Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 8

Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 8
SKUTULL 8 Hartmann og íerskeytlan Teitur Hartinann nítján ára. Teitur Hartmann fimmtugur. Vísnakver Hartmanns er nýlega komið á bókamarkaðinn. Þessi litla bók mun eflaust verða kær- komin öllum þeim er ljóðlist unna. Þegar Hartmann var í essinu sínu náði hann snilldartökum á fer- skeytlunni. Sumar af vísum hans hafa birst áður, einkum í Bréið- firðingi og Alþýðublaðinu, og nokkrar þeirra orðið landfleygar. Hartmann segir svo um sjálfan sig og hagmælskuna: Frá því ég var fjórtán vetra gamall hafa vísur verið mér vingjarnlegar, eins og þér. Aldrei hef égeignasthundkvikindi, en hagmælskan mig hefur elt, hærra en skyldi stundum gelt. Oft hún hefur orðið mér að liði, ef ráðist á mig var, oft hún sýndi tennurnar. Og enn segir Hartmann svo um stökur sínar: Veit ég, flestum finnast þær fremur efnislitlar, þó er í þeim oftast nær eitthvað, sem að kitlar. Já, Hartmann byrjaði ungur að yrkja. Hagmælskan var honum í blóð borin. Enginn skyldi samt ætla að hann hafi ævinlega haft lítið fyrir vísum sínum. Þeim sem þetta ritar er kunnugt um það, að Hartmann lagði oft mikla vinnu í vísnagerð sína. Hann var einstak- ur smekkmaður á allt sem vel mátti fara í bundnu máli. Hvort stökurnar hafi orðið höf. að liði í dægurþrasinu, jú, slíkt er aug- ljóst af vísnakverinu. En enda þótt vísur Hartmanns séu margar hverj ar góðar ádrepur, þá er það þó fyrst og fremst „eitthvað sem kitlar“, sem einkennir skálskap hans hvað mest. Ef að Nóbelsverðlaun veitt væru fyrir leti, næði ég, eins og ekki neitt, alheims regin meti. Þarna teiknar Harmann skemmti- lega skopmynd af sjálfum sér, að líkindum ógleymanlega þeim, sem þekktu hann eitthvað að ráði. Hartmann fór sér sjaldnast mjög hratt, þótt það sé f jarri öllu sanni að hann hafi verið maður latur í orðsins venjulegu merkingu. Hart- mann var skemmtilega værukær. Hann lét aldrei fara mikið fyrir sér, hvort heldur maður hitti hann á heimili hans eða förnum vegi. Hann var aldrei orðmargur, en sagði meira í fáum orðum en mál- ugur maður í langri ræðu. Teitur Hartmann var heldur lágur vexti, ekki smáfríður, en yfirbragð hans var ævinlega góðlátlegt og svo sem eins og upptendrað af rættnis- lausri kímni. Hartmann unni alla tíð „dýrum veigum" og eru sumar drykkjuvís- ur hans með afbrigðum vel gerðar: Þó ég fari á fyllirí og fái skelli, alltaf stend ég upp á ný og í mig helli. Þá get ég ekki stillt mig um að taka hér upp þessa skemmtilegu og spaklegu vísu: Flaskan verður fótakefli flestum, sem að hana tæma. Vín er mannsins ofurefli eftir sjálfum mér að dæma. Ekkja Hartmanns, Guðrún Guð- finnsdóttir, er kostnaðarmaður vísnakversins, en Bjöm H. Jóns- son, skólastjóri, hefur séð um út- gáfuna og ritað skemmtilegan og hugþekkan formála fyrir bókinni. Teitur Hartmann var fæddur að Tungu í Rauðasandshreppi 5. júní 1890. Innan við tvítugt starfaði hann sem lyfjasveinn hér á ísa- firði. Árin 1912—1916 dvaldist Hartmann í Ameríku og hafði of- an af fyrir sér með húsamálningu. Þegar hann kom heim aftur var hann um nokkra ára skeið starf- andi í lyfjabúðum í Reykjavík. Síðan fluttist Hartmann austur á land og bjó lengst af á Norðfirði og stundaði lyfjaafgreiðslu og húsamálningu sem aðalatvinnu- greinar. Mér hefur alltaf þótt örð- ugt að hugsa mér Hartmann sem húsamálara. Hvers vegna?. Kannski bara fyrir það eitt að ég sá hann aldrei mála hús. Annars verður svona sérvizka aldrei skírð til hlýtar, en það má brosa að henni. — Þeim Guðrúnu og Hart- manni varð ekki barna auðið, en þau ólu upp tvær stúlkur, Helgu systurdóttur Hartmanns og Guð- nýju, bróðurdóttur Guðrúnar. Hartmann fluttist aftur til ísa- fjarðar eftir 20 ára búsetu eystra og vann hér í lyfjabúðinni til ævi- loka. Teitur Hartmann andaðist hér á ísafirði árið 1947. GLEÐILEG JÓL! Óskar Aðalsteinn. GOTT NÍTT ÁR! Fallegt úrval af: Náttkjólum, undirfötum lífstykkjum og sokkabandabeltum. Ýmsar áteiknaðar hannyrðavörur, Isaumsgarn, strammi javi og etamine. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Verzlun Karls Olgeirssonar. GLEÐILEG JÓL! GOTT NÝTT ÁR! Netagerðin Grænigarður, P. Njarðvík, lsafirði. GLEÐILEGJÓL! F ARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. > Einar & Kristján. GLEÐILEG JÓL! GOTT NÝTT Á R! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Hraðfrystihúsið Norðurtangi h.f., ísafirði.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.