fékk ekki nema þessi f jögur. Ég reyni að bíta kertin svo smátt að þau dugi á allar álmumar og topp- inn líka. Ekki var annað í pokan- um hans fósturbróður míns. Hann fór nú að athuga skreyting- una á jólatrénu. Úr Þjóðviljablöð- um klippti hann út alls konar rósamunstur og batt á álmurnar og fannst okkur tréð fallegra við þáð. Svo náði hann í tvö kerti, sem hann átti, og batt þau milli álm- anna. Þá mundi ég eftir því að ég átti eitt kerti, sem Lína mamma (en hún var ekkja), hafði sent mér á jólunum árið áður. Þetta var eini dýrgripurinn sem ég átti og þótti mér ákaflega vænt um kertið. Á því var mynd af Maríu mey með Jesúbamið í faðminum og englar fljúgandi yfir. Myndirnar voru allar gullroðnar og stór geislabaug ur um höfuðið á Jesúbarninu. — Átti ég að láta þessa mynd á jóla- tréð? En ef kertið brynni? — „Heyrðu Siggi“, sagði ég ofurlágt „á ég að láta fallega kertið frá henni Línu-mömmu á jólatréð líka? En það má ekki brenna“. „Ég skal gæta þess, að það brenni ekki“, sagði hann. Ég hljóp nú yf- ir að rúminu þar sem fóstursystir mín sat, og var að sauma eitthvað sem ég mátti ekki sjá. Bað ég hana um kertið. Hún opnaði fatakistuna sína og náði í það, en ég hoppaði léttfætt með það yfir til drengj- anna. „Hérna er fallega kertið mitt, en það má ekki brenna“, sagði ég. Á aðfangadagsmorgun var kom- ið gott veður. Blautu fötin voru hengd út í hjallinn til þerris, svo að hægt yrði að fara í þau um kvöldið. Þennan dag var mikið að gera. Baðstofuloftið var þvegið og torfgólfin sópuð, olíulamparnir og lýsislamparnir fægðir úr ösku og olíu, klippt bréf á hillurnar og margt fleira. Allt þurfti að vera tilbúið kl. 6 á aðfangadagskvöld og fólkið búið að þvo sér og hafa fataskipti, því að þá mundi fóstri minn hefja húslesturinn. Klukkan þrjú var öllum skammt- aður maturinn, en það var harð- ur riklingur, pottbrauð og kúa- smjör, sem látið var í öskjur og

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.