Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1956, Blaðsíða 3

Skutull - 24.12.1956, Blaðsíða 3
Séra Guðmundur Sveinsson, skólastjóri: 7n 4 k u í a lu Lúk. 2. 1—14 JÓLIN eru hátíð ljóss og birtu. Vér, sem eldri erum eig- um slíkar endurminningar um jólin, og vér óskum, að börn vor minnist jólann á sama hátt. Jól eru hinsvegar heilög haldin á þeim tíma árs, er dagur- inn er styttztur á norðurhveli heims. Því er ekki úrleiðis að tala um myrkur jólanna, dimmu á jólum. Orðalagið mun þó mörg- um finnast einkennilegt. En er ekki einmitt myrkrið á jólun- um næsta athyglisvert umhugsunarefni ? Ég mun naumast einn um þá skoðun svo sem ástandið er í heiminum nú. Frásögn jólaguðspjalisins er að allra áliti hugljúf, og hvílir helgi yfir. En höfum vér annars nokkru sinni hugleitt, hversu mikið af skuggum og myrkri er í þessari frásögu? Höfuðatriði er það í frásögninni að skýra þá för hinna ungu, Jósefs og Maríu um langan veg að uppfylla boð keisara í óra- fjarlægð, af því að valdsmaður þessi hefur hug á að ná sem mestum fjármunum út úr nýlenduþjóð fátækri og þjakaðri. — Þau hafa nokkra viðdvöl í lítilli borg. Konan unga á von á barni, og hún tekur léttasótt. En svo mikið er umkomuleysi þessa ferðafólks, að ekkert húsaskjól er til handa hinni verðandi móður og barni hennar annað en gripahús. Það er vissulega lítið um birtu í þessum þætti frásagnarinnar. Hrakin . . . út- hýst . . . Það eru afskipti heimsins af fátækri móður og ný- fæddu barni Annar þáttur sögunnar hefst með engu minni ömurleik. Ör- snauðir hirðar dvelja úti í haga í myrkri og kulda og vaka yfir hjörð sinni segir og þó er engan vegin víst, að þeir hafi sjálfir átt þessa hjörð, heldur einhverjir ríkismenn í Jerú- salem. — Eftir þessa lýsingu skiptir skyndilega um í frásögninni. Skær birta fellur yfir. En það er athyglisvert, að um leið hættir að segja frá mönnunum: framkomu þeirra, Mfi þeirra og kjörum. Frásögnin tekur að snúast um afskipti Guðs af þessum heimi, af lífi og kjörum manna. Meðan dvalið var eingöngu við samskipti mannanna innbyrðis, þá var dimma yfir, en með frásögninni af afskiptum Guðs kemur birtan, ljósið. — Mennirnir kúguðu hina máttarminni. Mennirnir út- hýstu fátækri móður, mennirnir áttu engan stað fyrir Jesú- barnið annan en jötuna í gripahúsinu, — mennirnir fengu fá- tækum hirðum ömurlegasta hlutskipti. — Það er ekki til harð- ari dómur og ómildari um mennina heldur en frásögn jóla- guðspjallsins. Það er naumast til raunsærri lýsing á myrkr- inu í mönnunum heldur en þessi — og þó segjum vér — hug- ljúfa frásögu. Myrkrið á jólunum minnir oss óþægilega á myrkrið í oss mönnunum. Vér mennirnir höfum þrátt fyrir allar framfarir svo lítið lært og svo litlu gleymt. Ef vér skyldum efast um þetta, þá eru oss tiltækir ótal vitnisburðir. Minnumst aðeins hinna húsnæðislausu í borgum heimsins, stórum og smáum. m Gufinwndur Sveinsson Þar kynnumst vér hlutskipti þeirra, sem ekkert rúm er fyrir. Minnumst flóttafólksins, sem hrekst stundum land úr landi. Þá kynnumst vér kjörum hinna úthýstu og yfirgefum. — Minnumst hinna máttarminni, sem fá að kenna á valdi drottn- endanna, og þeir eru margir nú á tímum. Þá kynnumst vér þeim, er sitja í myrkri og skugga. Þrátt fyrir allt þetta eru jólin samt hátíð ljóssins og flytja hinn gleðilegasta boðskap. Það er vegna þess að saga hinna fyrstu jóla endurtekur sig. — Það er til máttur, sem lætur sér ekki á sama standa um hina hröktu og útskúfuðu. Það er til máttur, sem varpar birtu inn í líf þeirra, sem sitja í skugg- anum. Það er til máttur, er boðar þeim mikinn fögnuð, er gráta forlög sín og hrundar draumaborgir. — Fulltrúi þessa máttar, boðberi þessa vilja á jörðu — var barnið litla, sem fæddist á helgn jólanótt. Með fæðing þess hóf máttur himins- ins nýtt landnám á jörðu, það fæddist til að breyta myrkri í mannheimi í ljós. — ★ — í fornum bókum segir svo frá landnámi á einum stað á Is- landi, að þrenn mörk hafi verið sett hinu numda landi. Eitt var örn, annað öxi, en hið þriðja krossmark. — Með nokkrum rétti má segja, að svipuð hafi einkenni þess landnáms verið, er hófst í mannheimi á fyrstu jólum: örn er tákn hins al- skyggna, þess er horfir yfir af hærri sjónarhól og fær því rétt- ari og sannari mynd. — öxi er tákn þess, að torfærum skuli rutt úr vegi, barizt skuli fyrir þeim málstað, sem gengizt er á hönd og ekki hlífst við að uppræta það,sem loka vill leiðum. — En krossmarkið er tákn hins fórnandi kærleika, sem skilur, fyrirgefur og sættir. — Sá máttur, er vill hrífa oss út úr myrkrinu býður oss að nema land og einkenna þessum merkj- um. Vér eigum að nema af líking arnarins: skarpskyggni og öryggi í dómum, af líking axarinnar: hugdirfð og þrek, af mynd krossins: fórnfýsi og bróðurþel. — Engan þessara eig- inleika má oss skorta. Vér þörfnumst þeirra, ef vér viljum, að myrkur jólanna hverfi í mannheimi og jólin verði í sann- leika ljóssins hátíð. Guð gefi oss öllum slík Cjlcdilctí jCl !

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.