Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1956, Blaðsíða 10

Skutull - 24.12.1956, Blaðsíða 10
10 S K U T U L L J O L . Gleð þig, særða sál, lífsins þrautum þyngd. Flutt er munamál inn er helgi hringd. Minnstu komu Krists, hér er skuggaskil. Fagna komu Krists, flýt þér tíða til. Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf þessi klukknaköll boða ljós og líf. Heyrið málmsins mál Lofið Guð, sem gaf. Og mín sjúka sál verður hljóma haf. Flutt er orðsins orð, þagna hamarshögg. Yfir stormsins storð fellur Drottins dögg. Lægir vonzku vind slekkur beizkju bál. Teygar lífsins lind mannsins særða sál. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, se'm gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. Stefán frá Hvltadal. Vestíirðingar Trúlofunarhringar í fjölbreyttu úrvali fást hjá Kjartani Ásmundssyni, gnlismið, Aðalstræti 8 B. Reykjavík. r Björn Jónsson, ,sá seni skrá'öi Skarösárannál, fæddisl í Skagafiröi 1574. Hann lézt 1655. Uni 50 ára skeiö bjó hann á Skarösá í Sæmundarhlíö. Hann var ekki auöugur maöur, en þó talinn bjargálna bóndi og þekktur fgrir lærdóm sinn og lögvísi. SkarÖsárannáll, sem nær yfir timabiliö frá 1J00 til K'diO, er talinn fyrirmynd íslenzkra annála, er síöar voru skráö- ir, og hiö merkasta rit. Björn á Skarösá ritaöi mörg fteiri rit og er Tyrkjaráns- saga hans eitt þeirra. Anno 1489. Svo er mælt, að þá Brandur lögmaður Jónsson bjó að Hofi á Höfðaströnd, að nágranni hans nokkur var ryktaður mjög um illmæli eitt, og var þar í grend sá maður, er ryktið hafði kvikn- að. Þessi maður, er fyrir varð, hafði nokkrum sinnum fundið Brand lögmann hér um (hann var haldinn heilráður maður og mjög vitur á lögmál), en lögmaður frá sér slegið um þeirra mál að gera, hafði og ekki sýsluumdæmi i Skagafirði í þann tíma. Manni þessum þótti mikið hann fengi engin ráð eður tilhlutan af lögmanninum, og fór eitt kvöld til Hofs í húmi, og beið við kirkju þar, því hann vissi, að Brandur mundi til kirkju ganga til bæna- halds, sem hann átti vanda til, og þá mundi hann í þeim þönkum vera að leggja sér heil ráð. Brandur gekk til kirkju, en maður þessi var beint á hans leið, svo hann náði ekki greiðlega kirkjunni, eftir því sem hann vildi, og spurði maðurinn, hvað hann skyldi til gera við þann mann, er slíkt vont rykti um sig hefði upp komið. Var þá Brandi lögmanni óþægð að tálmun kirkjugöngunnar, og hafði ekki annað hugfest að ræða en lesa bænir sínar, en mælti þó: „Hvað viltu til gera? Skerðu úr honum tunguna“. Þegar hann hafði þetta mælt, gekk maðurinn í brott, en Brandur til kirkju. Maðurinn hélt þetta heillaráð vera, fékk sér aðstoð, fór til óvinar síns, tók hann og skar burt hans tungu. Þetta þótti Brandi lögmanni fádæma mikið, að svo hefði til tekizt, og var svo riðið til Alþingis og þar málið fram haft. Vildu margir gera Brand lög- mann sýknsaka fyrir þetta, en Brandur vildi það ekki, og sagði af sér með öllu lögmannsdæmið, þar svo hafði til fallið. En allir höfðingjar vildu þó Brandur væri samt; ei fékkst það af honum. Spurðu þá fyrirmenn landsins, hvern Brandur vildi í sinn stað kjósa. Þá mælti Brandur: „Finnboga bróður minn veit ég lögvitrastan mann í mínu umdæmi, en þér skul- uð ábyrgjast, hvað rétt dæmur hann er“. Höfðingjarnir kváðu það að sköpuðu skeika mundu, og var Finnbogi þá til lögmanns kjörinn og kosinn. En Brandur lögmaður hélt svari fyrir manninn, er í mál- ið rataði, svo hann kom bótum fyrir sig, og styrkti hann allvel, bæði til máls og fébóta. Þakkarávarp Kvenfélagið „Hlíf“ vill hér með senda frú Þórdisi Egilsdóttur ynnilegt þakklæti fyrir höfðinglega gjöf, er hún hefur afhent félaginu, og nota á til húsmunakaupa fyrir Elliheimili ísafjarðar. ísafirði, 14. desember 1956. Stjórn Kvenfélagsins Hlíf, Isafirði. Félag nngra jafnaöarmanna Alþýðnflokksfélag Isafjarðar óskar vestfirzku æskufólki gleðilegra jóla og allra heilla á komandi ári. óskar Vestfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.