Skutull

Årgang

Skutull - 24.12.1956, Side 5

Skutull - 24.12.1956, Side 5
SKUTULL 5 is. Það eru röskar 50 þúsundir króna, reiknað eftir verðgildi nú. Sýnir þetta, hve vel Brynjólfur biskup launaði þeim, er hann áleit launanna verða. Setið að sumbli. Guðmundur frá Bæ, kirkjusmið- ur, var enn í Skálholti, þó dóm- kirkjusmíðinni væri lokið, enda nóg fyrir hann að vinna, bæði við skreytingu kirkjunnar og aðrar smíðar á staðnum. Sennilegt er, að þeir, Gísli og Guðmundur, hafi verið kunnugir frá Hafnarárum sínum, þótt ekki sé hægt að fullyrða neitt um það. Sá ljóður var á ráði beggja, að þeir voru vínhneigðir um of. Hversdagslega voru þeir gæfir menn, en höfðu hamskipti, er þeir neyttu víns og sáust þá lítt fyrir, jafnt í orði sem verki. Hafði borið á drykkjuskap Guðmundar á Hafnarárum hans. Til er enn brot úr kviðlingi frá þeim tíma og er þetta upphaf að: „Gvendur hér um Hafnarstræti hoppar títt með drykkjulæti“. Árið 1653 gerðist í Skálholti sá atburður, sem nú verður greint frá, eftir því sem heimildir leyfa. Lýs- ir hann allvel bæði aldarhætti og þeim erfiðleikum, sem meistari Brynjólfur átti í með suma skjól- stæðinga sína. Gísli rektor sofnaði drukkinn í húsi sínu að áliðnum degi 21. okt. 1653. Kom þá Guðmundur smiður inn til rektors. Var hann einnig drukkinn og vakti Gísla. Hófu þeir viðræður og sinnaðist brátt, svo að rektor greip tinkönnu og kast- aði henni í höfuð Guðmundi. Fékk hann af því áverka, svo að blæddi úr. Því næst stakk hann Guðmund með hnífi. Komu þá skólapiltar að, því Pétur Ámundason (síðar prest- ur að Mosfelli) hafði verið inni hjá þeim Guðmundi og Gísla, en kallaði á pilta, er hann sá, að hverju fór. Fór þá Guðmundur út og kærði fyrir biskupi, er hann náði tali af honum. Biskup kallaði Gísla og Guð- mund á prestastefnu að Ólafsvöll- um 26. nóv. s. á. Var þar lagður fram vitnisburður Péturs Ámunda- sonar, dagsettur 4. s. m. Segir þar m. a. að Gísli rektor hafi ekki ver- ið ódrukknari, er hann vaknaöi, en þegar hann sofnaði. Annars er ekki vitað, hvað gerðist á fundi þessum, en ekki mun Guðmundur smiður hafa verið ánægður með úrslitin, því hann stefnir Gísla rektor fyrir Torfa Erlendsson, sýslumann á Vatnsleysuþingi þrem dögum síðar, eða 26. nóv. Ber hann fjórar sakir á Gísla í kærunni: 1) . að hann hafi veitt sér áverka á höfuðið með tinkönnu, 2) . að hann hafi kastað að sér kertastjaka með heiftúðugri hendi, 3) . að hann hafi stungið sig með hnífi í vinstri hendi og 4) . að hann hafi otað hnífi yfir höfði sér. Prestastefna að Ölafsvöllum. Litlu síðar er önnur prestastefna haldin að Ólafsvöllum. Var þar mættur herra biskupinn og 14 prestar úr Ámessýslu og Rangár- valla. Þar voru þeir einnig mættir, Gísli rektor og Guðmundur smið- ur. Gísla rektor var þar boðinn sjöttareiður til að færast undan áburði Guðmundar, en hann neit- aði, hefir ekki viljað hætta á það. Orsökina til átaka þeirra Guð- mundar kvað hann hafa verið þá, að Guðmundur hefði komið inn í herbergi sitt og vakið sig, káfað höndum framan í sig lítt klæddan og handleikið sig svo, að hann hefði hruflast á hendi. Af þessu hnjaski Guðmundar hefði hann séð sig neyddan til að hefna þessarar vanvirðu. Ekki bar Guðmundur á móti því, að þannig hefði atvikast milli þeirra. Niðurstaðan á prestastefnunni var þessi: Gísli og Guðmundur skyldu kvittir sín á milli með því, að Gísli lofaði að greiða Guðmundi gild og góð 8 hundruð (nál. 27.000 kr. miðað við núv. verðgildi pen- inga). Gísla beðið vægðar. Ekki gat þó prestastefnan út- kljáð málið að fullu, þar sem um líkamlegan áverka var að ræða, en slíkt heyrði undir veraldlega vald- ið. Var málinu skotið til lénsherr- ans