Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 7

Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 7
S K U T U L L 7 Tvö alþýðuskáld Ljóslaus kirkja á jólanótt Dimmt mér finnst í drottins húsi, drjúpir þögul nótt. Helgar stjörnur himinn prýða; hjartað slær svo ótt. Hví er ekki kirkjan ljósuð og klukkna fyllt með hreim Frelsari er fallinna manna fæddist þessum heim. Lífið og hjáguðinn Lífið er ljós og skuggar langnætti og geislandi vor, birta frá blossandi vonum blóðug og misstigin spor, hrokaveggir sem hringja hátíðleg loforð og svik, gneistar frá kærleikans krafti og kaldhæðin augnablik. Svo á það sitt hvað fleira í sínum stóra mal, það dylst ekki aðgætnu auga að ennþá er heitið á Bal, heimsins hjáguðinn mikla og höfðingja á þessari jörð, hans gæðingar hoskir og hreyknir um hásætið standa vörð. Hann á ofmarga auðmjúka þjóna, sem ákalla tign hans og vald, þeim finnst það svo ginnandi gleði að gista hans purpuratjald, þó verði þar vansköpuð sálin af vesöld og andlegri nekt, þessi villandi vafurlogi hefur viðkvæma mannshugann blekkt. Það eí ekki gróandans gleði sem glepur og ærir til hálfs, upphaf hins andlega dauða er ofmat hins ginnandi prjáls, þau eiga engan óöéinsljóma þessi óvitans gerfiblóm við dvínandi dýrðina um síðir verður dásemdin auðn og tóm. Ef hrópandans rödd skyldi heyrast í hávaðans ólgandi gný, að mínka sitt eilífðareðli enn mundi hún vara við því, hún er ei hjáróma strengur í hörpu mannlífsins enn, hlustið og hugsið dýpra heiðruðu konur og menn. Sigmundur Guðnason frá Hælavik. Hví er ei lífsins kóngi fagnað, hverja jólanótt. Guðsorð virðist því nær þagnað: því er engum rótt. Vantrúin er setzt í sæti sem að Kristi ber: Hróp og dans og drykkjulæti duga ei guð fyrir þér. Kveiki ég á kertum mínum, Kristur, þessa nótt. Stjarna þín á lofti ljómar; Ijúft er allt og rótt. Lát mig, auman, aldrei gleyma, þó eyðist kertið mitt. Að lýsir yfir alla heima, undra-ljósið þitt. Hér, í þínum helgidómi, hvílir grafar-þögn. Engin klukka rymur rómi; ríkja dular-mögn. Kristur, lát þú klukkur hringja, kveiktu jóla-ljós. Lát þú manninn söngva syngja — sönnum guði hrós. Helgi frá Súðavík.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.