Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 13

Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 13
S K U T U LL 13 ÖRN ARNARSON: ÞULA JÓLAKLUKKUR Jólaklukkur kalla, hvellum hreim. Hljómar þessir gjalla um allan heim. Ómar þessir berast yfir stærstu höf, upp til jökulfrera. niður í dýpstu gröf. Jólaklukkur kalla, kalla enn, koma biðja alla, alla menn, boða jólafriðinn um flóð og láð: Friður sé með yður og drottins náð. Jólaklukkur kalla, Komið þér! Komið geta ei allir. Því er ver. Marga, marga trylla myrkra tröll. Margir fara villir um eyðifjöll. Jólaklukkur kalla, klökkum hreim. Kallið gleður alla, sem rata heim, gremur þá, er trylla hin grimmu tröll, grætir þá, er villast um eyðifjöll. BÖRNIN GÓÐ! Eflaust kunnið þið mörg falleg kvæði um jólin og margar skemmtilegar þulur, sem þið svo hafið yfir hvert fyrir annað á gleðistundu, og þá ekki hvað sízt á sjálfum jólunum. — Gömul kona hefur beðið blaðið fyrir þessu þulu til ykkar. Þetta er skemmtileg þula, og vonandi hafið þið gaman af að læra hana: Hér koma kýr mínar ofan af fjöllum, heim gangandi götu setjandi; Flekka og hún Fræna, — fylla þær skjólur. Geit og hún Grána ganga til hellis. Hvað býr í helli? Hornaskella. Ekki eru allar kýr mínar, — vantar mig Dokku. Ekki spyr ég að henni Ketilrokku. Dokka hljóp í dal og Drimbilkolla, Æsintoppa, Aldinskjalda. Gullhyma mín — hún gengur fyrir þeim öllum, og mjólkar bezt handa börnunum öllum. llllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHllllilllllillliltlllll m % = Leikfélag fsafjarðar | | óskar öllum | = fsfirðingum 1 | Gleðilegra jóla | og farsældar § | á komandi ári | | og | þakkar leikendum og 2 leikhúsgestum | fyrir | líðandi | ár. I1IIIIIII1IIIIII!IIII1III]||||||I!II!1I!!IIIII||||||!III|||||||||||||||||||!! Laugardag og sunnudag kl. 9 Slunginn sölumaður. Aðalhlutverk: Rer Skelton. Sunnudag ki. 5 Týndur þjóðflokkur Spennandi mynd. Aðalhlutverk: Johnny Weismúller Síðasta sinn. Annan í jóluin kl. 2 Silfur í Syndabæli. Aðalhlutverk: Roy Rogers | Kl. 5 og 9 1 Hawai-nætur Amerísk söngva- og músík 2 mynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: = Ester Williams I Peter Lawford. et GLEÐILEG JÓL!

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.