og með því að stingurinn á hendi Guðmundar væri algróinn, var þess óskað, að rektor mætti afplána konungssektina með fjár- útlátum. Jafnframt var Gísla rektor beðið vægðar „fyrir þetta misferli." Síðan óskaði biskup álits og úrskurðar prestanna um það, hvort þolandi væri að hann héldi Gísla áfram í rektorsembætt- inu, með því að svo stór brestur væri orðinn á hans ráði. Prestarnir voru sammála um það, að Gísli hefði fyrirgert em- bætti sínu eftir kirkjuskipaninni, en hins vegar hefði skólinn „slíkra gáfna þörf lærdómsins vegna“. Segjast þeir ekki vita þann mann hér á landi, er geti staðið fyrir skólanum með jafn miklum ár- angri. Þó þora þeir ekki að láta hann halda embætti, nema með samþykki umboðsmannsins, Matt- híasar Guðmundssonar, síðar sýslumanns í Snæfellsnessýslu, sem þá sat á Bessastöðum. Skjóta þeir því til umboðsmanns, að hann leyfi Gísla að vera við skólann, þangað til höfuðsmaður komi sjálfur til landsins. Einnig var beðið úrskurðar höfuðsmanns um það, hvort Gísli fengi að halda sín- um háskólanámsforréttindum. Ennfremur óskaði biskup þess, að Gísli gæfi þá þegar sterka skuld- bindingu, áður en hann tæki við störfum aftur, ef yfirvaldið vildi gefa honum kost á því. Þessu lof- aði Gísli með handsölum þar á prestastefnunni. Þá ákváðu prest- amir einnig, að Gísli skyldi hljóta opinbera áminningu, sem biskup lofaði að gera honum. Tveimur dögum síðar ritaði biskup Matthíasi Guðmundssyni bréf um málefni Gísla rektors. Skýrði hann þar frá því, hvað Gísla hefði hent í drykkjuskap að sér f jarverandi. Segir hann í bréf- inu, að preststefnan hafi skotið því til úrskurðar lénsherrans „hví- líka vægð hann vild í þessu sýna“, með því að hart væri tekið á öll- um hnífsstungum. Gísli hefði lof- að að greiða Guðmundi 8 hundruð í bætur og mætti hann vera ánægð- ur með það, þar sem stungan hefði verið algróin eftir þrjár vikur. Segir í bréfinu, að Gísli fari nú á fund umboðsmanns (eflaust með þetta bréf frá biskupi), til þess að fá linkind hjá honum í þessu máli. Mælir biskup fast með því, að Gísli fái að vera áfram við skólann, „því ekki eru nú hér á landi færari persónur, sem að lær- dómi við hann jafnist, og vísast verði ekki svo bráðlega." Segist biskup leggja fyrir Gísla sterka skuldbindingu, „svo hann varist slark, drykkjuskap og klammarí framvegis." Daginn eftir að bréfið var dag- sett lagði Gísli af stað til Bessa- staða og kvittar þá fyrir 12 rd., sem hann fær hjá biskupi til ferð- arinnar. Minnstan hluta þeirrar upphæðar hefir hann þó þurft í ferðakostnað, en biskup mun hafa kunnað því betur, að Gísli hefði handbært fé, ef með því yrði auð- veldara að komast að samningum við umboðsmanninn. Þessu máli lyktaði svo, að Gísli fékk að halda embættinu, en ekki hefir hann fengið fulla upgjöf saka í þessari ferð, því síðar um vetur- inn skrifar umboðsmaður Gísla og leggur fyrir hann að koma suður að Bessastöðum með vorinu. Gísli fór suður í maí 1654, og ritar biskup enn meðmælabréf til Matt- híasar. óskar hann þess, að Gísli fái náð og linkind í sínu embætti og muni hann héðan af láta sér sín víti að varnaði verða. Guðmundur smiður fer frá Skálholti. Mál þeirra, Gísla rektors og Guðmundar virðist nú vera úr sög- unni. Ekki er vitað, hvernig fór með greiðsluna frá Gísla að öðru leyti en því, að 17. apríl 1654 kvittar Guðmundur fyrir þremur hundruðum, sem biskup greiðir Framhald á 9. síðu. 'UZILNÆMUR osm- 'UmsT söm GRÁÐAOSTUR SMUROSTUR GÓÐOSTUR RiÓMAOSTUR MYSUOSTUR MYSINGUR 45% • 40% - 30% ostur M'r/s 8óp/v//v r/i osr / skóíaa/n / Endið allar máltíðir með osti asalan SÍMAR 7080 & 2678

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.