Skutull - 24.12.1956, Síða 4
4
S K U T U L L
Björn H. Jónsson, skólastjóri:
filsli rektor og Guðntundur smiflur
- Soouþáttnr frá sautjándu old -
Kirkjubygging meist-
ara Brynjólfs-
EGAR meistari Brynjólfur
Sveinsson varð biskup í Skál-
holti 1639, biðu hans mörg verk-
efni og stór. Verður aðeins tveggja
iþeirra getið hér.
Skálholtsstaður var að mörgu
líkari þorpi en venjulegum sveita-
bæ. Þegar meistari Brynjólfur tók
við, voru staðarhús öll mjög hrör-
leg orðin og sum að falli komin.
Dómkirkjan mikla, sem ögmundur
biskup hafði reisa látið eftir
kirkjubrunann 1527, var orðin svo
illa farin, að ekki varð frestað
byggingu nýrrar dómkirkju.
Þegar á fyrstu biskupsárum sín-
um hóf biskup undirbúning að
stórfelldum byggingaframkvæmd-
um. Aflað var rekaviðar, eftir því
sem til vannst, en fenginn útlend-
ur viður með skipum á Eyrarbakka
og fluttur á ísum að vetrinum til
Skálholts. Þá þurfti ekki síður að
hafa fyrirhyggju um val smiða.
Yfirsmiðurinn var sjálfkjörinn.
Það var Guðmundur, sonur Guð-
mundar Guðmundssonar, lögréttu-
manns í Bæ í Borgarfirði. Guð-
mundur var afburða hagleiksmað-
ur og listfengur, en hafði þar á
ofan verið erlendis um langt skeið
við smíðanám. Hann var því öll-
um öðrum innlendum mönnum fær-
ari til þess að taka að sér umsjón
á hinu vandasama og veglega
verki, sem hér lá fyrir.
Fjöldi annarra smiða var með
Guðmundi og voru um eða yfir 30
smiðir í Skáiholti á þessum árum,
þegar flest var. Kirkjusmíðinni var
að mestu lokið um 1650. Bygging-
arreikningar eru allir varðveittir.
Hefir kirkjan kostað rösklega 1 y2
millj. króna, miðað við núverandi
verðgildi peninga. Endurbygging
annarra staðarhúsa hefir vitanlega
einnig kostað stórfé, því allt lét
biskup vanda svo sem bezt mátti
verða.
Endurbætur á
skólamálum.
Annað verkefni, sem fyrir
biskupi lá þar heima á staðnum,
voru endurbætur á skólanum.
Þegar meistari Brynjólfur vildi
hliðra sér hjá að taka við biskups-
embættinu, benti háskólaráðið í
Kaupmannahöfn konungi á, að
skólans vegna gæti Brynjólfur ekki
og mætti ekki undan skorast. Var
• það orð og að sönnu, því meistari
Brynjólfur var talinn lærðastur
allra Islendinga, er þá voru uppi,
en auk þess hafði hann þá verið
kennari við latínuskólann í Hróars-
keldu um sex ára bil.
Þegar meistari Brynjólfur tók
við, var ástand skólans fremur
4»
bágborðið, húsakynni léleg, aðbún-
aður pilta laklegur og nemendur
fáir, en sumt ekki kennt, sem þá
var farið að kenna við sambærilega
skóla erlendis. Tveir menn kenndu
við skólann, rektor og heyrari. Það
var siður þá og lengi síðan, að
kennaraskipti voru mjög tíð.
Rektorar við Skálholtsskóla voru
alls 20 á 17. öldinni og koma því
aðeins 5 ár á hvem að meðaltali.
Alla Islendinga, sem manntak var
í, dreymdi þá um að krækja í góð-
ar jarðir og gerast bændur. Gilti
það jafnt um hina lærðustu menn
sem aðra. Mörg prestssetrin voru
hinar beztu bújarðir, eins og kunn-
ugt er, og hæg vom heimatökin
hjá rektor að nota tækifærin, þeg-
ar slík brauð Iosnuðu. T. d. var
það svo um langt skeið, bæði fyrir
þennan tíma og eftir, að flestir
prestar í Odda á Rangárvöllum og
Breiðabólstað í Fljótshlíð höfðu
verið rektorar í Skálholti, áður en
þeir urðu prestar.
Um þessar mundir var rektor í
Skálholti Bjöm Snæbjörnsson frá
Kirkjubóli í Langadal, síðar prest-
ur að Staðarstað. Hafði hann orðið
rektor 1636 og hélt því starfi til
vors 1647, en þá vígðist hann að
Staðarstað. Björn var kvæntur
Þórunni Jónsdóttur frá Holti í ön-
undarfirði, bróðurdóttur meistara
Brynjólfs. Bjöm var vel lærður
maður og að mörgu vel látinn af
nemendum, en vandsetið þótti við
hann, því smámunalegur var hann
og allra manna tortryggnastur.
Gísli Einarsson.
Þegar meistari Brynjólfur kom
í Skálholt, var í skólanum piltur,
sem Gísli hét, Einarsson, austan
úr Mýrdal. Gísli var vel ættaður,
kominn í beinan karlegg af Lofti
ríka Guttormssyni, en föðurmóðir
hans komin af Jóni biskupi Ara-
syni. Var Gísli hinn efnilegasti
námsmaður, fljótskarpur og,
hneigður til vísindaiðkana.
Að loknu stúdentsprófi sigldi
hann til Hafnar 1644 og innritað-
ist í háskólann 2. des. það ár.
Lagði hann sig einkum eftir stærð-
fræði og stjörnufræði. Mun það
hafa verið gert að ráði Brynjólfs
biskups, því vant var kennara við
skólann í þeim greinum og höfðu
þær lítt eða ekki verið kenndar þar
til þessa.
Gísli var við nám í háskólanum
í fimm ár, en þá gátu stúdentar
ráðið því sjálfir, hve lengi þeir
stunduðu nám, því próf voru eng-
in Voru fæstir lengur en tvö ár
eða þrjú.
Árið 1647 samdi Gísli almanak
á íslenzku, sem prentað var í
Kaupmannahöfn. Var það fyrsta
almanak, sem gefið var út á ís-
lenzku. Einnig voru prentuð
almanök eftir Gísla fyrir árin
1648, 1649 og 1650. Eitt eintak er
til á Konungsbókhlöðu af almanak-
inu 1650. Ekki er vitað, að til sé
nema þetta eina eintak af því, en
ekkert af hinum.
Vorið 1649 komur Gísli til Is-
lands. Fyrsta dag júlímánaðar það
ár er Gísli staddur á Alþingi.
Mæltist hann þá til þess við Hin-
rik Bjelke, höfuðsmann, með
ávarpi á latínu, að hann fái greidd-
an styrk, 36 rd., sem konungur
hafi lofað honum „til uppihalds og
annars.“
Mælti höfuðsmaður svo fyrir, að
Jens Söfrinsen skyldi greiða Gísla
styrk þennan. Er allt til enn á
sama blaði: ávarp Gísla á latínu,
uppáskrift höfuðsmanns og kvitt-
un Gísla fyrir greiðslunni.
Gísli verður heyrari.
Haustið 1649 verður Gísli heyr-
ari, þ. e. kennari við skólann í
Skálholti. Mun það hafa verið ráð-
ið, áður en hann hélt heim frá
Kaupmannahöfn. Rektor var þá
Þorleifur Jónsson sýslumanns í
Einarsnesi, Sigurðssonar. Þorleif-
ur varð síðar prestur í Odda og
faðir Bjöms Hólabiskups.
Gísli reyndist afburðakennari og
að því skapi vinsæll af nemendum.
Kenndi hann m .a. stærðfræði og
stjörnufræði. Lærðu piltar m. a.
að reikna út tunglkomur, messu-
daga o. s. frv. Kom það sér vel,
því engin almanök voru prentuð,
en mjög fáir, sem kunnu rímreikn-
ing fram að þeim tíma.
Þegar Þorleifur hætti rektors-
störfum á nýári 1651, tók Gísli
við og varð rektor skólans.
Árslaun hans voru 15 hundruð
á landsvísu, auk fæðis og húsnæð-